Varið ykkur á Kópavogslæknum! Kristín Sævarsdóttir skrifar 9. maí 2023 12:01 Í vatnaáætlun Íslands, sem samþykkt var á síðasta ári kemur fram að öll yfirborðsvatnshlot eigi að vera í a.m.k. góðu vistfræðilegu ástandi og góðu efnafræðilegu standi. Nái vatnshlot ekki umhverfismarkmiðum skal fara í aðgerðir til úrbóta þar á. Kópavogslækurinn er eitt af umræddum vatnshlotum. Talið er að upptökin séu úr Breiðholti. Rennslisleið er niður að Íþróttasvæði ÍR, undir Reykjanesbrautina, framhjá Skátafélaginu Kópum, gegnum Kringlumýri og niður að útfalli við sjó, við Kópavogstjörn. Árið 2019 og 2021 voru gerðar mælingar á forgangsefnum í 14 vatnsholtum á landinu, auk þess sem mæld voru efni af vaktlista Evrópusambandsins í fimm vatnshlotum. Ákveðið var að bæta Kópavogslæk í þessar mælingar eftir að ábendingar höfðu borist um mögulega slæmt efnalegt ástand lækjarins. Sýnatökurnar fóru fram mánaðarlega frá nóvember 2019 til október næsta árs. Náttúrufræðistofa Kópavogs (sú sama og meirihlutinn í bæjarstjórn samþykkti nýlega að leggja niður) sá um að framkvæma sýnatökurnar í samstarfi við Umhverfisstofnun. Öll sýnin voru tekin rétt ofan við útfall Kópavogslækjar í Kópavogstjörn. Alvarlegar niðurstöður Niðurstöður mælinganna voru sláandi. Alls mældust 18 forgangsefni í læknum á þessum tíma og var styrkleiki þeirra mismunandi en alls fóru sex forgangsefni af 18 yfir ársmeðaltal samkvæmtgæðakröfum sem settar hafa verið í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Þau efni eru: bens(a)pyren, bens(b)fluoranten, bens(k)fluoranten, benso(ghi)perylen, inden(123cd)pyren og cypermetrin. Öll þessi efni og efnasambönd hafa verið skilgreind sem hættuleg og þrávirk og valda alvarlegrimengun eða eitrun í vatni og umhverfin þess. Efnin sem mældust safnast upp í lífverum, flest þeirraeru krabbameinsvaldandi, sum geta valdið stökkbreytingum, önnur eitra fyrir lífi í vatni og eitt þeirra er m.a.s. ekki talið brotna upp í vatni. Síðast talda efnið, Cypermetrin er skordýraeitur sem hefurveruleg áhrif á lífríki og binst auðveldlega við jarðveginn. Í skýrslu Umhverfisstofnunar um þessar mælingar kemur fram að Kópavogslækur sé í slæmu efnafræðilegu ástandi. Samkvæmt lögum er nóg að eitt forgangsefni sé yfir ársmeðaltali til að vatnshlot flokkist í slæmu efnalegu ástandi en í tilfelli Kópavogslækjar eru efnin sex. Umhverfisstofnun klikkir út með því að kalla eftir samstarfi Kópavogs og Reykjavikur, vegna þess að Kópavogslækur rennur um bæði sveitarfélög og að gerðar verð áætlanir til að bæta ástand lækjarins. Meirihlutinn forðast umræðuna eins og heitan graut Undirrituð fékk veður af skýrslu Umhverfisstofnunar um þessar mælingar í mars sl. og hefur þrívegisóskað eftir umfjöllun um skýrsluna á vettvangi Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur enn ekki séð ástæðu til að setja málið á dagskrá nefndarinnar. Þess má geta að Umhverfisstofnun hefur kynnt niðurstöðurnar fyrir stjórnendum á Umhverfissviði bæjarins svo telja má öruggt að meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs sé kunnugt umástandið, en ekki séð ástæðu til að bregðast við.Kópavogslækur er í hjarta bæjarins. Þangað sækja leikskólahópar og leikjanámskeið í vettvangsferðir og börn með fjölskyldum sínum til að gefa öndum brauð og skoða litríkt fuglalíf. Á sumrin má nánast daglega sjá krakka vaða og sulla í læknum, veiða sílui eða reyna að stífla hnann. Við lækinn liggur einn fjölfarnasti göngustígur Kópavogs með mikilli umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi fólks á öllum aldri. Líkamsræktartækjum hefur einnig verið komið fyrir við tjörnina svo þar er mikið og fjölbreytt mannlíf árið um kring. Kópavogstjörnin hefur aðdráttarafl fyrir fólk á öllum aldri og svo hefur verið um langa hríð. Þetta virðist þó ekki vera mjög heppilegur útivistarstaður ef tekið er mið af mælingum Umhverfisstofnunar og ekki líklegt að svo verði í bráð ef úrræðaleysi meirihlutans heldur áfram einsog verið hefur. Því hvet ég fólk til að tryggja að börn og hundar leiki sér ekki í læknum og jafnvel að forðast nágrenni Kópavogslækjar þar til ráðist verður í úrbætur. Höfundur er áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis, - og samgöngunefnd Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Samfylkingin Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Í vatnaáætlun Íslands, sem samþykkt var á síðasta ári kemur fram að öll yfirborðsvatnshlot eigi að vera í a.m.k. góðu vistfræðilegu ástandi og góðu efnafræðilegu standi. Nái vatnshlot ekki umhverfismarkmiðum skal fara í aðgerðir til úrbóta þar á. Kópavogslækurinn er eitt af umræddum vatnshlotum. Talið er að upptökin séu úr Breiðholti. Rennslisleið er niður að Íþróttasvæði ÍR, undir Reykjanesbrautina, framhjá Skátafélaginu Kópum, gegnum Kringlumýri og niður að útfalli við sjó, við Kópavogstjörn. Árið 2019 og 2021 voru gerðar mælingar á forgangsefnum í 14 vatnsholtum á landinu, auk þess sem mæld voru efni af vaktlista Evrópusambandsins í fimm vatnshlotum. Ákveðið var að bæta Kópavogslæk í þessar mælingar eftir að ábendingar höfðu borist um mögulega slæmt efnalegt ástand lækjarins. Sýnatökurnar fóru fram mánaðarlega frá nóvember 2019 til október næsta árs. Náttúrufræðistofa Kópavogs (sú sama og meirihlutinn í bæjarstjórn samþykkti nýlega að leggja niður) sá um að framkvæma sýnatökurnar í samstarfi við Umhverfisstofnun. Öll sýnin voru tekin rétt ofan við útfall Kópavogslækjar í Kópavogstjörn. Alvarlegar niðurstöður Niðurstöður mælinganna voru sláandi. Alls mældust 18 forgangsefni í læknum á þessum tíma og var styrkleiki þeirra mismunandi en alls fóru sex forgangsefni af 18 yfir ársmeðaltal samkvæmtgæðakröfum sem settar hafa verið í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Þau efni eru: bens(a)pyren, bens(b)fluoranten, bens(k)fluoranten, benso(ghi)perylen, inden(123cd)pyren og cypermetrin. Öll þessi efni og efnasambönd hafa verið skilgreind sem hættuleg og þrávirk og valda alvarlegrimengun eða eitrun í vatni og umhverfin þess. Efnin sem mældust safnast upp í lífverum, flest þeirraeru krabbameinsvaldandi, sum geta valdið stökkbreytingum, önnur eitra fyrir lífi í vatni og eitt þeirra er m.a.s. ekki talið brotna upp í vatni. Síðast talda efnið, Cypermetrin er skordýraeitur sem hefurveruleg áhrif á lífríki og binst auðveldlega við jarðveginn. Í skýrslu Umhverfisstofnunar um þessar mælingar kemur fram að Kópavogslækur sé í slæmu efnafræðilegu ástandi. Samkvæmt lögum er nóg að eitt forgangsefni sé yfir ársmeðaltali til að vatnshlot flokkist í slæmu efnalegu ástandi en í tilfelli Kópavogslækjar eru efnin sex. Umhverfisstofnun klikkir út með því að kalla eftir samstarfi Kópavogs og Reykjavikur, vegna þess að Kópavogslækur rennur um bæði sveitarfélög og að gerðar verð áætlanir til að bæta ástand lækjarins. Meirihlutinn forðast umræðuna eins og heitan graut Undirrituð fékk veður af skýrslu Umhverfisstofnunar um þessar mælingar í mars sl. og hefur þrívegisóskað eftir umfjöllun um skýrsluna á vettvangi Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur enn ekki séð ástæðu til að setja málið á dagskrá nefndarinnar. Þess má geta að Umhverfisstofnun hefur kynnt niðurstöðurnar fyrir stjórnendum á Umhverfissviði bæjarins svo telja má öruggt að meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs sé kunnugt umástandið, en ekki séð ástæðu til að bregðast við.Kópavogslækur er í hjarta bæjarins. Þangað sækja leikskólahópar og leikjanámskeið í vettvangsferðir og börn með fjölskyldum sínum til að gefa öndum brauð og skoða litríkt fuglalíf. Á sumrin má nánast daglega sjá krakka vaða og sulla í læknum, veiða sílui eða reyna að stífla hnann. Við lækinn liggur einn fjölfarnasti göngustígur Kópavogs með mikilli umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi fólks á öllum aldri. Líkamsræktartækjum hefur einnig verið komið fyrir við tjörnina svo þar er mikið og fjölbreytt mannlíf árið um kring. Kópavogstjörnin hefur aðdráttarafl fyrir fólk á öllum aldri og svo hefur verið um langa hríð. Þetta virðist þó ekki vera mjög heppilegur útivistarstaður ef tekið er mið af mælingum Umhverfisstofnunar og ekki líklegt að svo verði í bráð ef úrræðaleysi meirihlutans heldur áfram einsog verið hefur. Því hvet ég fólk til að tryggja að börn og hundar leiki sér ekki í læknum og jafnvel að forðast nágrenni Kópavogslækjar þar til ráðist verður í úrbætur. Höfundur er áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis, - og samgöngunefnd Kópavogs.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun