Óheilindi hverra? Ragnar Sigurðsson skrifar 7. maí 2023 11:30 Málefni Reykjavíkurflugvallar hafa lengi verið í brennidepli. Af þeim sökum hefur margt verið sagt og samþykkt varðandi framtíð flugvallarins. Samhljómur hefur verið í andstöðu þeirra sem búa fjær höfuðborgarsvæðinu, við ógnun á flugöryggi og lokun flugbrauta. Það er brýnt hagsmuna- og öryggismál allra, en sérstaklega íbúa á landsbyggðinni. Því eru skiljanleg hávær mótmæli landsbyggðar vegna áformaðra framkvæmda í Skerjafirði sem auka óvissu um notagildi flugvallarins. Hrópandi þögn Hrópandi þögn margra sveitarstjórnarmanna Framsóknar er mikið stílbrot gagnvart þessum samhljómi sem hingað til hefur ríkt. Það kemur því spánskt fyrir sjónir að sjá þingmenn og ráðherra Framsóknar saka fyrrum liðsfélaga sína og aðra sem látið hafa áhyggjur sínar í ljós í flugvallarmálinu, um ósannindi, óheilindi og gífuryrði án þess að færa rök fyrir. Sannleikurinn er einfaldlega sá að fyrirhuguð uppbygging gengur gegn því samkomulagi sem gert var árið 2019 til að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur sé tilbúin til notkunar. Það ætti að vera óþarfi að rifja hér hérupp að Framsókn í Reykjavík bauð fram lista kenndan við flugvallarvini. Staðreyndirnar „Ráðherra mun því hvorki geta fallist á að farið verði í umræddar framkvæmdir í Skerjafirði né aðrar slíkar framkvæmdir í næsta nágrenni við flugvöllinn nema sýnt hafi verið með óyggjandi hætti fram á að flugöryggi og rekstraröryggi sé ekki stefnt í hættu.“ Þetta sagði núverandi innviðaráðherra á síðasta ári við skriflegri fyrirspurn á þingi um það hvort hann myndi beita sér gegn frekari byggð í Skerjafirði. Í niðurstöðu starfshóps sem sjálfur innviðaráðherra skipaði til að meta áhrif á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar kemur fram að ný byggð í Skerjafirði mun að óbreyttu þrengja að og skerða nothæfi Reykjavíkurflugvallar vegna breytinga á vindafari. Á blaðsíðu 38 í skýrslunni er að finna helstu niðurstöður: Byggð í Nýja Skerjafirði samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi þrengir að starfsemi flugvallarins frá því sem nú er, breytingar verða á vindafari á flugvellinum og í næsta nágrenni hans og nothæfi hans skerðist. Þar sem meðalvindhraðabreyting fer nú þegar yfir viðmiðunarmörk þarf að gæta sérstakrar varúðar við að bæta við fleiri áhættuþáttum svo sem aukinni kviku. Ljóst er af þeim gögnum og úttektum sem fyrir liggja að kvika eykst yfir flugvallarsvæðinu með tilkomu Nýja Skerjafjarðar samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi. Mun ítarlegri greiningu og mælingar vantar til að meta hve mikil þessi breyting verður. Ekki er hægt að fullyrða, án frekari rannsókna, að byggðin hafi slík áhrif á aðstæður fyrir flug á Reykjavíkurflugvelli að þörf sé á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði. Mótvægisaðgerðir óljósar Síðan er í skýrslunni farið yfir mögulegar mótvægisaðgerðir sem til þess eru fallnar að „draga úr áhrifum eða áhættu“ en koma ekki að fullu í veg fyrir neikvæð áhrif byggðar á flugrekstraröryggi hans. Mótvægisaðgerðirnar eru valfrjálsar, óljósar og matskenndar. Í lokaorðum skýrslunnar segir „ vert að geta þess að það er og verður ákvörðunaratriði stjórnvalda, rekstraraðila og notenda flugvallarins hvort og þá hvaða skerðing nothæfis er ásættanleg fyrir flugið á Reykjavíkurflugvelli.“ Mitt svar er einfalt. Ég tel óásættanlegt að skerða enn frekar nothæfi flugvallarins þar til annar betri eða sambærilegur kostur fyrir innanlandsflug hefur leyst núverandi flugvöll af hólmi. Þessi skýra afstaða hefur ekkert breyst. Hverra eru þá óheilindin í þessu máli? Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Sjálfstæðisflokkurinn Fjarðabyggð Ragnar Sigurðsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Málefni Reykjavíkurflugvallar hafa lengi verið í brennidepli. Af þeim sökum hefur margt verið sagt og samþykkt varðandi framtíð flugvallarins. Samhljómur hefur verið í andstöðu þeirra sem búa fjær höfuðborgarsvæðinu, við ógnun á flugöryggi og lokun flugbrauta. Það er brýnt hagsmuna- og öryggismál allra, en sérstaklega íbúa á landsbyggðinni. Því eru skiljanleg hávær mótmæli landsbyggðar vegna áformaðra framkvæmda í Skerjafirði sem auka óvissu um notagildi flugvallarins. Hrópandi þögn Hrópandi þögn margra sveitarstjórnarmanna Framsóknar er mikið stílbrot gagnvart þessum samhljómi sem hingað til hefur ríkt. Það kemur því spánskt fyrir sjónir að sjá þingmenn og ráðherra Framsóknar saka fyrrum liðsfélaga sína og aðra sem látið hafa áhyggjur sínar í ljós í flugvallarmálinu, um ósannindi, óheilindi og gífuryrði án þess að færa rök fyrir. Sannleikurinn er einfaldlega sá að fyrirhuguð uppbygging gengur gegn því samkomulagi sem gert var árið 2019 til að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr flugvöllur sé tilbúin til notkunar. Það ætti að vera óþarfi að rifja hér hérupp að Framsókn í Reykjavík bauð fram lista kenndan við flugvallarvini. Staðreyndirnar „Ráðherra mun því hvorki geta fallist á að farið verði í umræddar framkvæmdir í Skerjafirði né aðrar slíkar framkvæmdir í næsta nágrenni við flugvöllinn nema sýnt hafi verið með óyggjandi hætti fram á að flugöryggi og rekstraröryggi sé ekki stefnt í hættu.“ Þetta sagði núverandi innviðaráðherra á síðasta ári við skriflegri fyrirspurn á þingi um það hvort hann myndi beita sér gegn frekari byggð í Skerjafirði. Í niðurstöðu starfshóps sem sjálfur innviðaráðherra skipaði til að meta áhrif á flug- og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar kemur fram að ný byggð í Skerjafirði mun að óbreyttu þrengja að og skerða nothæfi Reykjavíkurflugvallar vegna breytinga á vindafari. Á blaðsíðu 38 í skýrslunni er að finna helstu niðurstöður: Byggð í Nýja Skerjafirði samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi þrengir að starfsemi flugvallarins frá því sem nú er, breytingar verða á vindafari á flugvellinum og í næsta nágrenni hans og nothæfi hans skerðist. Þar sem meðalvindhraðabreyting fer nú þegar yfir viðmiðunarmörk þarf að gæta sérstakrar varúðar við að bæta við fleiri áhættuþáttum svo sem aukinni kviku. Ljóst er af þeim gögnum og úttektum sem fyrir liggja að kvika eykst yfir flugvallarsvæðinu með tilkomu Nýja Skerjafjarðar samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi. Mun ítarlegri greiningu og mælingar vantar til að meta hve mikil þessi breyting verður. Ekki er hægt að fullyrða, án frekari rannsókna, að byggðin hafi slík áhrif á aðstæður fyrir flug á Reykjavíkurflugvelli að þörf sé á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði. Mótvægisaðgerðir óljósar Síðan er í skýrslunni farið yfir mögulegar mótvægisaðgerðir sem til þess eru fallnar að „draga úr áhrifum eða áhættu“ en koma ekki að fullu í veg fyrir neikvæð áhrif byggðar á flugrekstraröryggi hans. Mótvægisaðgerðirnar eru valfrjálsar, óljósar og matskenndar. Í lokaorðum skýrslunnar segir „ vert að geta þess að það er og verður ákvörðunaratriði stjórnvalda, rekstraraðila og notenda flugvallarins hvort og þá hvaða skerðing nothæfis er ásættanleg fyrir flugið á Reykjavíkurflugvelli.“ Mitt svar er einfalt. Ég tel óásættanlegt að skerða enn frekar nothæfi flugvallarins þar til annar betri eða sambærilegur kostur fyrir innanlandsflug hefur leyst núverandi flugvöll af hólmi. Þessi skýra afstaða hefur ekkert breyst. Hverra eru þá óheilindin í þessu máli? Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar