Kastljósinu beint að staðreyndum Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifar 2. maí 2023 14:31 Efnahagsmál varða okkur öll og því er mikilvægt að umræða um þau byggi á traustum grunni. Aftur á móti gætir oft mikils misræmis í almennri umræðu um efnahagsmál. Túlkanir álitsgjafa geta verið æði mismunandi og umræðan því þvælst. Til að átta sig á heildarmyndinni og skoða hversu vel okkur gengur í efnahagslegu tilliti getur verið gott að skoða gögn í alþjóðlegum samanburði. Þá er mikilvægt að gagnanna sé aflað með samræmdum hætti og þau svo túlkuð á viðeigandi hátt. Launakostnaður á vinnustund er hár á Íslandi Eurostat birti nýlega gögn um launakostnað í Evrópu á árinu 2022. Til að bera saman launakostnað milli þessara landa þarf að styðjast við sameiginlegan mælikvarða og er jafnan talað um launakostnað á hverja vinnustund að meðaltali í evrum. Þegar launakostnaður er metinn er horft til launa og launatengdra gjalda í senn til að fá samanburðarhæfa mynd af heildarkostnaði atvinnurekenda við starfsfólk. Kostnaðurinn var mestur í Noregi, 56 evrur á klukkustund en 48 evrur á Íslandi og að meðaltali 31 evra í ríkjum Evrópusambandsins. Þess ber að geta að Sviss vantaði í gögnin en telja má líklegt að Svisslendingar séu með einna mestan launakostnað meðal evrópskra þjóða. Á þennan mælikvarða, og miðað við nýjustu fáanlegu gögn, má vera ljóst að launakostnaður er sérlega hár hér á landi rétt eins og í öðrum Evrópulöndum þar sem velmegun er mikil. Meðalárslaun einna hæst á Íslandi þótt leiðrétt sé fyrir verðlagi Hluti skýringarinnar á miklum launakostnaði hér á landi felst auðvitað í því að laun eru há. Eurostat birtir einnig gögn um meðalárslaun fullvinnandi einstaklinga í þessum sömu ríkjum. Það getur verið gagnlegt að leiðrétta þessi gögn fyrir ólíku verðlagi milli landa til að hægt sé að glöggva sig á því hvað launafólk getur fengið af vörum og þjónustu fyrir launin sín. Er jafnan rætt um kaupmátt í þessu samhengi. Verðlag á Íslandi er hátt, enda er mikil fylgni milli launa og verðlags í hverju landi, en meðallaun á Íslandi eru meðal þeirra hæstu í Evrópu jafnvel þótt tekið hafi verið tillit til verðlags. Þetta má glögglega sjá í alþjóðlegum samanburði Eurostat þar sem Ísland er í fjórða sæti Evrópuríkja yfir kaupmáttarleiðrétt meðalárslaun, ofar öllum hinum Norðurlöndunum og 40% hærri en í Evrópusambandsríkjum að meðaltali. Hlutdeild launafólks í verðmætasköpun er mikil Til að átta sig á því hversu mikið launakostnaður vegur í atvinnurekstri þarf að setja hann í gagnlegt samhengi. Þegar ákvarðanir eru teknar um launasetningu þarf að horfa til þeirra tekna sem reksturinn skapar sem og annars kostnaðar í rekstri sem stendur eftir þegar laun hafa verið greidd, svo sem fjármagnsgjalda, eða fjárfestinga. Við getum horft til landsframleiðslu í þessu samhengi – hún er ákveðinn mælikvarði á þá verðmætasköpun sem fram fer í hagkerfinu, og það sem er þá “til skiptanna” ef svo má að orði komast. Þegar öll þau laun og launatengdu gjöld sem greidd eru út í hagkerfinu eru skoðuð í samhengi við heildarframleiðsluna má sjá að óvíða rennur stærra hlutfall verðmætasköpunar til launafólks en á Íslandi. Sumir gætu spurt hvort öll verðmætasköpunin ætti ekki að renna beint í vasa launafólks enda sé það vinnandi fólk sem í raun stendur undir allri verðmætasköpun. Hafa ber í huga að fyrirtæki þurfa að standa straum af ýmsum öðrum kostnaði en launakostnaði. Einnig þarf að huga að fjárfestingum í innviðum ásamt nýjustu tækjum og tólum svo hægt sé að undirbyggja hagvöxt framtíðar - sem launafólk mun byggja sínar framtíðartekjur á. Vandséð er að verðmætasköpun væri jafn mikil í dag og raun ber vitni án slíkrar fyrirhyggju. Lífsgæði byggja á verðmætasköpun Myndin er skýr. Laun á Íslandi eru með þeim hæstu í heimi og launakostnaður er það einnig. Þetta endurspeglar þá miklu verðmætasköpun sem fram fer hér á landi og hina stóru hlutdeild launafólks í henni. Þegar allt kemur til alls getur hagur landsmanna ekki byggst á neinu öðru en þeim verðmætum sem sköpuð eru í hagkerfinu. Þar er einnig mikilvægt að hafa í huga að lífskjör okkar og afkomenda okkar munu byggja á því hversu vel okkur tekst að fjárfesta í innviðum, nýjustu tækni og hugviti til að framleidd verði enn meiri verðmæti í framtíðinni en í dag. Hér þarf því að finna ákveðið jafnvægi milli launa í nútíð, annars kostnaðar en launa og fjárfestingar sem mun standa fyrir enn betri lífskjörum þegar fram líða stundir. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Hrefna Ingimundardóttir Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Skoðun Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Efnahagsmál varða okkur öll og því er mikilvægt að umræða um þau byggi á traustum grunni. Aftur á móti gætir oft mikils misræmis í almennri umræðu um efnahagsmál. Túlkanir álitsgjafa geta verið æði mismunandi og umræðan því þvælst. Til að átta sig á heildarmyndinni og skoða hversu vel okkur gengur í efnahagslegu tilliti getur verið gott að skoða gögn í alþjóðlegum samanburði. Þá er mikilvægt að gagnanna sé aflað með samræmdum hætti og þau svo túlkuð á viðeigandi hátt. Launakostnaður á vinnustund er hár á Íslandi Eurostat birti nýlega gögn um launakostnað í Evrópu á árinu 2022. Til að bera saman launakostnað milli þessara landa þarf að styðjast við sameiginlegan mælikvarða og er jafnan talað um launakostnað á hverja vinnustund að meðaltali í evrum. Þegar launakostnaður er metinn er horft til launa og launatengdra gjalda í senn til að fá samanburðarhæfa mynd af heildarkostnaði atvinnurekenda við starfsfólk. Kostnaðurinn var mestur í Noregi, 56 evrur á klukkustund en 48 evrur á Íslandi og að meðaltali 31 evra í ríkjum Evrópusambandsins. Þess ber að geta að Sviss vantaði í gögnin en telja má líklegt að Svisslendingar séu með einna mestan launakostnað meðal evrópskra þjóða. Á þennan mælikvarða, og miðað við nýjustu fáanlegu gögn, má vera ljóst að launakostnaður er sérlega hár hér á landi rétt eins og í öðrum Evrópulöndum þar sem velmegun er mikil. Meðalárslaun einna hæst á Íslandi þótt leiðrétt sé fyrir verðlagi Hluti skýringarinnar á miklum launakostnaði hér á landi felst auðvitað í því að laun eru há. Eurostat birtir einnig gögn um meðalárslaun fullvinnandi einstaklinga í þessum sömu ríkjum. Það getur verið gagnlegt að leiðrétta þessi gögn fyrir ólíku verðlagi milli landa til að hægt sé að glöggva sig á því hvað launafólk getur fengið af vörum og þjónustu fyrir launin sín. Er jafnan rætt um kaupmátt í þessu samhengi. Verðlag á Íslandi er hátt, enda er mikil fylgni milli launa og verðlags í hverju landi, en meðallaun á Íslandi eru meðal þeirra hæstu í Evrópu jafnvel þótt tekið hafi verið tillit til verðlags. Þetta má glögglega sjá í alþjóðlegum samanburði Eurostat þar sem Ísland er í fjórða sæti Evrópuríkja yfir kaupmáttarleiðrétt meðalárslaun, ofar öllum hinum Norðurlöndunum og 40% hærri en í Evrópusambandsríkjum að meðaltali. Hlutdeild launafólks í verðmætasköpun er mikil Til að átta sig á því hversu mikið launakostnaður vegur í atvinnurekstri þarf að setja hann í gagnlegt samhengi. Þegar ákvarðanir eru teknar um launasetningu þarf að horfa til þeirra tekna sem reksturinn skapar sem og annars kostnaðar í rekstri sem stendur eftir þegar laun hafa verið greidd, svo sem fjármagnsgjalda, eða fjárfestinga. Við getum horft til landsframleiðslu í þessu samhengi – hún er ákveðinn mælikvarði á þá verðmætasköpun sem fram fer í hagkerfinu, og það sem er þá “til skiptanna” ef svo má að orði komast. Þegar öll þau laun og launatengdu gjöld sem greidd eru út í hagkerfinu eru skoðuð í samhengi við heildarframleiðsluna má sjá að óvíða rennur stærra hlutfall verðmætasköpunar til launafólks en á Íslandi. Sumir gætu spurt hvort öll verðmætasköpunin ætti ekki að renna beint í vasa launafólks enda sé það vinnandi fólk sem í raun stendur undir allri verðmætasköpun. Hafa ber í huga að fyrirtæki þurfa að standa straum af ýmsum öðrum kostnaði en launakostnaði. Einnig þarf að huga að fjárfestingum í innviðum ásamt nýjustu tækjum og tólum svo hægt sé að undirbyggja hagvöxt framtíðar - sem launafólk mun byggja sínar framtíðartekjur á. Vandséð er að verðmætasköpun væri jafn mikil í dag og raun ber vitni án slíkrar fyrirhyggju. Lífsgæði byggja á verðmætasköpun Myndin er skýr. Laun á Íslandi eru með þeim hæstu í heimi og launakostnaður er það einnig. Þetta endurspeglar þá miklu verðmætasköpun sem fram fer hér á landi og hina stóru hlutdeild launafólks í henni. Þegar allt kemur til alls getur hagur landsmanna ekki byggst á neinu öðru en þeim verðmætum sem sköpuð eru í hagkerfinu. Þar er einnig mikilvægt að hafa í huga að lífskjör okkar og afkomenda okkar munu byggja á því hversu vel okkur tekst að fjárfesta í innviðum, nýjustu tækni og hugviti til að framleidd verði enn meiri verðmæti í framtíðinni en í dag. Hér þarf því að finna ákveðið jafnvægi milli launa í nútíð, annars kostnaðar en launa og fjárfestingar sem mun standa fyrir enn betri lífskjörum þegar fram líða stundir. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun