Rússíbaninn á húsnæðismarkaði Ólafur Margeirsson skrifar 18. maí 2023 11:01 Í mars síðastliðnum varaði ég við samdrætti í íbúðabyggingu, sjá m.a. hér. Nú eru fleiri að benda á sama vandamál bæði á Íslandi sem og annars staðar í Evrópu. Sjá t.d. hér, hér og hér. Víða er vandamálið að ekki má byggja vegna reglna um nýtingu lands ("zoning laws") sem hindra að t.d. illa nýttum skrifstofubyggingum eða bílastæðum sé breytt í íbúðarhúsnæði að hluta eða heild. Samhliða því hefur þrýstingur á hrávöruverð og launakostnað ýtt byggingarkostnaði upp á við. Vaxtahækkanir seðlabanka hafa svo sett þrýsting á íbúðaverð og fjármagnskostnað byggingarverktaka. Ekkert af þessu er að ýta undir aukið byggingarmagn. Þess vegna er byggingarmagn að dragast saman svo víða. Það er svo sérstaklega vandamál á Íslandi að lítill áhugi er fyrir því meðal lífeyrissjóða að koma að leigumarkaði en það gera viðlíkar þeirra víða í Evrópu. Brotthvarf Heimstaden frá Íslandi er mikil synd, þar slokknar góð von um betri, stærri og þroskaðri leigumarkað. Á sama tíma er skiljanlegt að íslenskir lífeyrissjóðir vilji ekki koma að leigumarkaði eins og orðræðan um hann er. Þá vantar miklu betra og þróaðra regluverk utan um markaðinn en besta dæmið sem ég þekki um slíkt er frá Sviss þar sem rúmlega helmingur landsmanna býr í leiguhúsnæði. Og það er m.a. stór og þroskaður leigumarkaður sem ýtir undir efnahagslegan stöðugleika í Sviss. Það er því miður augljóst að þrýstingur á leiguverð verður áfram til staðar ef skortur á leiguíbúðum heldur áfram. Aðkoma stærri fjárfesta er lykill í því að byggja fleiri íbúðir þar sem skalahagkvæmni er notuð til að halda byggingar- og fjármagnskostnaði niðri. Aukið framboð af leiguhúsnæði leysir svo stóran hluta verðbólguvandans, fyrir utan öll hin samfélagslegu vandamálin sem húsnæðisskortur leiðir af sér. Aðkoma stjórnvalda í formi þess að setja upp og þróa almennilegt regluverk í kringum leigumarkað, sérstaklega þegar kemur að því að auðvelda stærri fjárfestum að fjárfesta á leigumarkaði (byggja til að leigja), væri stórt skref í átt að auknu framboði af húsnæði. Umræða um hvernig það má gera fór fram í október síðastliðnum þar sem m.a. fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga og lífeyrissjóða voru. Á sama tíma verða sveitarfélög að auðvelda fólki að breyta byggingum, þ.m.t. bílastæðum, hafi það áhuga á því. Að gera fólki erfitt fyrir þegar kemur að bættri landnýtingu leysir ekki húsnæðisvandann. Ef þetta gerist ekki höldum við bara áfram að vera í þessum rússíbana með tilheyrandi efnahagslegum óstöðugleika. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Í mars síðastliðnum varaði ég við samdrætti í íbúðabyggingu, sjá m.a. hér. Nú eru fleiri að benda á sama vandamál bæði á Íslandi sem og annars staðar í Evrópu. Sjá t.d. hér, hér og hér. Víða er vandamálið að ekki má byggja vegna reglna um nýtingu lands ("zoning laws") sem hindra að t.d. illa nýttum skrifstofubyggingum eða bílastæðum sé breytt í íbúðarhúsnæði að hluta eða heild. Samhliða því hefur þrýstingur á hrávöruverð og launakostnað ýtt byggingarkostnaði upp á við. Vaxtahækkanir seðlabanka hafa svo sett þrýsting á íbúðaverð og fjármagnskostnað byggingarverktaka. Ekkert af þessu er að ýta undir aukið byggingarmagn. Þess vegna er byggingarmagn að dragast saman svo víða. Það er svo sérstaklega vandamál á Íslandi að lítill áhugi er fyrir því meðal lífeyrissjóða að koma að leigumarkaði en það gera viðlíkar þeirra víða í Evrópu. Brotthvarf Heimstaden frá Íslandi er mikil synd, þar slokknar góð von um betri, stærri og þroskaðri leigumarkað. Á sama tíma er skiljanlegt að íslenskir lífeyrissjóðir vilji ekki koma að leigumarkaði eins og orðræðan um hann er. Þá vantar miklu betra og þróaðra regluverk utan um markaðinn en besta dæmið sem ég þekki um slíkt er frá Sviss þar sem rúmlega helmingur landsmanna býr í leiguhúsnæði. Og það er m.a. stór og þroskaður leigumarkaður sem ýtir undir efnahagslegan stöðugleika í Sviss. Það er því miður augljóst að þrýstingur á leiguverð verður áfram til staðar ef skortur á leiguíbúðum heldur áfram. Aðkoma stærri fjárfesta er lykill í því að byggja fleiri íbúðir þar sem skalahagkvæmni er notuð til að halda byggingar- og fjármagnskostnaði niðri. Aukið framboð af leiguhúsnæði leysir svo stóran hluta verðbólguvandans, fyrir utan öll hin samfélagslegu vandamálin sem húsnæðisskortur leiðir af sér. Aðkoma stjórnvalda í formi þess að setja upp og þróa almennilegt regluverk í kringum leigumarkað, sérstaklega þegar kemur að því að auðvelda stærri fjárfestum að fjárfesta á leigumarkaði (byggja til að leigja), væri stórt skref í átt að auknu framboði af húsnæði. Umræða um hvernig það má gera fór fram í október síðastliðnum þar sem m.a. fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga og lífeyrissjóða voru. Á sama tíma verða sveitarfélög að auðvelda fólki að breyta byggingum, þ.m.t. bílastæðum, hafi það áhuga á því. Að gera fólki erfitt fyrir þegar kemur að bættri landnýtingu leysir ekki húsnæðisvandann. Ef þetta gerist ekki höldum við bara áfram að vera í þessum rússíbana með tilheyrandi efnahagslegum óstöðugleika. Höfundur er hagfræðingur.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun