Google kynnti langlokusíma, gervigreind og fleira Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2023 16:02 Pixel Fold is er fyrsti langlokusími Google. AP/Jeff Chiu Forsvarsmenn Google kynntu í gær fyrsta langlokusíma fyrirtækisins, nýjan Pixel síma og sömuleiðis nýja spjaldtölvu. Þá var kynnt nýtt Android stýrikerfi sem notað er í fjölmörgum snjallsímum og spjaldtölvum í heiminum. Kynning fyrirtækisins í gær snerist þar að auki að miklu leyti um gervigreind og spjallþjarka eins og Bard. Hér að neðan er stiklað á stóru yfir hvað kynnt var í gær. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar á vef Google. Pixel Fold er nýr sími frá Google sem er samanbrjótanlegur, svokallaður langlokusími. Ytri skjár símans er 5,8 tommur en ef hann er opnaður er þar 7,6 tommu skjár. Þetta er fyrsti langlokusími Google en samkvæmt netverslun fyrirtækisins kostar hann 1.799 dali. Það samsvarar um 250 þúsund krónum. Google kynnti einnig Pixel 7A sem er ódýrari útgáfa af Pixel 7. Hann kostar 499 dali, sem samsvarar um sjötíu þúsund krónum. Pixel Tablet byggir á nýrri hönnun og er sérstaklega þróuð til að stýra snjallvæddum heimilum. Skjár spjaldtölvunnar er ellefu tommur og rafhlaða hennar dugir í allt að tólf klukkustundir. Hún kostar 499 dali en það samsvarar um sjötíu þúsund krónum. Auk nýrra tækja fengu áhorfendur á kynningunni að sjá nýjar vendingar í þróun gervigreindar og svokallaðra mállíkana. Google er í mikilli samkeppni við Microsoft um þróun gervigreinda og hvernig innleiða megi þær í leitarvélar fyrirtækjanna. Sjá einnig: Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Þá var kynnt hvernig starfsmenn Google hafa unnið að því að tengja gervigreind við myndvinnslu fyrirtækisins, sem á meðal annars að gera notendum kleift að breyta myndum með lítilli fyrirhöfn. Hér að neðan má svo sjá samantekt Google yfir það helsta sem kynnt var á kynningunni í gær. Google Tækni Gervigreind Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hér að neðan er stiklað á stóru yfir hvað kynnt var í gær. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar á vef Google. Pixel Fold er nýr sími frá Google sem er samanbrjótanlegur, svokallaður langlokusími. Ytri skjár símans er 5,8 tommur en ef hann er opnaður er þar 7,6 tommu skjár. Þetta er fyrsti langlokusími Google en samkvæmt netverslun fyrirtækisins kostar hann 1.799 dali. Það samsvarar um 250 þúsund krónum. Google kynnti einnig Pixel 7A sem er ódýrari útgáfa af Pixel 7. Hann kostar 499 dali, sem samsvarar um sjötíu þúsund krónum. Pixel Tablet byggir á nýrri hönnun og er sérstaklega þróuð til að stýra snjallvæddum heimilum. Skjár spjaldtölvunnar er ellefu tommur og rafhlaða hennar dugir í allt að tólf klukkustundir. Hún kostar 499 dali en það samsvarar um sjötíu þúsund krónum. Auk nýrra tækja fengu áhorfendur á kynningunni að sjá nýjar vendingar í þróun gervigreindar og svokallaðra mállíkana. Google er í mikilli samkeppni við Microsoft um þróun gervigreinda og hvernig innleiða megi þær í leitarvélar fyrirtækjanna. Sjá einnig: Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Þá var kynnt hvernig starfsmenn Google hafa unnið að því að tengja gervigreind við myndvinnslu fyrirtækisins, sem á meðal annars að gera notendum kleift að breyta myndum með lítilli fyrirhöfn. Hér að neðan má svo sjá samantekt Google yfir það helsta sem kynnt var á kynningunni í gær.
Google Tækni Gervigreind Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira