Að berjast við vindmyllur Hólmfríður Árnadóttir og Linda Björk Pálmadóttir skrifa 15. maí 2023 08:30 Vald býr í orðum og orð ber að nota af ábyrgð og varkárni. Á það sérstaklega við hjá kjörnum fulltrúum sem vinna í þágu fólksins. Það er ekki hægt að segja að ábyrg og vel upplýst umræða hafi verið höfð að leiðarljósi hjá ákveðnum kjörnum fulltrúum undanfarið í garð flóttafólks og fólks sem leitar hér alþjóðlegrar verndar. Að kjörnir fulltrúar ríkis og sveitarfélaga leyfi sér að fara fram með villandi upplýsingar og sögusagnir að vopni þegar kemur að málefnum þessara hópa er algjörlega óboðlegt. Kjörnum fulltrúum ber að kynna sér málin faglega og ræða út frá staðreyndum. Enda starfa þeir eftir lögum og siðareglum kjörinna fulltrúa og eiga að gæta háttvísi og almannahagsmuna í hvívetna. Einnig ber okkur samkvæmt lögum um málefni innflytjenda, (nr. 116/2012) að stuðla að samfélagi þar sem öll geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Innan þessa lagaramma kemur auk þess skýrt fram að upplýsingum um málefni innflytjenda skal miðlað án fordóma. Málflutningur sem byggir á upplýsingaóreiðu gagnvart minnihlutahópum sem þurfa oftar en ekki að berjast fyrir sinni tilvist getur haft slæmar afleiðingar í för með sér og jafnvel ýtt undir frekari fordóma og neikvæða þjóðernishyggju í samfélaginu. Vissulega eru mörg krefjandi verkefni hér á Suðurnesjum en það er til fyrirmyndar hvernig Reykjanesbær, og þær stofnanir sem hér eru, hafa staðið að móttöku flóttafólks og innflytjenda almennt, öðrum sveitarfélögum til eftirbreytni. Enda hrekur forsvarsfólk bæjarfélagsins og stofnana þessar flökkusögur auðveldlega með staðreyndum og þekkingu sinni á málefninu. Þá er sveitarfélögum sem taka á móti flóttafólki og fólki í leit að alþjóðlegri vernd sífellt að fjölga sem er mikið réttlætismál þegar kemur að móttöku þessara hópa. Nú þegar innflytjendur eru um 30% íbúa hér á Suðurnesjum er enn ríkari ástæða til að gera vel og vinna áfram að inngildingu og samlögun okkar allra, í því felst mikill menningarauður. Okkur ber samfélagsleg skylda til að taka vel á móti og hlúa að öllu því fólki sem hingað kemur og bjóða það velkomið í okkar samfélag. Það er fullkomlega eðlilegt að það taki fólk tíma að kynnast og samlagast íslenskri menningu, sérstaklega hjá fólki sem hefur alist upp á fjarlægum slóðum. Sum hafa jafnvel aldrei séð sundlaug og það er gott að hafa í huga að sundlaugamenningar eru ólíkar eftir því hvar þú ert í heiminum og svona mætti lengi telja. Okkar hlutverk er að sýna fólki af erlendum uppruna þolinmæði og umburðarlyndi, þannig hjálpum við því að kynnast gildum íslensks samfélags. Það er gott að hugsa hvernig við viljum láta koma fram við okkur þegar við flytjum erlendis. Ekki viljum við að neikvætt fordómafullt viðmót mæti okkar unga fólki sem fer erlendis í nám, sem skiptinemar eða einfaldlega til að prófa eitthvað nýtt. Hvað þá þeim hópi sem flyst búferlum í von um betri tíð í öðru landi. Þegar upp er staðið erum við ekkert ólík öðrum, við erum fjölbreytt flóra fólks með allskonar langanir, áhugamál og styrkleika alveg eins og hver annar jarðarbúi. Heimsmyndin er breytt og það hefur gerst á ógnarhraða. Það er ekki langt síðan við eyjaskeggjar lengst norður í Atlantshafi vorum einsleitt samfélag en í dag erum við fjölmenningarsamfélag þar sem ólík menning þrífst og sú fjölbreytni hefur glætt íslenskt samfélag enn meira lífi og auðgað íslenska menningu. Oft finnst okkur sem stöndum fyrir upplýstri umræðu eins og við séum að berjast við vindmyllur knúnar af útlendingaandúð, hræðslu, vanþekkingu og fordómum. Það verður að stíga næstu skref svo hægt sé að skapa málefnalega og upplýsta umræðu byggða á faglegri þekkingu. Við þurfum rannsóknir á málefnum fólks af erlendum uppruna og við þurfum að hlusta á sérfræðinga og fólk með þekkingu og reynslu af því að vera innflytjendur eða flóttafólk. Það er skýlaus krafa að kjörnir fulltrúar og auðvitað við öll byggjum málflutning okkar á staðreyndum, rannsóknum og sérfræðiþekkingu. Stöndum saman og verndum viðkvæma hópa sem hingað koma í leit að friði, skjóli og mannsæmandi lífi. Hjálpumst að við að gera daga þeirra bærilega þrátt fyrir áföll, sárar minningar og söknuð til heimalands, ættingja, vina og heimilis. Fræðum unga fólkið okkar um mismunandi menningarheima, sýnum gott fordæmi og komum fram eins og við viljum láta koma fram við okkur. Hólmfríður er menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags VG á Suðurnesjum. Linda er félagsfræðingur og stjórnarkona Svæðisfélags VG á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hólmfríður Árnadóttir Vinstri græn Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Vald býr í orðum og orð ber að nota af ábyrgð og varkárni. Á það sérstaklega við hjá kjörnum fulltrúum sem vinna í þágu fólksins. Það er ekki hægt að segja að ábyrg og vel upplýst umræða hafi verið höfð að leiðarljósi hjá ákveðnum kjörnum fulltrúum undanfarið í garð flóttafólks og fólks sem leitar hér alþjóðlegrar verndar. Að kjörnir fulltrúar ríkis og sveitarfélaga leyfi sér að fara fram með villandi upplýsingar og sögusagnir að vopni þegar kemur að málefnum þessara hópa er algjörlega óboðlegt. Kjörnum fulltrúum ber að kynna sér málin faglega og ræða út frá staðreyndum. Enda starfa þeir eftir lögum og siðareglum kjörinna fulltrúa og eiga að gæta háttvísi og almannahagsmuna í hvívetna. Einnig ber okkur samkvæmt lögum um málefni innflytjenda, (nr. 116/2012) að stuðla að samfélagi þar sem öll geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Innan þessa lagaramma kemur auk þess skýrt fram að upplýsingum um málefni innflytjenda skal miðlað án fordóma. Málflutningur sem byggir á upplýsingaóreiðu gagnvart minnihlutahópum sem þurfa oftar en ekki að berjast fyrir sinni tilvist getur haft slæmar afleiðingar í för með sér og jafnvel ýtt undir frekari fordóma og neikvæða þjóðernishyggju í samfélaginu. Vissulega eru mörg krefjandi verkefni hér á Suðurnesjum en það er til fyrirmyndar hvernig Reykjanesbær, og þær stofnanir sem hér eru, hafa staðið að móttöku flóttafólks og innflytjenda almennt, öðrum sveitarfélögum til eftirbreytni. Enda hrekur forsvarsfólk bæjarfélagsins og stofnana þessar flökkusögur auðveldlega með staðreyndum og þekkingu sinni á málefninu. Þá er sveitarfélögum sem taka á móti flóttafólki og fólki í leit að alþjóðlegri vernd sífellt að fjölga sem er mikið réttlætismál þegar kemur að móttöku þessara hópa. Nú þegar innflytjendur eru um 30% íbúa hér á Suðurnesjum er enn ríkari ástæða til að gera vel og vinna áfram að inngildingu og samlögun okkar allra, í því felst mikill menningarauður. Okkur ber samfélagsleg skylda til að taka vel á móti og hlúa að öllu því fólki sem hingað kemur og bjóða það velkomið í okkar samfélag. Það er fullkomlega eðlilegt að það taki fólk tíma að kynnast og samlagast íslenskri menningu, sérstaklega hjá fólki sem hefur alist upp á fjarlægum slóðum. Sum hafa jafnvel aldrei séð sundlaug og það er gott að hafa í huga að sundlaugamenningar eru ólíkar eftir því hvar þú ert í heiminum og svona mætti lengi telja. Okkar hlutverk er að sýna fólki af erlendum uppruna þolinmæði og umburðarlyndi, þannig hjálpum við því að kynnast gildum íslensks samfélags. Það er gott að hugsa hvernig við viljum láta koma fram við okkur þegar við flytjum erlendis. Ekki viljum við að neikvætt fordómafullt viðmót mæti okkar unga fólki sem fer erlendis í nám, sem skiptinemar eða einfaldlega til að prófa eitthvað nýtt. Hvað þá þeim hópi sem flyst búferlum í von um betri tíð í öðru landi. Þegar upp er staðið erum við ekkert ólík öðrum, við erum fjölbreytt flóra fólks með allskonar langanir, áhugamál og styrkleika alveg eins og hver annar jarðarbúi. Heimsmyndin er breytt og það hefur gerst á ógnarhraða. Það er ekki langt síðan við eyjaskeggjar lengst norður í Atlantshafi vorum einsleitt samfélag en í dag erum við fjölmenningarsamfélag þar sem ólík menning þrífst og sú fjölbreytni hefur glætt íslenskt samfélag enn meira lífi og auðgað íslenska menningu. Oft finnst okkur sem stöndum fyrir upplýstri umræðu eins og við séum að berjast við vindmyllur knúnar af útlendingaandúð, hræðslu, vanþekkingu og fordómum. Það verður að stíga næstu skref svo hægt sé að skapa málefnalega og upplýsta umræðu byggða á faglegri þekkingu. Við þurfum rannsóknir á málefnum fólks af erlendum uppruna og við þurfum að hlusta á sérfræðinga og fólk með þekkingu og reynslu af því að vera innflytjendur eða flóttafólk. Það er skýlaus krafa að kjörnir fulltrúar og auðvitað við öll byggjum málflutning okkar á staðreyndum, rannsóknum og sérfræðiþekkingu. Stöndum saman og verndum viðkvæma hópa sem hingað koma í leit að friði, skjóli og mannsæmandi lífi. Hjálpumst að við að gera daga þeirra bærilega þrátt fyrir áföll, sárar minningar og söknuð til heimalands, ættingja, vina og heimilis. Fræðum unga fólkið okkar um mismunandi menningarheima, sýnum gott fordæmi og komum fram eins og við viljum láta koma fram við okkur. Hólmfríður er menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags VG á Suðurnesjum. Linda er félagsfræðingur og stjórnarkona Svæðisfélags VG á Suðurnesjum.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun