Tíminn læknar ekki öll sár Arnar Sveinn Geirsson skrifar 18. maí 2023 12:31 Þetta sár hefur kennt mér svo margt og þroskað mig á svo marga vegu. Ég þurfti að læra að lifa með þessu sári, skilja það og samþykkja það. Átta mig á því að því meira sem ég barðist á móti, því verra varð það. Nokkrum dögum áður en mamma dó fékk ég að gista hjá Þorleifi, bróður mömmu, sem ég hef alla tíð litið mikið upp til. Við keyptum okkur kjúklingavængi og spiluðum Championship Manager fram á nótt – ansi spennandi fyrir ungan dreng. Um nóttina dreymdi mig draum, sem Þorleifur hvatti mig svo til þess að skrifa niður svo að ég myndi ekki gleyma honum. Ég endaði á því að skrifa hann niður á servíettu þar sem ég fann ekkert blað. Hér er smá bútur af því sem ég skrifaði: „Hún kemur til mín í draumnum og segir mér að allt sé í lagi og allt muni vera í lagi. Hún segir að hún muni passa mig, og vaka yfir mér. Þetta var samt ekki einn af þessum venjulegu draumum. Málið var, að hún sjálf var þarna. Þetta var hún að segja mér þetta, hún sjálf.“ Í dag er ég viss um að hún hefur passað mig öll þessi ár, með einum eða öðrum hætti. Passað mig með því að elska mig skilyrðislaust á meðan hún var á lífi. Með því að sýna mér hvað jákvætt hugarfar er mikilvægt og öflugt í hæðum og lægðum lífsins. Með því að gefa af sér og hjálpa öðrum fram á síðasta dag – ókunnugu fólki sem í gegnum tíðina hefur komið til mín og látið mig vita hvað hún gaf þeim mikið. Og svo trúi ég því að orkan hennar lifi, í kringum mig og í kringum alla aðra sem hún elskaði. Þetta sár þarf ekki að gróa. Það er allt of mikið af kærleika, ást, minningum og lærdómi í því svo að það megi eða þurfi að gróa. Í staðinn hef ég lært að lifa með því – og er enn að læra. Og það er svo margt fallegt sem hefur komið til mín í staðinn. Lífið í allri sinni mynd, með öllum þeim tilfinningum sem því fylgir. Með sömu lokaorðum og eru á servíettunni góðu, „Love you mamma, þinn Assa.“ Höfundur er mannauðsstjóri og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta sár hefur kennt mér svo margt og þroskað mig á svo marga vegu. Ég þurfti að læra að lifa með þessu sári, skilja það og samþykkja það. Átta mig á því að því meira sem ég barðist á móti, því verra varð það. Nokkrum dögum áður en mamma dó fékk ég að gista hjá Þorleifi, bróður mömmu, sem ég hef alla tíð litið mikið upp til. Við keyptum okkur kjúklingavængi og spiluðum Championship Manager fram á nótt – ansi spennandi fyrir ungan dreng. Um nóttina dreymdi mig draum, sem Þorleifur hvatti mig svo til þess að skrifa niður svo að ég myndi ekki gleyma honum. Ég endaði á því að skrifa hann niður á servíettu þar sem ég fann ekkert blað. Hér er smá bútur af því sem ég skrifaði: „Hún kemur til mín í draumnum og segir mér að allt sé í lagi og allt muni vera í lagi. Hún segir að hún muni passa mig, og vaka yfir mér. Þetta var samt ekki einn af þessum venjulegu draumum. Málið var, að hún sjálf var þarna. Þetta var hún að segja mér þetta, hún sjálf.“ Í dag er ég viss um að hún hefur passað mig öll þessi ár, með einum eða öðrum hætti. Passað mig með því að elska mig skilyrðislaust á meðan hún var á lífi. Með því að sýna mér hvað jákvætt hugarfar er mikilvægt og öflugt í hæðum og lægðum lífsins. Með því að gefa af sér og hjálpa öðrum fram á síðasta dag – ókunnugu fólki sem í gegnum tíðina hefur komið til mín og látið mig vita hvað hún gaf þeim mikið. Og svo trúi ég því að orkan hennar lifi, í kringum mig og í kringum alla aðra sem hún elskaði. Þetta sár þarf ekki að gróa. Það er allt of mikið af kærleika, ást, minningum og lærdómi í því svo að það megi eða þurfi að gróa. Í staðinn hef ég lært að lifa með því – og er enn að læra. Og það er svo margt fallegt sem hefur komið til mín í staðinn. Lífið í allri sinni mynd, með öllum þeim tilfinningum sem því fylgir. Með sömu lokaorðum og eru á servíettunni góðu, „Love you mamma, þinn Assa.“ Höfundur er mannauðsstjóri og fyrirlesari.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun