ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2023 10:09 Mark Zuckerberg er forstjóri Meta. Getty Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. Wall Street Journal segir frá þessu og að Evrópusambandið muni greina opinberlega frá þessu síðar í dag. Fram kemur að vegna ákvörðunarinnar komi aukinn þrýstingur á bandarísk stjórnvöld að ganga frá samningi við ESB um sveignanlegri persónverndarreglur sem myndu heimila slíkan flutning og nú er verið að sekta Meta fyrir. Höfuðstöðvar Meta innan EES eru staðsettar á Írlandi og hefur írska persónuverndarstofnunin forystueftirlitsyfirvald yfir Meta. Í frétt WSJ segir að stofnunin meti það sem svo að Meta hafi um árabil hýst persónuverndarupplýsingar um evrópska Facebook-notendur á vefþjónum í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. Vill stofnunin meina að bandarísk leyniþjónusta gæti þannig komist yfir gögnin. Evrópusambandið hefur aldrei áður sektað tæknirisa um svo háa upphæð, en ESB sektaði Amazon um 806 milljónir bandaríkjadala árið 2021 vegna brota tengdum auglýsingastarfsemi Amazon. Auk sektarinnar segir að ESB hafi fyrirskipað Meta að stöðva slíkar gagnasendingar og eyða öllum þeim gögnum sem þegar hafi verið send innan sex mánaða. Meta gæti þó sloppið við slíkt, náist samningar milli Evrópusambandsins og bandarískra stjórnvalda. Evrópusambandið Meta Persónuvernd Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Wall Street Journal segir frá þessu og að Evrópusambandið muni greina opinberlega frá þessu síðar í dag. Fram kemur að vegna ákvörðunarinnar komi aukinn þrýstingur á bandarísk stjórnvöld að ganga frá samningi við ESB um sveignanlegri persónverndarreglur sem myndu heimila slíkan flutning og nú er verið að sekta Meta fyrir. Höfuðstöðvar Meta innan EES eru staðsettar á Írlandi og hefur írska persónuverndarstofnunin forystueftirlitsyfirvald yfir Meta. Í frétt WSJ segir að stofnunin meti það sem svo að Meta hafi um árabil hýst persónuverndarupplýsingar um evrópska Facebook-notendur á vefþjónum í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. Vill stofnunin meina að bandarísk leyniþjónusta gæti þannig komist yfir gögnin. Evrópusambandið hefur aldrei áður sektað tæknirisa um svo háa upphæð, en ESB sektaði Amazon um 806 milljónir bandaríkjadala árið 2021 vegna brota tengdum auglýsingastarfsemi Amazon. Auk sektarinnar segir að ESB hafi fyrirskipað Meta að stöðva slíkar gagnasendingar og eyða öllum þeim gögnum sem þegar hafi verið send innan sex mánaða. Meta gæti þó sloppið við slíkt, náist samningar milli Evrópusambandsins og bandarískra stjórnvalda.
Evrópusambandið Meta Persónuvernd Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira