Djammbannið var löglegt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. maí 2023 16:28 Austurátt ehf höfðaði málið vegna lokunar The English Pub Hanna Landsréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfum eigenda skemmtistaðarins The English Pub. Eigendurnir höfðu krafist skaðabóta vegna fjártjóns af völdum lokunar í covid-faraldrinum. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 14. janúar árið 2022. Eigendur skemmtistaðarins, félagið Austurátt ehf, höfðaði málið í febrúarmánuði árið 2021. Kröfðust þeir viðurkenningar á skaðabótaábyrgð ríkisins vegna lokana í samkomubanni. Ekkert hafi réttlætt það að veitingastaðaeigendur hafi mátt hafa opið, með takmörkunum þó, en skemmtistaðaeigendum gert að loka alfarið í fjóra mánuði. Að mati Auðar Bjargar Jónsdóttur lögmanns Austuráttar hafi meðalhófs ekki verið gætt í málinu né jafnræðisregla stjórnarskrárinnar virt. Í þágildandi sóttvarnarlögum hafi ekki verið minnst á heimild til að skerða atvinnufrelsi eða loka einkareknum fyrirtækjum. Lokanirnar voru gerðar vorið og haustið árið 2020. Samkvæmt Þórólfi Guðnasyni þáverandi sóttvarnarlækni voru skemmtistaðirnir þungamiðja smita á þeim tíma. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var vitni í málinuVilhelm Gunnarsson Þórólfur var vitni í málinu og sagði að viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda hefðu tekið mið af viðbrögðum í öðrum löndum og samráð hefði verið haft. Þegar veiran hefði borist til landsins eftir skíðaferðalög fólks til Austurríkis hefði komið í ljós að fjöldi smita tengdist skemmtistöðum. Ekki sýnt fram á umfang taps Í óröskuðum héraðsdómi sagði að í ljósi þess hversu útbreidd smit voru í samfélaginu á þessum tíma telji dómurinn ekki unnt að slá því föstu að ákvarðanir ráðherra um að loka krám og skemmtistöðum hafi gengið lengra en nauðsynlegt var. Þá hafi ríkið stofnað til ýmis konar úrræða fyrir fyrirtæki sem þurftu að loka dyrum sínum fyrir viðskiptavinum. Þá hafi Austurátt ekki brugðist við ítrekuðum áskorunum um að upplýsa um nánara umfang taps, það er fjárhæðir, og þá aðstoð sem félagið hefur fengið. „Þá telur dómurinn jafnframt að meta verði aðgerðir stefnda í ljósi þess að með þeim var ekki aðeins stefnt að því að vernda líf og heilsu almennings hér á landi heldur var þeim einnig ætlað að hafa hemil á frekari samfélagslegum áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 sem kom upp skjótt og breiddist hratt út,“ segir í dómnum. „Af þessum sökum verður ekki fallist á málatilbúnað stefnanda um að þær opinberu sóttvarnaaðgerðir stefnda að loka krám og skemmtistöð um á umræddu tímabili hafi ekki samræmst meðalhófsreglu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Næturlíf Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42 Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 14. janúar árið 2022. Eigendur skemmtistaðarins, félagið Austurátt ehf, höfðaði málið í febrúarmánuði árið 2021. Kröfðust þeir viðurkenningar á skaðabótaábyrgð ríkisins vegna lokana í samkomubanni. Ekkert hafi réttlætt það að veitingastaðaeigendur hafi mátt hafa opið, með takmörkunum þó, en skemmtistaðaeigendum gert að loka alfarið í fjóra mánuði. Að mati Auðar Bjargar Jónsdóttur lögmanns Austuráttar hafi meðalhófs ekki verið gætt í málinu né jafnræðisregla stjórnarskrárinnar virt. Í þágildandi sóttvarnarlögum hafi ekki verið minnst á heimild til að skerða atvinnufrelsi eða loka einkareknum fyrirtækjum. Lokanirnar voru gerðar vorið og haustið árið 2020. Samkvæmt Þórólfi Guðnasyni þáverandi sóttvarnarlækni voru skemmtistaðirnir þungamiðja smita á þeim tíma. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var vitni í málinuVilhelm Gunnarsson Þórólfur var vitni í málinu og sagði að viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda hefðu tekið mið af viðbrögðum í öðrum löndum og samráð hefði verið haft. Þegar veiran hefði borist til landsins eftir skíðaferðalög fólks til Austurríkis hefði komið í ljós að fjöldi smita tengdist skemmtistöðum. Ekki sýnt fram á umfang taps Í óröskuðum héraðsdómi sagði að í ljósi þess hversu útbreidd smit voru í samfélaginu á þessum tíma telji dómurinn ekki unnt að slá því föstu að ákvarðanir ráðherra um að loka krám og skemmtistöðum hafi gengið lengra en nauðsynlegt var. Þá hafi ríkið stofnað til ýmis konar úrræða fyrir fyrirtæki sem þurftu að loka dyrum sínum fyrir viðskiptavinum. Þá hafi Austurátt ekki brugðist við ítrekuðum áskorunum um að upplýsa um nánara umfang taps, það er fjárhæðir, og þá aðstoð sem félagið hefur fengið. „Þá telur dómurinn jafnframt að meta verði aðgerðir stefnda í ljósi þess að með þeim var ekki aðeins stefnt að því að vernda líf og heilsu almennings hér á landi heldur var þeim einnig ætlað að hafa hemil á frekari samfélagslegum áhrifum heimsfaraldurs COVID-19 sem kom upp skjótt og breiddist hratt út,“ segir í dómnum. „Af þessum sökum verður ekki fallist á málatilbúnað stefnanda um að þær opinberu sóttvarnaaðgerðir stefnda að loka krám og skemmtistöð um á umræddu tímabili hafi ekki samræmst meðalhófsreglu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Næturlíf Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42 Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Ríkið ekki skaðabótaskylt vegna djammbanns Hið opinbera er ekki skaðabótaskylt vegna lokunar skemmtistaða og bara hér á landi sökum faraldurs kórónuveirunnar. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem opinberuð var í dag en í úrskurðinum segir meðal annars að smit þrjú þúsund þeirra sextán þúsund sem smituðust í fjórðu bylgjunni hafi mátt rekja til eins skemmtistaðar. 14. janúar 2022 22:42
Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent