Spírallinn heldur áfram Sigmar Guðmundsson skrifar 20. maí 2023 09:01 Það er ekkert sérstaklega uppörvandi að sjá hvernig tónninn er að breytast hjá þeim sem hafa það að atvinnu að reyna að sjá fyrir vaxta og verðbólguþróun hér á Íslandi. Fyrirsögn á rúv.is á dögunum segir kannski alla söguna „orðnir svartsýnni á þróun verðbólgunnar“. Þessi aukna svartsýni kemur frá hjá forsvarsmönnum banka, lífeyrissjóða og annara fyrirtækja á fjármálamarkaði í könnun sem Seðlabankinn gerði. Þetta er svo sem ekkert undrunarefni í sjálfu sér, hér er einfaldlega ekki verið að stíga nægjanlega markviss skref til að vinna bug á þessum höfuðóvinum íslenskra heimila og fyrirtækja, verðbólgu og okurvöxtum. Það er heldur ekki bjartsýnn tónn sleginn þegar vextirnir eru annars vegar. Samkvæmt þessum aðilum hækka vextir næst um eina prósentu og þeir taki ekki að lækka fyrr en eftir tæpt ár og verði 6 prósent eftir tvö ár. Verði þetta að veruleika, sem allt bendir til, er um að ræða meiriháttar fjárhagslegt högg fyrir heimili og fyrirtæki. Greiðslubyrði vegna húsnæðislána og vegna verðbólgunnar verður óviðráðanleg víða. Höfum í huga að vaxta og verðbólguhöggið er ekki enn komið fram með fullum þunga á heimilin. Seðlabankinn reynir sitt en vandséð er að hækkun stýrivaxta út í hið óendanlega sé rökrétt svar við getuleysi ríkisstjórnarflokkanna til að draga saman seglin í útgjöldum ríkisins. Sem er bráðnauðsynlegt til að ná tökum á ástandinu. Ríkisvaldið verður að senda skýr skilaboð sem myndi þá mögulega auka bjartsýni hjá þeim aðilum sem nú verða sífellt svartsýnni. Þetta snýst nefnilega mikið um að stjórna væntingum fólks. Í því, sem og verkefninu sjálfu að draga úr ríkisútgjöldum, hefur ríkisstjórnin brugðist fólkinu í landinu. Niðurstaðan verður óhjákvæmilega sú að þessar manngerðu hamfarir halda áfram, með tilheyrandi skaða fyrir alla. Getuleysið í að hemja ríkisútgjöld setur meiri þrýsting á Seðlabankann sem hækkar vexti út í hið óendanlega og launafólk gerir síðan þá eðlilegu kröfu að fá kostnaðinn af verðbólgu og okurvöxtum til baka í næstu samningum. Hætt er við að þeir samningar muni svo aftur auka verðbólgu, kostnaðinum af þeim velt út í verðlag, og spíralinn heldur áfram. Endurtakist eftir þörfum. Íslensk hagsaga í hnotskurn. Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta skrifast á ónýtan gjaldmiðil og verklausa ríkisstjórn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Það er ekkert sérstaklega uppörvandi að sjá hvernig tónninn er að breytast hjá þeim sem hafa það að atvinnu að reyna að sjá fyrir vaxta og verðbólguþróun hér á Íslandi. Fyrirsögn á rúv.is á dögunum segir kannski alla söguna „orðnir svartsýnni á þróun verðbólgunnar“. Þessi aukna svartsýni kemur frá hjá forsvarsmönnum banka, lífeyrissjóða og annara fyrirtækja á fjármálamarkaði í könnun sem Seðlabankinn gerði. Þetta er svo sem ekkert undrunarefni í sjálfu sér, hér er einfaldlega ekki verið að stíga nægjanlega markviss skref til að vinna bug á þessum höfuðóvinum íslenskra heimila og fyrirtækja, verðbólgu og okurvöxtum. Það er heldur ekki bjartsýnn tónn sleginn þegar vextirnir eru annars vegar. Samkvæmt þessum aðilum hækka vextir næst um eina prósentu og þeir taki ekki að lækka fyrr en eftir tæpt ár og verði 6 prósent eftir tvö ár. Verði þetta að veruleika, sem allt bendir til, er um að ræða meiriháttar fjárhagslegt högg fyrir heimili og fyrirtæki. Greiðslubyrði vegna húsnæðislána og vegna verðbólgunnar verður óviðráðanleg víða. Höfum í huga að vaxta og verðbólguhöggið er ekki enn komið fram með fullum þunga á heimilin. Seðlabankinn reynir sitt en vandséð er að hækkun stýrivaxta út í hið óendanlega sé rökrétt svar við getuleysi ríkisstjórnarflokkanna til að draga saman seglin í útgjöldum ríkisins. Sem er bráðnauðsynlegt til að ná tökum á ástandinu. Ríkisvaldið verður að senda skýr skilaboð sem myndi þá mögulega auka bjartsýni hjá þeim aðilum sem nú verða sífellt svartsýnni. Þetta snýst nefnilega mikið um að stjórna væntingum fólks. Í því, sem og verkefninu sjálfu að draga úr ríkisútgjöldum, hefur ríkisstjórnin brugðist fólkinu í landinu. Niðurstaðan verður óhjákvæmilega sú að þessar manngerðu hamfarir halda áfram, með tilheyrandi skaða fyrir alla. Getuleysið í að hemja ríkisútgjöld setur meiri þrýsting á Seðlabankann sem hækkar vexti út í hið óendanlega og launafólk gerir síðan þá eðlilegu kröfu að fá kostnaðinn af verðbólgu og okurvöxtum til baka í næstu samningum. Hætt er við að þeir samningar muni svo aftur auka verðbólgu, kostnaðinum af þeim velt út í verðlag, og spíralinn heldur áfram. Endurtakist eftir þörfum. Íslensk hagsaga í hnotskurn. Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta skrifast á ónýtan gjaldmiðil og verklausa ríkisstjórn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun