Flugfélagið Atlanta fær Boeing 777-breiðþotur Kristján Már Unnarsson skrifar 25. maí 2023 21:42 Fyrri Boeing 777-vél Air Atlanta í Jeddah í Sadí-Arabíu í gær. Áætlað er að hún fari í fyrsta pílagrímaflugið fyrir Saudia-flugfélagið um helgina. Air Atlanta/Magnús Sigurðsson Air Atlanta hefur fyrst íslenskra flugfélaga tekið Boeing 777-breiðþotuna í notkun. Hún er stærsta farþegaflugvél heims sem er í framleiðslu um þessar mundir. Þegar Boeing afhenti síðustu 747-þotuna úr verksmiðjunum í febrúar var birtur listi yfir þau flugfélög heims sem rekið hefðu flestar slíkar þotur í yfir hálfrar aldar sögu hennar. Það rak eflaust marga í rogastans að sjá íslenskt flugfélag í fjórða sæti. Boeing 747-farþegaþota Air Atlanta við landgang á flugvellinum í Medína.Air Atlanta Covid-heimsfaraldurinn varð til þess að Air Atlanta hætti farþegaflugi um tíma og sneri sér alfarið að fraktflugi. Dæmi mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 þegar félagið flutti lyfjafarm frá Belgíu til Suður-Afríku fyrir Magma-fraktfélagið. Atlanta hóf endurkomu sína í farþegaflug í fyrra með pílagrímaflugi. Lending Boeing 747 í Medina í Sádí-Arabíu í gær með pílagríma frá Surabaya í Indónesíu fyrir Saudia-flugfélagið markar upphaf pílagrímaflugs Atlanta í ár. Boeing 777-vél Atlanta við flugstöðina í Jeddah.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson En það eru önnur tímamót í sögu félagsins og það risastór. Þessi Boeing 777-300 við flugstöðina í Jeddah er önnur tveggja sem Atlanta er að taka í notkun þessa dagana, einnig til að flytja pílagríma fyrir Saudia. Atlanta-menn gera ráð fyrir að taka seinni 777-vélina í notkun í byrjun júnímánaðar. Þær verða skráðar á Air Atlanta Europe á Möltu, systurfélag Air Atlanta Icelandic. Tíu sæti eru í hverri sætaröð. Alls eru 494 farþegasæti í flugvélinni.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson Þetta er í fyrsta sinn sem flugfélag í eigu Íslendinga rekur flugvél af þessari tegund en hún tekur nærri fimmhundruð farþega í sæti, þessi nánar tiltekið 494. Hún er almennt talin helsti arftaki Boeing 747. Triple Seven, eða þrefalda sjöan, skipar þann sess að vera stærsta tveggja hreyfla þota sögunnar. Hún er núna jafnframt stærsta flugvél heims í fjöldaframleiðslu eftir að smíði 747 og Airbus A380 var hætt. Tólf hjól eru á aðalhjólastellum Boeing 777, sex hjól hvoru megin.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson Atlanta-flugfélagið verður í sumar með átján breiðþotur í rekstri, þar af fimm í farþegaflugi. Sextán þotur eru af gerðinni Boeing 747-400 en tvær af gerðinni Boeing 777-300. Starfsmenn félagsins, sem er með höfuðstöðvar í Kópavogi, eru núna um 600 talsins. Þar af eru um 250 Íslendingar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Air Atlanta Sádi-Arabía Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03 Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. 18. október 2020 23:01 Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Þegar Boeing afhenti síðustu 747-þotuna úr verksmiðjunum í febrúar var birtur listi yfir þau flugfélög heims sem rekið hefðu flestar slíkar þotur í yfir hálfrar aldar sögu hennar. Það rak eflaust marga í rogastans að sjá íslenskt flugfélag í fjórða sæti. Boeing 747-farþegaþota Air Atlanta við landgang á flugvellinum í Medína.Air Atlanta Covid-heimsfaraldurinn varð til þess að Air Atlanta hætti farþegaflugi um tíma og sneri sér alfarið að fraktflugi. Dæmi mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 þegar félagið flutti lyfjafarm frá Belgíu til Suður-Afríku fyrir Magma-fraktfélagið. Atlanta hóf endurkomu sína í farþegaflug í fyrra með pílagrímaflugi. Lending Boeing 747 í Medina í Sádí-Arabíu í gær með pílagríma frá Surabaya í Indónesíu fyrir Saudia-flugfélagið markar upphaf pílagrímaflugs Atlanta í ár. Boeing 777-vél Atlanta við flugstöðina í Jeddah.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson En það eru önnur tímamót í sögu félagsins og það risastór. Þessi Boeing 777-300 við flugstöðina í Jeddah er önnur tveggja sem Atlanta er að taka í notkun þessa dagana, einnig til að flytja pílagríma fyrir Saudia. Atlanta-menn gera ráð fyrir að taka seinni 777-vélina í notkun í byrjun júnímánaðar. Þær verða skráðar á Air Atlanta Europe á Möltu, systurfélag Air Atlanta Icelandic. Tíu sæti eru í hverri sætaröð. Alls eru 494 farþegasæti í flugvélinni.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson Þetta er í fyrsta sinn sem flugfélag í eigu Íslendinga rekur flugvél af þessari tegund en hún tekur nærri fimmhundruð farþega í sæti, þessi nánar tiltekið 494. Hún er almennt talin helsti arftaki Boeing 747. Triple Seven, eða þrefalda sjöan, skipar þann sess að vera stærsta tveggja hreyfla þota sögunnar. Hún er núna jafnframt stærsta flugvél heims í fjöldaframleiðslu eftir að smíði 747 og Airbus A380 var hætt. Tólf hjól eru á aðalhjólastellum Boeing 777, sex hjól hvoru megin.Air Atlanta/Magnús Sigurðsson Atlanta-flugfélagið verður í sumar með átján breiðþotur í rekstri, þar af fimm í farþegaflugi. Sextán þotur eru af gerðinni Boeing 747-400 en tvær af gerðinni Boeing 777-300. Starfsmenn félagsins, sem er með höfuðstöðvar í Kópavogi, eru núna um 600 talsins. Þar af eru um 250 Íslendingar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Air Atlanta Sádi-Arabía Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03 Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. 18. október 2020 23:01 Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. 14. febrúar 2023 21:03
Air Atlanta sendir þrjár júmbó-þotur í niðurrif Forsvarsmenn Flugfélagsins Air Atlanta hafa ákveðið að láta rífa þrjár af sjö Boeing 747-400 farþegaþotum félagsins. Þoturnar eru á bilinu 18 til 23 ára gamlar og hafa að undanförnu verið í þjónustu Saudia-flugfélagsins, ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. 18. október 2020 23:01
Atlanta stofnar nýtt flugfélag á Möltu Forsvarsmenn íslenska Flugfélagsins Atlanta ehf. hafa ákveðið að stofna nýtt flugfélag á Möltu, sem hlotið hefur nafnið Air Atlanta Europe. 14. október 2020 09:25
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent