Spírallinn heldur áfram Sigmar Guðmundsson skrifar 20. maí 2023 09:01 Það er ekkert sérstaklega uppörvandi að sjá hvernig tónninn er að breytast hjá þeim sem hafa það að atvinnu að reyna að sjá fyrir vaxta og verðbólguþróun hér á Íslandi. Fyrirsögn á rúv.is á dögunum segir kannski alla söguna „orðnir svartsýnni á þróun verðbólgunnar“. Þessi aukna svartsýni kemur frá hjá forsvarsmönnum banka, lífeyrissjóða og annara fyrirtækja á fjármálamarkaði í könnun sem Seðlabankinn gerði. Þetta er svo sem ekkert undrunarefni í sjálfu sér, hér er einfaldlega ekki verið að stíga nægjanlega markviss skref til að vinna bug á þessum höfuðóvinum íslenskra heimila og fyrirtækja, verðbólgu og okurvöxtum. Það er heldur ekki bjartsýnn tónn sleginn þegar vextirnir eru annars vegar. Samkvæmt þessum aðilum hækka vextir næst um eina prósentu og þeir taki ekki að lækka fyrr en eftir tæpt ár og verði 6 prósent eftir tvö ár. Verði þetta að veruleika, sem allt bendir til, er um að ræða meiriháttar fjárhagslegt högg fyrir heimili og fyrirtæki. Greiðslubyrði vegna húsnæðislána og vegna verðbólgunnar verður óviðráðanleg víða. Höfum í huga að vaxta og verðbólguhöggið er ekki enn komið fram með fullum þunga á heimilin. Seðlabankinn reynir sitt en vandséð er að hækkun stýrivaxta út í hið óendanlega sé rökrétt svar við getuleysi ríkisstjórnarflokkanna til að draga saman seglin í útgjöldum ríkisins. Sem er bráðnauðsynlegt til að ná tökum á ástandinu. Ríkisvaldið verður að senda skýr skilaboð sem myndi þá mögulega auka bjartsýni hjá þeim aðilum sem nú verða sífellt svartsýnni. Þetta snýst nefnilega mikið um að stjórna væntingum fólks. Í því, sem og verkefninu sjálfu að draga úr ríkisútgjöldum, hefur ríkisstjórnin brugðist fólkinu í landinu. Niðurstaðan verður óhjákvæmilega sú að þessar manngerðu hamfarir halda áfram, með tilheyrandi skaða fyrir alla. Getuleysið í að hemja ríkisútgjöld setur meiri þrýsting á Seðlabankann sem hækkar vexti út í hið óendanlega og launafólk gerir síðan þá eðlilegu kröfu að fá kostnaðinn af verðbólgu og okurvöxtum til baka í næstu samningum. Hætt er við að þeir samningar muni svo aftur auka verðbólgu, kostnaðinum af þeim velt út í verðlag, og spíralinn heldur áfram. Endurtakist eftir þörfum. Íslensk hagsaga í hnotskurn. Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta skrifast á ónýtan gjaldmiðil og verklausa ríkisstjórn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það er ekkert sérstaklega uppörvandi að sjá hvernig tónninn er að breytast hjá þeim sem hafa það að atvinnu að reyna að sjá fyrir vaxta og verðbólguþróun hér á Íslandi. Fyrirsögn á rúv.is á dögunum segir kannski alla söguna „orðnir svartsýnni á þróun verðbólgunnar“. Þessi aukna svartsýni kemur frá hjá forsvarsmönnum banka, lífeyrissjóða og annara fyrirtækja á fjármálamarkaði í könnun sem Seðlabankinn gerði. Þetta er svo sem ekkert undrunarefni í sjálfu sér, hér er einfaldlega ekki verið að stíga nægjanlega markviss skref til að vinna bug á þessum höfuðóvinum íslenskra heimila og fyrirtækja, verðbólgu og okurvöxtum. Það er heldur ekki bjartsýnn tónn sleginn þegar vextirnir eru annars vegar. Samkvæmt þessum aðilum hækka vextir næst um eina prósentu og þeir taki ekki að lækka fyrr en eftir tæpt ár og verði 6 prósent eftir tvö ár. Verði þetta að veruleika, sem allt bendir til, er um að ræða meiriháttar fjárhagslegt högg fyrir heimili og fyrirtæki. Greiðslubyrði vegna húsnæðislána og vegna verðbólgunnar verður óviðráðanleg víða. Höfum í huga að vaxta og verðbólguhöggið er ekki enn komið fram með fullum þunga á heimilin. Seðlabankinn reynir sitt en vandséð er að hækkun stýrivaxta út í hið óendanlega sé rökrétt svar við getuleysi ríkisstjórnarflokkanna til að draga saman seglin í útgjöldum ríkisins. Sem er bráðnauðsynlegt til að ná tökum á ástandinu. Ríkisvaldið verður að senda skýr skilaboð sem myndi þá mögulega auka bjartsýni hjá þeim aðilum sem nú verða sífellt svartsýnni. Þetta snýst nefnilega mikið um að stjórna væntingum fólks. Í því, sem og verkefninu sjálfu að draga úr ríkisútgjöldum, hefur ríkisstjórnin brugðist fólkinu í landinu. Niðurstaðan verður óhjákvæmilega sú að þessar manngerðu hamfarir halda áfram, með tilheyrandi skaða fyrir alla. Getuleysið í að hemja ríkisútgjöld setur meiri þrýsting á Seðlabankann sem hækkar vexti út í hið óendanlega og launafólk gerir síðan þá eðlilegu kröfu að fá kostnaðinn af verðbólgu og okurvöxtum til baka í næstu samningum. Hætt er við að þeir samningar muni svo aftur auka verðbólgu, kostnaðinum af þeim velt út í verðlag, og spíralinn heldur áfram. Endurtakist eftir þörfum. Íslensk hagsaga í hnotskurn. Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta skrifast á ónýtan gjaldmiðil og verklausa ríkisstjórn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun