Djammbannið var löglegt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. maí 2023 16:28 Austurátt ehf höfðaði málið vegna lokunar The English Pub Hanna Landsréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfum eigenda skemmtistaðarins The English Pub. Eigendurnir höfðu krafist skaðabóta vegna fjártjóns af völdum lokunar í covid-faraldrinum. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 14. janúar árið 2022. Eigendur skemmtistaðarins, félagið Austurátt ehf, höfðaði málið í febrúarmánuði árið 2021. Kröfðust þeir viðurkenningar á skaðabótaábyrgð ríkisins vegna lokana í samkomubanni. Ekkert hafi réttlætt það að veitingastaðaeigendur hafi mátt hafa opið, með takmörkunum þó, en skemmtistaðaeigendum gert að loka alfarið í fjóra mánuði. Að mati Auðar Bjargar Jónsdóttur lögmanns Austuráttar hafi meðalhófs ekki verið gætt í málinu né jafnræðisregla stjórnarskrárinnar virt. Í þágildandi sóttvarnarlögum hafi ekki verið minnst á heimild til að skerða atvinnufrelsi eða loka einkareknum fyrirtækjum. Lokanirnar voru gerðar vorið og haustið árið 2020. Samkvæmt Þórólfi Guðnasyni þáverandi sóttvarnarlækni voru skemmtistaðirnir þungamiðja smita á þeim tíma. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var vitni í málinuVilhelm Gunnarsson Þórólfur var vitni í málinu og sagði að viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda hefðu tekið mið af viðbrögðum í öðrum löndum og samráð hefði verið haft. Þegar veiran hefði borist til landsins eftir skíðaferðalög fólks til Austurríkis hefði komið í ljós að fjöldi smita tengdist skemmtistöðum. Ekki sýnt fram á umfang taps Í óröskuðum héraðsdómi sagði að í ljósi þess hversu útbreidd smit voru í samfélaginu á þessum tíma telji dómurinn ekki unnt að slá því föstu að ákvarðanir ráðherra um að loka krám og skemmtistöðum hafi gengið lengra en nauðsynlegt var. Þá hafi ríkið stofnað til ýmis konar úrræða fyrir fyrirtæki sem þurftu að loka dyrum sínum fyrir viðskiptavinum. Þá hafi Austurátt ekki brugðist við ítrekuðum áskorunum um að upplýsa um nánara umfang taps, það er fjárhæðir, og þá aðstoð sem félagið hefur fengið. „Þá telur dómurinn jafnframt að meta verði aðgerðir stefnda í ljósi þess að með þeim var ekki aðeins stefnt að því að vernda líf og heilsu almennings hér á landi heldur var þeim einnig ætlað að hafa hemil á frekari samfélagslegum áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 sem kom upp skjótt og breiddist hratt út,“ segir í dómnum. „Af þessum sökum verður ekki fallist á málatilbúnað stefnanda um að þær opinberu sóttvarnaaðgerðir stefnda að loka krám og skemmtistöð um á umræddu tímabili hafi ekki samræmst meðalhófsreglu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Næturlíf Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42 Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 14. janúar árið 2022. Eigendur skemmtistaðarins, félagið Austurátt ehf, höfðaði málið í febrúarmánuði árið 2021. Kröfðust þeir viðurkenningar á skaðabótaábyrgð ríkisins vegna lokana í samkomubanni. Ekkert hafi réttlætt það að veitingastaðaeigendur hafi mátt hafa opið, með takmörkunum þó, en skemmtistaðaeigendum gert að loka alfarið í fjóra mánuði. Að mati Auðar Bjargar Jónsdóttur lögmanns Austuráttar hafi meðalhófs ekki verið gætt í málinu né jafnræðisregla stjórnarskrárinnar virt. Í þágildandi sóttvarnarlögum hafi ekki verið minnst á heimild til að skerða atvinnufrelsi eða loka einkareknum fyrirtækjum. Lokanirnar voru gerðar vorið og haustið árið 2020. Samkvæmt Þórólfi Guðnasyni þáverandi sóttvarnarlækni voru skemmtistaðirnir þungamiðja smita á þeim tíma. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var vitni í málinuVilhelm Gunnarsson Þórólfur var vitni í málinu og sagði að viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda hefðu tekið mið af viðbrögðum í öðrum löndum og samráð hefði verið haft. Þegar veiran hefði borist til landsins eftir skíðaferðalög fólks til Austurríkis hefði komið í ljós að fjöldi smita tengdist skemmtistöðum. Ekki sýnt fram á umfang taps Í óröskuðum héraðsdómi sagði að í ljósi þess hversu útbreidd smit voru í samfélaginu á þessum tíma telji dómurinn ekki unnt að slá því föstu að ákvarðanir ráðherra um að loka krám og skemmtistöðum hafi gengið lengra en nauðsynlegt var. Þá hafi ríkið stofnað til ýmis konar úrræða fyrir fyrirtæki sem þurftu að loka dyrum sínum fyrir viðskiptavinum. Þá hafi Austurátt ekki brugðist við ítrekuðum áskorunum um að upplýsa um nánara umfang taps, það er fjárhæðir, og þá aðstoð sem félagið hefur fengið. „Þá telur dómurinn jafnframt að meta verði aðgerðir stefnda í ljósi þess að með þeim var ekki aðeins stefnt að því að vernda líf og heilsu almennings hér á landi heldur var þeim einnig ætlað að hafa hemil á frekari samfélagslegum áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 sem kom upp skjótt og breiddist hratt út,“ segir í dómnum. „Af þessum sökum verður ekki fallist á málatilbúnað stefnanda um að þær opinberu sóttvarnaaðgerðir stefnda að loka krám og skemmtistöð um á umræddu tímabili hafi ekki samræmst meðalhófsreglu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Næturlíf Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42 Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42
Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27