Alþingi getur ekki farið í sumarfrí án þess að hemja leiguverð og hækka vaxtabætur Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 24. maí 2023 11:30 Tvær snjóhengjur hanga yfir okkur. Annars vegar á íbúðalánamarkaði þar sem hundruða milljarða skuldir á sögulega lágum vöxtum koma til vaxtaendurskoðunar á þessu ári og því næsta. Þetta mun hafa í för með sér „umtalsverða aukningu greiðslubyrðar“ hjá heimilunum eins og Seðlabankinn orðar það. Skellurinn verður því meiri sem vextir eru hærri. Peningastefnunefnd Seðlabankans var að hækka vexti í þrettánda skipti í röð, nú um 1,25 prósent, og segir horfur á því að „hækka þurfi vexti enn meira“. Þetta stafar meðal annars af því að ríkisstjórnin hefur kynt undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum og ekki ráðist í trúverðugar aðgerðir til að slá á verðbólguvæntingar. Hin snjóhengjan er á leigumarkaði þar sem ónægt framboð, stórkostleg fólksfjölgun og okurstarfsemi hafa sett gríðarlegan þrýsting á leiguverð. „Það sem ég hef áhyggjur af er ástandið eigi eftir að versna og eigi eftir að versna töluvert mikið. Það er ákveðin snjóhengja núna á leigumarkaði hvað leiguverð varðar og ég held að hún sé jafnvel nú þegar komin af stað, miðað við síðustu fréttir,“ segir Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði. Á Íslandi er réttarstaða leigjenda með þeim veikari í okkar heimshluta og leiguverðshækkanir bitna harðast á tekjulægsta fólkinu sem á erfiðara og erfiðara með að ná endum saman. Alþingi lýkur störfum þann 9. júní næstkomandi samkvæmt starfsáætlun. Ríkisstjórn og stjórnarmeirihlutinn á þingi hafa þannig innan við þrjár vikur til að grípa til aðgerða vegna verðbólgu og vaxtahækkana. Þar þurfa bæði að koma til ráðstafanir sem eru til þess fallnar að vinna gegn þenslu og slá á verðbólguvæntingar, og aðgerðir til að verja heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Í fyrsta lagi þarf að hækka strax vaxtabætur til að styðja við tekjulægri heimili með þunga greiðslubyrði. Breytingatillaga okkar í Samfylkingunni um 50 prósenta hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta var samþykkt við afgreiðslu fjárlaga í desember síðastliðnum en með henni hækkuðu greiðslurnar og þeim heimilum fjölgaði sem eiga rétt á vaxtabótum í stað þess að fjöldi fólks dytti út úr kerfinu. Þessari aðgerð þarf að fylgja eftir með því að hækka hámark vaxtabóta sem myndi koma sér best fyrir allra tekjulægstu og skuldsettustu heimilin. Í öðru lagi þarf að taka upp fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og herða á aðhaldi á tekjuhliðinni með sanngjörnum sköttum á tekjuhæstu og fjársterkustu hópana. Samfylkingin hefur sett fram tillögur um 17 milljarða tekjuöflun eða sem nemur tæpu hálfu prósenti af vergri landsframleiðslu. Með þessu má draga hraðar úr hallarekstrinum og senda skýr skilaboð um að Seðlabankinn verði ekki látinn einn um glímuna við verðbólguna. Í þriðja lagi þarf að lögfesta leigubremsu, setja takmarkanir á það með lögum hversu mikið leigufjárhæð getur hækkað milli ára hvort sem um er að ræða langtímasamninga eða endurnýjun á skammtímasamningum. Samhliða þarf að styrkja forgangsrétt leigjenda til áframhaldandi leigu að loknum umsömdum leigutíma og binda heimildir til uppsagnar á ótímabundnum leigusamningum sams konar skilyrðum og gilda um niðurfellingu forgangsréttarins. Í fjórða lagi þarf að ljúka nauðsynlegum lagabreytingum til að styðja við framboðshliðina á húsnæðismarkaði; stuðla að eðlilegri nýtingu þess húsnæðis sem þegar er til, liðka fyrir aukinni íbúðauppbyggingu og beina framleiðslukröftunum að uppbyggingu hagkvæmra íbúða á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Um þetta og fleira fjalla ég ígrein sem birtist nýlega hér á Vísi.is. Fjármálaráð hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir „lausung í fjármálastjórn“ og kallað eftir bæði auknu aðhaldi og „markvissum tilfærslum til þeirra sem bæði eru skuldsettir og tekjulágir og ráða þannig illa við núverandi aðstæður“. Þetta samræmist vel þeim áherslum sem við í Samfylkingunni höfum haldið á lofti undanfarna mánuði. Ríkisstjórnin ber sig aumlega þessa dagana. En þótt gerð hafi verið mistök við efnahagsstjórnina þá þýðir ekki að gefast upp. Alþingi verður að nýta næstu þrjár vikur vel. Ríkisstjórnin þarf að girða sig í brók og láta verkin tala ef ekki á illa að fara. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Alþingi Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Tvær snjóhengjur hanga yfir okkur. Annars vegar á íbúðalánamarkaði þar sem hundruða milljarða skuldir á sögulega lágum vöxtum koma til vaxtaendurskoðunar á þessu ári og því næsta. Þetta mun hafa í för með sér „umtalsverða aukningu greiðslubyrðar“ hjá heimilunum eins og Seðlabankinn orðar það. Skellurinn verður því meiri sem vextir eru hærri. Peningastefnunefnd Seðlabankans var að hækka vexti í þrettánda skipti í röð, nú um 1,25 prósent, og segir horfur á því að „hækka þurfi vexti enn meira“. Þetta stafar meðal annars af því að ríkisstjórnin hefur kynt undir verðbólgu með óábyrgri stefnu í ríkisfjármálum og ekki ráðist í trúverðugar aðgerðir til að slá á verðbólguvæntingar. Hin snjóhengjan er á leigumarkaði þar sem ónægt framboð, stórkostleg fólksfjölgun og okurstarfsemi hafa sett gríðarlegan þrýsting á leiguverð. „Það sem ég hef áhyggjur af er ástandið eigi eftir að versna og eigi eftir að versna töluvert mikið. Það er ákveðin snjóhengja núna á leigumarkaði hvað leiguverð varðar og ég held að hún sé jafnvel nú þegar komin af stað, miðað við síðustu fréttir,“ segir Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði. Á Íslandi er réttarstaða leigjenda með þeim veikari í okkar heimshluta og leiguverðshækkanir bitna harðast á tekjulægsta fólkinu sem á erfiðara og erfiðara með að ná endum saman. Alþingi lýkur störfum þann 9. júní næstkomandi samkvæmt starfsáætlun. Ríkisstjórn og stjórnarmeirihlutinn á þingi hafa þannig innan við þrjár vikur til að grípa til aðgerða vegna verðbólgu og vaxtahækkana. Þar þurfa bæði að koma til ráðstafanir sem eru til þess fallnar að vinna gegn þenslu og slá á verðbólguvæntingar, og aðgerðir til að verja heimilisbókhaldið hjá fólkinu í landinu. Í fyrsta lagi þarf að hækka strax vaxtabætur til að styðja við tekjulægri heimili með þunga greiðslubyrði. Breytingatillaga okkar í Samfylkingunni um 50 prósenta hækkun á eignaskerðingarmörkum vaxtabóta var samþykkt við afgreiðslu fjárlaga í desember síðastliðnum en með henni hækkuðu greiðslurnar og þeim heimilum fjölgaði sem eiga rétt á vaxtabótum í stað þess að fjöldi fólks dytti út úr kerfinu. Þessari aðgerð þarf að fylgja eftir með því að hækka hámark vaxtabóta sem myndi koma sér best fyrir allra tekjulægstu og skuldsettustu heimilin. Í öðru lagi þarf að taka upp fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og herða á aðhaldi á tekjuhliðinni með sanngjörnum sköttum á tekjuhæstu og fjársterkustu hópana. Samfylkingin hefur sett fram tillögur um 17 milljarða tekjuöflun eða sem nemur tæpu hálfu prósenti af vergri landsframleiðslu. Með þessu má draga hraðar úr hallarekstrinum og senda skýr skilaboð um að Seðlabankinn verði ekki látinn einn um glímuna við verðbólguna. Í þriðja lagi þarf að lögfesta leigubremsu, setja takmarkanir á það með lögum hversu mikið leigufjárhæð getur hækkað milli ára hvort sem um er að ræða langtímasamninga eða endurnýjun á skammtímasamningum. Samhliða þarf að styrkja forgangsrétt leigjenda til áframhaldandi leigu að loknum umsömdum leigutíma og binda heimildir til uppsagnar á ótímabundnum leigusamningum sams konar skilyrðum og gilda um niðurfellingu forgangsréttarins. Í fjórða lagi þarf að ljúka nauðsynlegum lagabreytingum til að styðja við framboðshliðina á húsnæðismarkaði; stuðla að eðlilegri nýtingu þess húsnæðis sem þegar er til, liðka fyrir aukinni íbúðauppbyggingu og beina framleiðslukröftunum að uppbyggingu hagkvæmra íbúða á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Um þetta og fleira fjalla ég ígrein sem birtist nýlega hér á Vísi.is. Fjármálaráð hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir „lausung í fjármálastjórn“ og kallað eftir bæði auknu aðhaldi og „markvissum tilfærslum til þeirra sem bæði eru skuldsettir og tekjulágir og ráða þannig illa við núverandi aðstæður“. Þetta samræmist vel þeim áherslum sem við í Samfylkingunni höfum haldið á lofti undanfarna mánuði. Ríkisstjórnin ber sig aumlega þessa dagana. En þótt gerð hafi verið mistök við efnahagsstjórnina þá þýðir ekki að gefast upp. Alþingi verður að nýta næstu þrjár vikur vel. Ríkisstjórnin þarf að girða sig í brók og láta verkin tala ef ekki á illa að fara. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun