Frekir, tengdir og ríkir fram fyrir röð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 11. maí 2023 08:00 Nýlega hitti ég konu sem sagði mér frá dóttur sinni sem greindist með ADD fyrir rúmu ári. Dóttir hennar bíður enn eftir að komast að hjá geðheilsuteyminu. Önnur kona sagði mér frá syni sínum sem þarf aðstoð talmeinafræðings. Biðlistinn eftir aðstoð fyrir hann er tvö til fjögur ár. Sú bið mun hafa áhrif á líðan stráksins drjúgan hluta skólagöngu hans. Enn önnur kona sagði mér frá aldraðri móður hennar sem kemst ekki á hjúkrunarheimili heldur fer reglulega inn á Landspítala en er svo send heim um leið og færi gefst. Dóttirin veitir mömmu sinni þá aðstoð sem heilbrigðiskerfið gerir ekki. Saga þessara þriggja kvenna er spegill á stöðu heilbrigðiskerfisins. Þessi veruleiki biðlista fólksins sem þarfnast heilbrigðisþjónustu. Það á að byggja hús, en hvað svo? Ríkisstjórnin kynnti nýlega nokkuð það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Ofboðslega stórt nafn um að byggja nýtt hús. Allir eru sammála um að byggja þurfi nýjan Landspítala. En við þekkjum öll hvað verður um hús sem byggð eru á sandi. Það þarf pólítíska forystu og heildarsýn í heilbrigðismálum því annars mega metnaðarfullar byggingar sín lítils. Steinsteypan ein og sér leysir ekki úr þeim alvarlega vanda að fólk sem þarf til heimilislæknis á höfuðborgarsvæðinu getur fengið næsta lausa tíma í september eða að á landsbyggðinni séu svæði sem er útlit fyrir að verði heimilislæknislaus með öllu. Húsið sjálft mun ekki heldur leysa þá stöðu að amma og afi liggi inni á Landspítala því hjúkrunarrými eru einfaldlega ekki til. Og ekki heldur leysa þá erfiðu stöðu að börn dúsa á biðlistum svo árum skiptir. Steinsteypan leysir heldur ekki málin fyrir fólkið leitar á bráðamóttöku þar sem það bíður klukkustundum saman. Og nýtt hús mun ekki breyta þeirri stöðu að starfsfólkið er örmagna. Biðlistastjórnin Höfuðsóttin í heilbrigðismálum hér á landi felst í því að fólkið fær ekki bót sinna meina. Ekki nema það búi yfir þeim mun meiri sannfæringarkrafti, þekki einhvern innan kerfisins eða geti borgað fyrir þjónustu í öðru landi. Með öðrum orðum fá frekir, tengdir og ríkir betri þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Sterkt heilbrigðiskerfi byggir á því að veita góða heilbrigðisþjónustu og ekki síður á því að sú þjónusta sé aðgengileg. Góð heilbrigðisþjónusta er samspil opinberra stofnana, almannaheillasamtaka og sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólks. Það þarf að búa vel um starfsfólk í greininni, leyfa og ýta undir fjölbreytta þjónustu og vinnustaði innan heilbrigðiskerfisins, hlúa að nýsköpun og umfram allt; veita fólkinu í landinu heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg óháð stétt og stöðu. Alvarleg aukaverkun þess að gera ekkert Eftir sex ára samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja er að verða ljós að heilbrigðismálin eru þeim ofviða í stefnumótun. Sú kyrrstaða hefur því miður þá alvarlegu aukaverkun að biðlistarnir bara lengjast og fólk finnur betur og betur að við erum sem þjóð að færast frá þeim grunngildum sem við viljum að gildi um aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Biðlistarnir eru orðnir helsta vörumerki ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum. En þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nýlega hitti ég konu sem sagði mér frá dóttur sinni sem greindist með ADD fyrir rúmu ári. Dóttir hennar bíður enn eftir að komast að hjá geðheilsuteyminu. Önnur kona sagði mér frá syni sínum sem þarf aðstoð talmeinafræðings. Biðlistinn eftir aðstoð fyrir hann er tvö til fjögur ár. Sú bið mun hafa áhrif á líðan stráksins drjúgan hluta skólagöngu hans. Enn önnur kona sagði mér frá aldraðri móður hennar sem kemst ekki á hjúkrunarheimili heldur fer reglulega inn á Landspítala en er svo send heim um leið og færi gefst. Dóttirin veitir mömmu sinni þá aðstoð sem heilbrigðiskerfið gerir ekki. Saga þessara þriggja kvenna er spegill á stöðu heilbrigðiskerfisins. Þessi veruleiki biðlista fólksins sem þarfnast heilbrigðisþjónustu. Það á að byggja hús, en hvað svo? Ríkisstjórnin kynnti nýlega nokkuð það sem hún kallar heildstæða áætlun um uppbyggingu innviða í heilbrigðiskerfinu til 2030. Ofboðslega stórt nafn um að byggja nýtt hús. Allir eru sammála um að byggja þurfi nýjan Landspítala. En við þekkjum öll hvað verður um hús sem byggð eru á sandi. Það þarf pólítíska forystu og heildarsýn í heilbrigðismálum því annars mega metnaðarfullar byggingar sín lítils. Steinsteypan ein og sér leysir ekki úr þeim alvarlega vanda að fólk sem þarf til heimilislæknis á höfuðborgarsvæðinu getur fengið næsta lausa tíma í september eða að á landsbyggðinni séu svæði sem er útlit fyrir að verði heimilislæknislaus með öllu. Húsið sjálft mun ekki heldur leysa þá stöðu að amma og afi liggi inni á Landspítala því hjúkrunarrými eru einfaldlega ekki til. Og ekki heldur leysa þá erfiðu stöðu að börn dúsa á biðlistum svo árum skiptir. Steinsteypan leysir heldur ekki málin fyrir fólkið leitar á bráðamóttöku þar sem það bíður klukkustundum saman. Og nýtt hús mun ekki breyta þeirri stöðu að starfsfólkið er örmagna. Biðlistastjórnin Höfuðsóttin í heilbrigðismálum hér á landi felst í því að fólkið fær ekki bót sinna meina. Ekki nema það búi yfir þeim mun meiri sannfæringarkrafti, þekki einhvern innan kerfisins eða geti borgað fyrir þjónustu í öðru landi. Með öðrum orðum fá frekir, tengdir og ríkir betri þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Sterkt heilbrigðiskerfi byggir á því að veita góða heilbrigðisþjónustu og ekki síður á því að sú þjónusta sé aðgengileg. Góð heilbrigðisþjónusta er samspil opinberra stofnana, almannaheillasamtaka og sjálfstætt starfandi heilbrigðisfólks. Það þarf að búa vel um starfsfólk í greininni, leyfa og ýta undir fjölbreytta þjónustu og vinnustaði innan heilbrigðiskerfisins, hlúa að nýsköpun og umfram allt; veita fólkinu í landinu heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg óháð stétt og stöðu. Alvarleg aukaverkun þess að gera ekkert Eftir sex ára samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja er að verða ljós að heilbrigðismálin eru þeim ofviða í stefnumótun. Sú kyrrstaða hefur því miður þá alvarlegu aukaverkun að biðlistarnir bara lengjast og fólk finnur betur og betur að við erum sem þjóð að færast frá þeim grunngildum sem við viljum að gildi um aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Biðlistarnir eru orðnir helsta vörumerki ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum. En þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun