Jákvæð skref til framtíðar Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 5. maí 2023 07:31 Flest þekkjum við einhvern sem þurft hefur að leita sér stuðnings til að geta aftur orðið virkur þáttakandi í samfélaginu. Athyglisvert þótti mér að sjá í fréttum fyrir örfáum dögum að með samstarfi og samtakamætti er áætlun um að setja samtals rúmlega 450 milljón króna til næstu þriggja ára í verkefni til að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku ungs fólks í viðkvæmri stöðu hér á landi og unnið að því að fjölga atvinnulífstenglum fyrir fólkið. Aðallega er um að ræða einstaklinga sem hvorki eru í vinnu, námi né starfsþjálfun (NEET). Hvers vegna fannst mér þetta athyglisvert? Jú, vegna þess að nokkrum dögum áður stakk ég upp á við kollega mína frá ólíkum löndum sem sóttu með mér Erasmus+ þjálfun í Þýskalandi, að við ættum að líta á þennan hóp sérstaklega, þar sem það skapi aukinn vanda til lengri tíma litið ef ekki er hlúð nægilega að einstaklingunum með snemmtækum inngripum til að koma í veg fyrir að þeir falli milli skips og bryggju til lengri tíma. Í skoðanapistli sem félags- og vinnumarkaðsráðherra sendi frá sér í gær um þetta málefni benti hann á að öll höfum við þörf fyrir tilgang og að vinnan sé stór partur af því að tilheyra stærri heild, sem ég er honum hjartanlega sammála. Sjálf hef ég verið í þeirri stöðu að vera ekki í mikilli virkni og þekki á eigin skinni þá inngrónu fordóma sem því miður er enn of víða gagnvart þeim sem búa við skerta starfsorku vegna heilsubrests. Í minni tíð hef ég oftar en ekki talið mig þurfa að hlífa vinnuveitendum mínum fyrir þeim veikindum sem ég hef búið við til að geta yfir höfuð unnið við þau sérfræðistörf sem ég hef starfað við. Ég óska þess að þessi umfangsmikli hópur af unga fólki sem um ræðir geti ekki einungis fengið aðstoð við að komast á vinnumarkaðinn eftir hlé eða jafnvel fetað sín fyrstu fótspor þar, heldur sömuleiðis fengið tækifæri til að vinna úr sínum áföllum. Í ljósi þess að verið er að vinna í því að virkja fleira ungt fólk til atvinnuþáttöku set ég þó fyrirvara á þá mögulegu hugmynd að innleiða starfsgetumat á Íslandi vegna reynslunnar í vestrænum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, s.s. Bretland. Það er svo sannarlega lyftikefli fyrir atvinnulífið að ungt fólk í viðkvæmri stöðu fái fleiri tækifæri innan þess og því skora ég á atvinnurekendur að taka vel á móti þessum hópi og veita unga fólkinu á Íslandi aukin tækifæri til virkrar samfélagsþáttöku. Einnig skiptir máli að atvinnurekendur hafi aukinn skilning á ósýnilegum veikindum líkt og þeim sem af andlegum toga eru. Vonandi mun þetta verkefni reynast vel þannig að sem flest geti blómstrað á sinn einstaka máta í daglegu lífi. Leyfum okkur að vera inngildandi bæði sem samfélag og í atvinnulífinu! Höfundur er Reykvíkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Flest þekkjum við einhvern sem þurft hefur að leita sér stuðnings til að geta aftur orðið virkur þáttakandi í samfélaginu. Athyglisvert þótti mér að sjá í fréttum fyrir örfáum dögum að með samstarfi og samtakamætti er áætlun um að setja samtals rúmlega 450 milljón króna til næstu þriggja ára í verkefni til að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku ungs fólks í viðkvæmri stöðu hér á landi og unnið að því að fjölga atvinnulífstenglum fyrir fólkið. Aðallega er um að ræða einstaklinga sem hvorki eru í vinnu, námi né starfsþjálfun (NEET). Hvers vegna fannst mér þetta athyglisvert? Jú, vegna þess að nokkrum dögum áður stakk ég upp á við kollega mína frá ólíkum löndum sem sóttu með mér Erasmus+ þjálfun í Þýskalandi, að við ættum að líta á þennan hóp sérstaklega, þar sem það skapi aukinn vanda til lengri tíma litið ef ekki er hlúð nægilega að einstaklingunum með snemmtækum inngripum til að koma í veg fyrir að þeir falli milli skips og bryggju til lengri tíma. Í skoðanapistli sem félags- og vinnumarkaðsráðherra sendi frá sér í gær um þetta málefni benti hann á að öll höfum við þörf fyrir tilgang og að vinnan sé stór partur af því að tilheyra stærri heild, sem ég er honum hjartanlega sammála. Sjálf hef ég verið í þeirri stöðu að vera ekki í mikilli virkni og þekki á eigin skinni þá inngrónu fordóma sem því miður er enn of víða gagnvart þeim sem búa við skerta starfsorku vegna heilsubrests. Í minni tíð hef ég oftar en ekki talið mig þurfa að hlífa vinnuveitendum mínum fyrir þeim veikindum sem ég hef búið við til að geta yfir höfuð unnið við þau sérfræðistörf sem ég hef starfað við. Ég óska þess að þessi umfangsmikli hópur af unga fólki sem um ræðir geti ekki einungis fengið aðstoð við að komast á vinnumarkaðinn eftir hlé eða jafnvel fetað sín fyrstu fótspor þar, heldur sömuleiðis fengið tækifæri til að vinna úr sínum áföllum. Í ljósi þess að verið er að vinna í því að virkja fleira ungt fólk til atvinnuþáttöku set ég þó fyrirvara á þá mögulegu hugmynd að innleiða starfsgetumat á Íslandi vegna reynslunnar í vestrænum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við, s.s. Bretland. Það er svo sannarlega lyftikefli fyrir atvinnulífið að ungt fólk í viðkvæmri stöðu fái fleiri tækifæri innan þess og því skora ég á atvinnurekendur að taka vel á móti þessum hópi og veita unga fólkinu á Íslandi aukin tækifæri til virkrar samfélagsþáttöku. Einnig skiptir máli að atvinnurekendur hafi aukinn skilning á ósýnilegum veikindum líkt og þeim sem af andlegum toga eru. Vonandi mun þetta verkefni reynast vel þannig að sem flest geti blómstrað á sinn einstaka máta í daglegu lífi. Leyfum okkur að vera inngildandi bæði sem samfélag og í atvinnulífinu! Höfundur er Reykvíkingur.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar