Látið fjörðinn í friði Pálmi Gunnarsson skrifar 5. maí 2023 10:30 Við Íslendingar fáum auðveldlega æði fyrir allskonar snjalllausnum, allt frá fótanuddtækjum til vindmyllugarða sem eru þessa dagana ofarlega á lista lukkuriddara, ásamt eldi á laxi í opnum sjókvíum. Saga vindmyllugarða á Íslandi er ennþá á formálastiginu en það er saga laxeldis í opnum sjókvíum hins vegar ekki, hún spannar nokkra áratugi. Sú saga er lítt gæfuleg þar sem flest hefur farið úrskeiðis með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðina, sem er auðvitað þrælvön að taka slíkt á kassann. Þegar síðasta fiskeldisbylgja skall á okkur fór stórskemmtileg flökkusaga í loftið sem lýsir kannski í hnotskurn hversu auðvelt er að rugla okkur í ríminu ef peppið er nógu grimmt og í sjónmáli skjótfenginn gróði. En svona er sagan: Í einni af fjölmörgum umsóknum um sjókvíaeldisleyfi þurfti að staðsetja fyrirhugaðar kvíar með hnitum í vestfirskum firði og segir sagan að í téðri umsókn sem átti að hafa verið send inn handskrifuð með blýanti á stílarbókarblaði, hafi staðsetning kvíanna verið uppi í fjalli. Kannski er sagan haugalygi en samt hallast ég að því að hún gæti allt eins verið sönn, ef mið er tekið af stjórnleysinu sem einkennt hefur þennan bissness alla tíð og er að þessu sinni keyrður áfram af norskum eldiskóngum og innlendum meðreiðarsveinum þeirra. Alls staðar hafa þessir athafnamenn potað sér inn, boðandi „fagnaðarerindið“, með tilheyrandi hagræðingu á staðreyndum, dylgjandi um hvern þann sem vogar sér að benda á hætturnar sem stafa af þessum mengandi matvælaiðnaði, og etjandi fólki saman - sem er jú vísasta leiðin til árangurs ef verja þarf slæman málstað. Íslensk stjórnsýsla er svo söm við sig, með regluverk í molum, kyrjandi þekkta möntru um mikilvægi sjókvíaeldis fyrir þjóðar- og alheimshag, þegar aðrar þjóðir eru farnar að draga í land. Okkar eigið matvælaráðuneyti hefur aftur á móti það til málanna að leggja að fá erlent ráðgjafarfyrirtæki til að vinna skýrslu sem kostaði litlar 90 milljónir að hrista fram úr erminni. Því miður reyndist skýrslan sú meingallað hallelúja plagg sem ætti að mínu mati að fara beina leið í tætarann. Fyrir austan berjast Seyðfirðingar eins og ljón gegn áformum Fiskeldis Austfjarða/Ice Fish Farm, sem ætla með fulltingi Múlaþings og innviðaráðherra, með góðu eða illu að setja niður opnar sjókvíar í Seyðisfirði. Flestallir Seyðfirðingar vilja ekki sjá þetta, þykir vænt um fjörðinn sinn, átta sig á afleiðingunum eldisins og eru staðráðnir í að verjast yfirganginum og lögleysunni. Við þau sem ráða hjá Fiskeldi Austfjarða langar mig að segja þetta: Látið Seyðfirðinga í friði, þeir vilja ykkur ekki! Innviðaráðherra: Lagaðu nú mistökin sem þú gerðir þegar þú staðfestir strandsvæðaskipulag Austfjarða, skipulag sem klárlega er ógn við umhverfi og náttúru. Matvælaráðherra: Taktu nú afstöðu með þeim sem berjast gegn mengandi matvælaframleiðslu! Umhverfisráðherra: Stattu með Seyðfirðingum sem vilja vernda fjörðinn sinn fyrir eyðileggingu af völdum sjókvíaeldis í opnum sjókvíum. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Múlaþing Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar fáum auðveldlega æði fyrir allskonar snjalllausnum, allt frá fótanuddtækjum til vindmyllugarða sem eru þessa dagana ofarlega á lista lukkuriddara, ásamt eldi á laxi í opnum sjókvíum. Saga vindmyllugarða á Íslandi er ennþá á formálastiginu en það er saga laxeldis í opnum sjókvíum hins vegar ekki, hún spannar nokkra áratugi. Sú saga er lítt gæfuleg þar sem flest hefur farið úrskeiðis með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóðina, sem er auðvitað þrælvön að taka slíkt á kassann. Þegar síðasta fiskeldisbylgja skall á okkur fór stórskemmtileg flökkusaga í loftið sem lýsir kannski í hnotskurn hversu auðvelt er að rugla okkur í ríminu ef peppið er nógu grimmt og í sjónmáli skjótfenginn gróði. En svona er sagan: Í einni af fjölmörgum umsóknum um sjókvíaeldisleyfi þurfti að staðsetja fyrirhugaðar kvíar með hnitum í vestfirskum firði og segir sagan að í téðri umsókn sem átti að hafa verið send inn handskrifuð með blýanti á stílarbókarblaði, hafi staðsetning kvíanna verið uppi í fjalli. Kannski er sagan haugalygi en samt hallast ég að því að hún gæti allt eins verið sönn, ef mið er tekið af stjórnleysinu sem einkennt hefur þennan bissness alla tíð og er að þessu sinni keyrður áfram af norskum eldiskóngum og innlendum meðreiðarsveinum þeirra. Alls staðar hafa þessir athafnamenn potað sér inn, boðandi „fagnaðarerindið“, með tilheyrandi hagræðingu á staðreyndum, dylgjandi um hvern þann sem vogar sér að benda á hætturnar sem stafa af þessum mengandi matvælaiðnaði, og etjandi fólki saman - sem er jú vísasta leiðin til árangurs ef verja þarf slæman málstað. Íslensk stjórnsýsla er svo söm við sig, með regluverk í molum, kyrjandi þekkta möntru um mikilvægi sjókvíaeldis fyrir þjóðar- og alheimshag, þegar aðrar þjóðir eru farnar að draga í land. Okkar eigið matvælaráðuneyti hefur aftur á móti það til málanna að leggja að fá erlent ráðgjafarfyrirtæki til að vinna skýrslu sem kostaði litlar 90 milljónir að hrista fram úr erminni. Því miður reyndist skýrslan sú meingallað hallelúja plagg sem ætti að mínu mati að fara beina leið í tætarann. Fyrir austan berjast Seyðfirðingar eins og ljón gegn áformum Fiskeldis Austfjarða/Ice Fish Farm, sem ætla með fulltingi Múlaþings og innviðaráðherra, með góðu eða illu að setja niður opnar sjókvíar í Seyðisfirði. Flestallir Seyðfirðingar vilja ekki sjá þetta, þykir vænt um fjörðinn sinn, átta sig á afleiðingunum eldisins og eru staðráðnir í að verjast yfirganginum og lögleysunni. Við þau sem ráða hjá Fiskeldi Austfjarða langar mig að segja þetta: Látið Seyðfirðinga í friði, þeir vilja ykkur ekki! Innviðaráðherra: Lagaðu nú mistökin sem þú gerðir þegar þú staðfestir strandsvæðaskipulag Austfjarða, skipulag sem klárlega er ógn við umhverfi og náttúru. Matvælaráðherra: Taktu nú afstöðu með þeim sem berjast gegn mengandi matvælaframleiðslu! Umhverfisráðherra: Stattu með Seyðfirðingum sem vilja vernda fjörðinn sinn fyrir eyðileggingu af völdum sjókvíaeldis í opnum sjókvíum. Höfundur er tónlistarmaður.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun