Þjóðskjalasafnið í Skagafjörð Einar E. Einarsson skrifar 3. maí 2023 08:01 Þjóðskjalasafn Íslands hefur nýlega stigið fram til að fullvissa stjórnmálamenn, fræðimenn og almenning um að safnið sé fullfært um að taka við öllum gögnum sveitarfélaga. Reyndar kemur líka fram að safnið þurfi aukið fjármagn, meiri mannskap, hækkun gjaldskráa og töluvert stærra húsnæði til að sinna þessu verkefni. Það hefur einnig komið fram að safnið telji að það geti þjónustað alla borgara landsins með aðstoð stafrænna lausna, staðsetning skipti þar engu máli. Námskeið safnsins eru á netinu, hægt er að senda stafrænt afrit af gögnum í þjónustugátt og svo framvegis. Þetta gerir Þjóðskjalasafn Íslands að þeirri ríkisstofnun sem án nokkurra vandræða væri hægt að staðsetja utan höfuðborgarsvæðisins - því þessi stafræna þjónusta hlýtur að geta gengið í báðar áttir. Ég vil því bjóða Þjóðskjalasafn Íslands velkomið í Skagafjörðinn. Hér er löng hefð fyrir söguritun og fá sveitarfélög hafi veitt annað eins fjármagn í ritun byggðasögu og Skagfirðingar. Jón Sigurðsson, alþingismaður frá Reynistað í Skagafirði, átti frumkvæðið að því að héraðsskjalasöfn voru sett á fót og hér var fyrsta héraðsskjalasafnið stofnað árið 1947 sem bjargaði þannig miklum menningarverðmætum. Hér ríkir því góður skilningur á mikilvægi skjalasafna. Þetta hljóta að teljast kjöraðstæður fyrir ríkisstofnun sem heldur utan um sögulegar heimildir þjóðarinnar. Þá er hamfarahætta í Skagafirði mun minni en á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir skattfé borgara rekur ríkið þrjár stofnanir til að halda utan um sögulegar heimildir þjóðarinnar: Árnastofnun sem staðsett er í hinu nýja glæsilega húsi sem nýlega var nefnt Edda, Handritadeild Landsbókasafns sem staðsett er við hliðina á Eddu og Þjóðskjalasafn Íslands sem staðsett er á Laugavegi. Uppi eru hugmyndir um að flytja eigi aðalstöðvar Þjóðskjalasafns við hlið þessara stofnana. Væri ekki skynsamlegra og áhættuminna að dreifa þessum stofnunum á stærra landsvæði fremur en að setja þær allar saman á einn blett? Lóðaverð í Skagafirði en einnig mun lægra en í Reykjavík svo hægt væri að spara ríkinu mikið fé þegar kemur að því að byggja nýtt húsnæði fyrir Þjóðskjalasafnið - sem virðist einmitt vera á dagskránni. Reykjavíkurborg og nú Kópavogsbær hafa tekið þá ákvörðun að leggja niður sín héraðsskjalasöfn, þ.e. Borgarskjalasafn og Héraðsskjalasafn Kópavogs. Er þetta rétta umhverfið fyrir jafn mikilvæga stofnun og Þjóðskjalasafn Íslands? Og svo má auðvitað spyrja sig að því hvort þessi sveitarfélög hefðu tekið þessa ákvörðun ef Þjóðskjalasafn Íslands væri staðsett í Skagafirði. Í umræðunni um opinber skjalasöfn virðist nefnilega halla verulega á landsbyggðina. Er það tilviljun að það eru sveitarfélögin sem staðsett eru næst Þjóðskjalasafninu sem hafa nú kosið að afhenda gögn sín þangað á meðan sveitarfélög um allt Norðurland, hluta Vesturlands og Vestafjarða, allt Austurland og allt Suðurland reka sín eigin opinberu skjalasöfn? Í röksemdum borgarstjóra kemur fram að það sé ódýrara að afhenda gögn á Þjóðskjalasafn Íslands en að reka eigið skjalasafn. Þetta byggir hann reyndar á mjög umdeildri greiningu ráðgjafafyrirtækisins KPMG en ef það er einhver fótur fyrir þessari fullyrðingu þá eru í raun skattgreiðendur um land allt að fara greiða niður skjalavörslu Reykjavíkurborgar. Það hlýtur að vera eitthvað athugavert við þá löggjöf sem býður upp á slíka mismunun sveitarfélaga. Ég skora því á Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra að kanna möguleikana á að flytja Þjóðskjalasafn Íslands í Skagafjörðinn og athuga hvort núgildandi lagaumhverfi mismuni sveitarfélögum þegar kemur að rekstri opinberra skjalasafna. Höfundur er formaður Byggðarráðs Skagafjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Skagafjörður Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðskjalasafn Íslands hefur nýlega stigið fram til að fullvissa stjórnmálamenn, fræðimenn og almenning um að safnið sé fullfært um að taka við öllum gögnum sveitarfélaga. Reyndar kemur líka fram að safnið þurfi aukið fjármagn, meiri mannskap, hækkun gjaldskráa og töluvert stærra húsnæði til að sinna þessu verkefni. Það hefur einnig komið fram að safnið telji að það geti þjónustað alla borgara landsins með aðstoð stafrænna lausna, staðsetning skipti þar engu máli. Námskeið safnsins eru á netinu, hægt er að senda stafrænt afrit af gögnum í þjónustugátt og svo framvegis. Þetta gerir Þjóðskjalasafn Íslands að þeirri ríkisstofnun sem án nokkurra vandræða væri hægt að staðsetja utan höfuðborgarsvæðisins - því þessi stafræna þjónusta hlýtur að geta gengið í báðar áttir. Ég vil því bjóða Þjóðskjalasafn Íslands velkomið í Skagafjörðinn. Hér er löng hefð fyrir söguritun og fá sveitarfélög hafi veitt annað eins fjármagn í ritun byggðasögu og Skagfirðingar. Jón Sigurðsson, alþingismaður frá Reynistað í Skagafirði, átti frumkvæðið að því að héraðsskjalasöfn voru sett á fót og hér var fyrsta héraðsskjalasafnið stofnað árið 1947 sem bjargaði þannig miklum menningarverðmætum. Hér ríkir því góður skilningur á mikilvægi skjalasafna. Þetta hljóta að teljast kjöraðstæður fyrir ríkisstofnun sem heldur utan um sögulegar heimildir þjóðarinnar. Þá er hamfarahætta í Skagafirði mun minni en á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir skattfé borgara rekur ríkið þrjár stofnanir til að halda utan um sögulegar heimildir þjóðarinnar: Árnastofnun sem staðsett er í hinu nýja glæsilega húsi sem nýlega var nefnt Edda, Handritadeild Landsbókasafns sem staðsett er við hliðina á Eddu og Þjóðskjalasafn Íslands sem staðsett er á Laugavegi. Uppi eru hugmyndir um að flytja eigi aðalstöðvar Þjóðskjalasafns við hlið þessara stofnana. Væri ekki skynsamlegra og áhættuminna að dreifa þessum stofnunum á stærra landsvæði fremur en að setja þær allar saman á einn blett? Lóðaverð í Skagafirði en einnig mun lægra en í Reykjavík svo hægt væri að spara ríkinu mikið fé þegar kemur að því að byggja nýtt húsnæði fyrir Þjóðskjalasafnið - sem virðist einmitt vera á dagskránni. Reykjavíkurborg og nú Kópavogsbær hafa tekið þá ákvörðun að leggja niður sín héraðsskjalasöfn, þ.e. Borgarskjalasafn og Héraðsskjalasafn Kópavogs. Er þetta rétta umhverfið fyrir jafn mikilvæga stofnun og Þjóðskjalasafn Íslands? Og svo má auðvitað spyrja sig að því hvort þessi sveitarfélög hefðu tekið þessa ákvörðun ef Þjóðskjalasafn Íslands væri staðsett í Skagafirði. Í umræðunni um opinber skjalasöfn virðist nefnilega halla verulega á landsbyggðina. Er það tilviljun að það eru sveitarfélögin sem staðsett eru næst Þjóðskjalasafninu sem hafa nú kosið að afhenda gögn sín þangað á meðan sveitarfélög um allt Norðurland, hluta Vesturlands og Vestafjarða, allt Austurland og allt Suðurland reka sín eigin opinberu skjalasöfn? Í röksemdum borgarstjóra kemur fram að það sé ódýrara að afhenda gögn á Þjóðskjalasafn Íslands en að reka eigið skjalasafn. Þetta byggir hann reyndar á mjög umdeildri greiningu ráðgjafafyrirtækisins KPMG en ef það er einhver fótur fyrir þessari fullyrðingu þá eru í raun skattgreiðendur um land allt að fara greiða niður skjalavörslu Reykjavíkurborgar. Það hlýtur að vera eitthvað athugavert við þá löggjöf sem býður upp á slíka mismunun sveitarfélaga. Ég skora því á Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra og Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra að kanna möguleikana á að flytja Þjóðskjalasafn Íslands í Skagafjörðinn og athuga hvort núgildandi lagaumhverfi mismuni sveitarfélögum þegar kemur að rekstri opinberra skjalasafna. Höfundur er formaður Byggðarráðs Skagafjarðar.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun