Framtíð fjölbreyttra framhaldsskóla Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 9. maí 2023 18:00 Verkefni stýrihóps mennta– og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskólanna, um mögulegar sameiningar menntastofnana á framhaldsskólastigi, hefurvakið talsverða athygli. Markmiðið með vinnunni er að mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna. Sérstaða skólanna Komi þessar hugmyndir til framkvæmda munu þær óhjákvæmilega leiða af sér breytingar sem hafa áhrif á skipulag og kennslufyrirkomulag hluteigandi skóla sem eru ólíkir. Í hópnum eru nokkrar af eldri menntastofnunun landsins í bland við yngri. Þarna eru bóknámsskólar og verkmenntaskólar, skólar með bekkjarkerfi, áfangakerfi, skólar með nýjar fjölbreyttar námsleiðir og skólar með sterk tengsl við atvinnulífið. Í þessum breiða hópi er jafnframt að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl þeirra við nærumhverfi sitt. En það eru þeir þættir sem einna erfiðast er að sameina, það eru þeir þættir sem skapa hverjum skóla sína sérstöðu. Menntun á mótunartíma Skólabragur lýsir þeim starfsháttum og anda sem ríkir innan hverrar menntastofnunar og er einmitt það sem skapar sérstöðu og ólíka menningu milli skóla. Þar spilar margt saman svo sem samskipti kennara og nemenda, skóla og nemenda við nærsæmfélagið, fyrirkomulag kennslu og skipulag námsins. Þetta er ólíkt með skólum sem viðhafa áfangakerfi og bekkjarkerfi. Það er þekkt að djúp tengsl myndast innan bekkja. Slík tengsl geta verið það félagslega haldreipi sem margir nemendur halda í þegar á reynir og skapar oft vináttu sem varir ævilangt. Það á vissulega við um alla framhaldsskóla, enda sækir flest fólk framhaldsnám á miklum mótunartíma í sínu lífi. Bekkjarkerfi hefur gefið eftir Engu að síður vil ég vekja athygli á að bekkjarfyrirkomulag hentar mörgum mun betur en áfangafyrirkomulag allt eins og það fyrirkomulag hentar mörgum. En bekkjarkerfið hefur nú þegar gefið eftir og verði af þeim hugmyndum sem um ræðir er líklegt að skólum með bekkjakerfi fækki enn frekar. Bekkjarfyrirkomulag er almennt kostnaðarsamara, það kemur því heim og saman við leiðarstef stýrihóps mennta- og barnamálaráðherra um hagræðingu. Það verður þó ekki séð hvernig fækkun menntastofnana auki skólaþjónustu, eins og fjallað er um í fréttatilkynningu ráðuneytisins. Menntakerfið má ekki staðna Þróun og endurskoðun á skipulagi og kennslufyrirkomulagi menntastofnanna er nauðsynlegur þáttur í því að skapa heilbrigt umhverfi innan skólana. Skólar mega ekki staðna. Á hinn bóginn viljum við ekki að allar skólastofnanir verði steyptar í sama mót, hvað sem líður hagkvæmnissjónarmiðum. Einsleitni innan menntakerfisins er einmitt það sem við þurfum að forðast. Mikilvægi fjölbreytni Sameining framhaldsskólanna þarf ekki endilega að útiloka fjölbreytileika. Ég bendi þó á að skólarnir sem um ræðir eru einstakir hver á sinn hátt, hafa þýðingarmikið hlutverk í nærumhverfi sínu og gagnvart nemendum sínum sem sækja þá einmitt af sérstöðu hvers og eins og þeirri menningu sem þar er að finna. Það er mikilvægt að við höfum þessa sérstöðu í huga og stöndum vörð um hana. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Sjá meira
Verkefni stýrihóps mennta– og barnamálaráðherra um eflingu framhaldsskólanna, um mögulegar sameiningar menntastofnana á framhaldsskólastigi, hefurvakið talsverða athygli. Markmiðið með vinnunni er að mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna. Sérstaða skólanna Komi þessar hugmyndir til framkvæmda munu þær óhjákvæmilega leiða af sér breytingar sem hafa áhrif á skipulag og kennslufyrirkomulag hluteigandi skóla sem eru ólíkir. Í hópnum eru nokkrar af eldri menntastofnunun landsins í bland við yngri. Þarna eru bóknámsskólar og verkmenntaskólar, skólar með bekkjarkerfi, áfangakerfi, skólar með nýjar fjölbreyttar námsleiðir og skólar með sterk tengsl við atvinnulífið. Í þessum breiða hópi er jafnframt að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl þeirra við nærumhverfi sitt. En það eru þeir þættir sem einna erfiðast er að sameina, það eru þeir þættir sem skapa hverjum skóla sína sérstöðu. Menntun á mótunartíma Skólabragur lýsir þeim starfsháttum og anda sem ríkir innan hverrar menntastofnunar og er einmitt það sem skapar sérstöðu og ólíka menningu milli skóla. Þar spilar margt saman svo sem samskipti kennara og nemenda, skóla og nemenda við nærsæmfélagið, fyrirkomulag kennslu og skipulag námsins. Þetta er ólíkt með skólum sem viðhafa áfangakerfi og bekkjarkerfi. Það er þekkt að djúp tengsl myndast innan bekkja. Slík tengsl geta verið það félagslega haldreipi sem margir nemendur halda í þegar á reynir og skapar oft vináttu sem varir ævilangt. Það á vissulega við um alla framhaldsskóla, enda sækir flest fólk framhaldsnám á miklum mótunartíma í sínu lífi. Bekkjarkerfi hefur gefið eftir Engu að síður vil ég vekja athygli á að bekkjarfyrirkomulag hentar mörgum mun betur en áfangafyrirkomulag allt eins og það fyrirkomulag hentar mörgum. En bekkjarkerfið hefur nú þegar gefið eftir og verði af þeim hugmyndum sem um ræðir er líklegt að skólum með bekkjakerfi fækki enn frekar. Bekkjarfyrirkomulag er almennt kostnaðarsamara, það kemur því heim og saman við leiðarstef stýrihóps mennta- og barnamálaráðherra um hagræðingu. Það verður þó ekki séð hvernig fækkun menntastofnana auki skólaþjónustu, eins og fjallað er um í fréttatilkynningu ráðuneytisins. Menntakerfið má ekki staðna Þróun og endurskoðun á skipulagi og kennslufyrirkomulagi menntastofnanna er nauðsynlegur þáttur í því að skapa heilbrigt umhverfi innan skólana. Skólar mega ekki staðna. Á hinn bóginn viljum við ekki að allar skólastofnanir verði steyptar í sama mót, hvað sem líður hagkvæmnissjónarmiðum. Einsleitni innan menntakerfisins er einmitt það sem við þurfum að forðast. Mikilvægi fjölbreytni Sameining framhaldsskólanna þarf ekki endilega að útiloka fjölbreytileika. Ég bendi þó á að skólarnir sem um ræðir eru einstakir hver á sinn hátt, hafa þýðingarmikið hlutverk í nærumhverfi sínu og gagnvart nemendum sínum sem sækja þá einmitt af sérstöðu hvers og eins og þeirri menningu sem þar er að finna. Það er mikilvægt að við höfum þessa sérstöðu í huga og stöndum vörð um hana. Höfundur er þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun