Sorpa Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa 26. maí 2023 08:01 Hugmynd um endurvinnslustöð Sorpu við Kópavogskirkjugarð kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra. Almennt er staðsetning endurvinnslustöðva í miðri íbúabyggð ekki heppileg, einkum vegna mikillar umferðar þungaflutningabíla sem skapast í kringum slíkar stöðvar. Núverandi staðsetning endurvinnslustöðvar Sorpu við Dalveg er því ákaflega óheppileg enda ekki í samræmi við aðalskipulag og stefnu bæjarins. Mikil slysahætta er við Dalveginn vegna starfsemi stöðvarinnar. Íbúar nærliggjandi byggðar hafa ítrekað óskað eftir brotthvarfi Sorpu af Dalvegi enda gerir deiliskipulag svæðisins ráð fyrir annars konar þjónustu fyrir bæjarbúa og aðra vegfarendur í Kópavogsdalnum, eins og kaffi- og veitingastöðum, leiksvæði o.s.frv. Í áratug hefur málið verið rætt í bæjarstjórn, verið í opinberri umræðu og í samskiptum við forsvarsmenn Sorpu án þess að málið þokist eitthvað áfram. Ótækt var að láta annan áratug líða með Sorpu áfram á Dalvegi. Nú þegar fyrir liggur að Sorpa flytur af Dalvegi í september 2024 þarf að huga að næstu skrefum. Við ætlum að efla grenndarstöðvar í hverfum Kópavogs og hefst undirbúningur á þeirri vinnu fljótlega. Þá blasir við að gera þarf ítarlega þarfa- og valkostagreiningu á mögulegri endurvinnslustöð sem skilar raunhæfri niðurstöðu. Við sem leiðum bæjarstjórn Kópavogs höfum ávallt staðið fast á því að mikilvægt sé að finna heppilega staðsetningu fyrir endurvinnslustöð sem þjónar hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sorpa er byggðarsamlag í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning endurvinnslustöðva á að ráðast út frá heppilegustu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, óháð sveitarfélagamörkum. Ef heppileg staðsetning finnst í Kópavogi fyrir nýja endurvinnslustöð þá fögnum við því. Eitt er þó víst að endurvinnslustöð við Kópavogskirkjugarð var aldrei raunhæfur möguleiki frá upphafi að okkar mati. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri KópavogsOrri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Sorpa Kirkjugarðar Kópavogur Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hugmynd um endurvinnslustöð Sorpu við Kópavogskirkjugarð kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra. Almennt er staðsetning endurvinnslustöðva í miðri íbúabyggð ekki heppileg, einkum vegna mikillar umferðar þungaflutningabíla sem skapast í kringum slíkar stöðvar. Núverandi staðsetning endurvinnslustöðvar Sorpu við Dalveg er því ákaflega óheppileg enda ekki í samræmi við aðalskipulag og stefnu bæjarins. Mikil slysahætta er við Dalveginn vegna starfsemi stöðvarinnar. Íbúar nærliggjandi byggðar hafa ítrekað óskað eftir brotthvarfi Sorpu af Dalvegi enda gerir deiliskipulag svæðisins ráð fyrir annars konar þjónustu fyrir bæjarbúa og aðra vegfarendur í Kópavogsdalnum, eins og kaffi- og veitingastöðum, leiksvæði o.s.frv. Í áratug hefur málið verið rætt í bæjarstjórn, verið í opinberri umræðu og í samskiptum við forsvarsmenn Sorpu án þess að málið þokist eitthvað áfram. Ótækt var að láta annan áratug líða með Sorpu áfram á Dalvegi. Nú þegar fyrir liggur að Sorpa flytur af Dalvegi í september 2024 þarf að huga að næstu skrefum. Við ætlum að efla grenndarstöðvar í hverfum Kópavogs og hefst undirbúningur á þeirri vinnu fljótlega. Þá blasir við að gera þarf ítarlega þarfa- og valkostagreiningu á mögulegri endurvinnslustöð sem skilar raunhæfri niðurstöðu. Við sem leiðum bæjarstjórn Kópavogs höfum ávallt staðið fast á því að mikilvægt sé að finna heppilega staðsetningu fyrir endurvinnslustöð sem þjónar hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sorpa er byggðarsamlag í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning endurvinnslustöðva á að ráðast út frá heppilegustu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, óháð sveitarfélagamörkum. Ef heppileg staðsetning finnst í Kópavogi fyrir nýja endurvinnslustöð þá fögnum við því. Eitt er þó víst að endurvinnslustöð við Kópavogskirkjugarð var aldrei raunhæfur möguleiki frá upphafi að okkar mati. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri KópavogsOrri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar