Sýndarveruleiki útilokar íslensk fyrirtæki Steinar Sveinsson skrifar 9. maí 2023 15:01 Nú stendur undirbúningur vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík sem hæst. Fréttir berast af því að víðtækar lokanir muni eiga sér stað í miðborg Reykjavíkur og að um 50 einkaflugvélar muni flytja erlend fyrirmenni og fylgdarlið þeirra til landsins. Til að flytja fyrirmennin um Reykjavík, helst þá væntanlega frá Reykjavíkurflugvelli á hótel í miðborginni og mögulega milli hótels og Hörpu, hafa samkvæmt fréttum verið fluttar inn um 70 viðeigandi glæsibifreiðar. Bifreiðarnar verða væntanlega flestar fluttar út aftur enda enginn markaður fyrir slíkan fjölda viðlíka bifreiða hér á landi. Tekið var fram í fréttum, svo allir skilji það nú að ávallt sé hugsað um umhverfið þegar íslensk stjórnvöld skipuleggja viðburði, að glæsibifreiðarnar eru drifnar með rafmagni. Ég hef heimildir fyrir því að skipuleggjendur leiðtogafundarins báðu íslensk fyrirtæki um að bjóða í akstur fyrirmennana og annan akstur í kringum leiðtogafundinn. Auðvitað þurftu forsvarsmenn fyrirtækjana að eyða dýrmætum tíma sínum í að vega og meta verkefnið áður en tilboð voru gefin, eins og gengur. Einn heimildarmaður minn, sem rekur akstursþjónustu og hefur yfir að ráða viðeigandi bílaflota og hefur góða og reynda starfsmenn á sínum snærum, tjáði mér að það hefði að lokum verið frágangssök að hann hefði ekki yfir rafdrifnum bílum að ráða. Það hefði verið skilyrði. Ekkert hefði verið minnst á önnur atriði, öryggisatriði líkt og skotheldar rúður eða slíkt. Veruleikinn er því sá að íslensk fyrirtæki sem að staðaldri borga hér á landi sína skatta og veita fólki vinnu, eiga og reka bílaflota sem þau hafa borgað innflutningstolla og virðisauka af við innflutning, borga bifreiðagjöld af sem og tryggingar, einnig að sjálfsögðu öll eldsneytisgjöld samkvæmt notkun og eyðslu, auk allra annarra opinberra gjalda, eru útilokuð frá verkefninu vegna þess að þau eiga ekki rafdrifna bíla. Í staðinn þykir eðlilegra að flytja 70 bíla yfir hafið með skipi og út aftur með tilheyrandi flutningskostnaði, líkt og kolefnissporið af því sé alls ekkert. Bílar sem væntanlega verða ekki skráðir inn í landið né borguð bifreiðagjöld af. Stóra samhengið verður svo enn fáránlegra, eða kómískara, þegar fréttir berast að því að að minnsta kosti 50 einkaflugvélar munu flytja hina erlendu gesti til landsins. Þegar svo hugsað er til þess hversu mikla keyrslu er um að ræða á þessum innfluttu rafdrifnu bílum, þá er augljóst að það verða aðeins nokkur hundruð kílómetra á hvern bíl, í besta falli. Skutl frá Reykjavíkurflugvelli á hótel og mögulega frá hóteli í miðbænum í Hörpu og til baka. Mögulega með nokkra óbreytta embættismenn til Keflavíkur. Þetta litla skutl, örfáir kílómetrar í heildina á hvern bíl yfir þessa daga, mátti alls ekki gera í öðrum bifreiðum en rafdrifnum. Og til þess eru fluttir inn bílar sérstaklega og út aftur, til að flytja einkaþotufólkið, sem auðvitað skilur eftir sig rækilegt kolefnisfótspor, nokkra örstutta spotta. Skinheilagleikinn ríður ekki við einteyming, né vanvirðingin við fólk og fyrirtækjarekendur í landinu. Höfundur er leiðsögumaður. Pistillinn birtist fyrst í Facebook-hópnum Báknið burt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nú stendur undirbúningur vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík sem hæst. Fréttir berast af því að víðtækar lokanir muni eiga sér stað í miðborg Reykjavíkur og að um 50 einkaflugvélar muni flytja erlend fyrirmenni og fylgdarlið þeirra til landsins. Til að flytja fyrirmennin um Reykjavík, helst þá væntanlega frá Reykjavíkurflugvelli á hótel í miðborginni og mögulega milli hótels og Hörpu, hafa samkvæmt fréttum verið fluttar inn um 70 viðeigandi glæsibifreiðar. Bifreiðarnar verða væntanlega flestar fluttar út aftur enda enginn markaður fyrir slíkan fjölda viðlíka bifreiða hér á landi. Tekið var fram í fréttum, svo allir skilji það nú að ávallt sé hugsað um umhverfið þegar íslensk stjórnvöld skipuleggja viðburði, að glæsibifreiðarnar eru drifnar með rafmagni. Ég hef heimildir fyrir því að skipuleggjendur leiðtogafundarins báðu íslensk fyrirtæki um að bjóða í akstur fyrirmennana og annan akstur í kringum leiðtogafundinn. Auðvitað þurftu forsvarsmenn fyrirtækjana að eyða dýrmætum tíma sínum í að vega og meta verkefnið áður en tilboð voru gefin, eins og gengur. Einn heimildarmaður minn, sem rekur akstursþjónustu og hefur yfir að ráða viðeigandi bílaflota og hefur góða og reynda starfsmenn á sínum snærum, tjáði mér að það hefði að lokum verið frágangssök að hann hefði ekki yfir rafdrifnum bílum að ráða. Það hefði verið skilyrði. Ekkert hefði verið minnst á önnur atriði, öryggisatriði líkt og skotheldar rúður eða slíkt. Veruleikinn er því sá að íslensk fyrirtæki sem að staðaldri borga hér á landi sína skatta og veita fólki vinnu, eiga og reka bílaflota sem þau hafa borgað innflutningstolla og virðisauka af við innflutning, borga bifreiðagjöld af sem og tryggingar, einnig að sjálfsögðu öll eldsneytisgjöld samkvæmt notkun og eyðslu, auk allra annarra opinberra gjalda, eru útilokuð frá verkefninu vegna þess að þau eiga ekki rafdrifna bíla. Í staðinn þykir eðlilegra að flytja 70 bíla yfir hafið með skipi og út aftur með tilheyrandi flutningskostnaði, líkt og kolefnissporið af því sé alls ekkert. Bílar sem væntanlega verða ekki skráðir inn í landið né borguð bifreiðagjöld af. Stóra samhengið verður svo enn fáránlegra, eða kómískara, þegar fréttir berast að því að að minnsta kosti 50 einkaflugvélar munu flytja hina erlendu gesti til landsins. Þegar svo hugsað er til þess hversu mikla keyrslu er um að ræða á þessum innfluttu rafdrifnu bílum, þá er augljóst að það verða aðeins nokkur hundruð kílómetra á hvern bíl, í besta falli. Skutl frá Reykjavíkurflugvelli á hótel og mögulega frá hóteli í miðbænum í Hörpu og til baka. Mögulega með nokkra óbreytta embættismenn til Keflavíkur. Þetta litla skutl, örfáir kílómetrar í heildina á hvern bíl yfir þessa daga, mátti alls ekki gera í öðrum bifreiðum en rafdrifnum. Og til þess eru fluttir inn bílar sérstaklega og út aftur, til að flytja einkaþotufólkið, sem auðvitað skilur eftir sig rækilegt kolefnisfótspor, nokkra örstutta spotta. Skinheilagleikinn ríður ekki við einteyming, né vanvirðingin við fólk og fyrirtækjarekendur í landinu. Höfundur er leiðsögumaður. Pistillinn birtist fyrst í Facebook-hópnum Báknið burt.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun