Launakostnaður íslenskra fyrirtækja er undir meðallagi Stefán Ólafsson skrifar 26. apríl 2023 10:30 Atvinnurekendur tala iðulega um að laun séu með hæsta móti á Íslandi, jafnvel þau hæstu í heimi. Fjölmiðlar þeirra bergmála þetta svo um allt land. Því trúa margir þessu. En þetta er ekki svona einfalt. Skoða þarf laun og launatengd gjöld saman, að teknu tilliti til mismunandi verðlags þjóða. Verðlag á Íslandi (og í Sviss) er það hæsta sem þekkist. Hærra verðlag kallar á hærri laun, að öðru jöfnu. Vegna óvenju hás verðlags þurfa laun að vera óvenju há á Íslandi. Þegar framlag velferðarkerfisins bætist við og álagning skattkerfisins dregst frá sitja eftir ráðstöfunartekjur. Þær eru ekki hæstar á Íslandi. Kaupmáttarleiðrétt meðallaun og ráðstöfunartekjur eru t.d. talsvert hærri í Sviss en á Íslandi, sem og í nokkrum öðrum Evrópulöndum. Raunverulegur launakostnaður fyrirtækja Annar mikilvægur flötur kjaramálanna er svo launakostnaður fyrirtækja. Með launakostnaði er átt við samanlögð laun og launatengd gjöld fyrirtækja. Hann sýnir hve mikið kostnaður vegna vinnuaflsins vegur í reikningum fyrirtækjanna. Lægri launakostnaður, að teknu tilliti til verðlags, færir eigendum fyrirtækja meiri hagnað – og sýnir því einnig svigrúm til launahækkana eða annarra kjarabóta fyrir launafólk. Hvernig standa íslensk fyrirtæki í samanburði við evrópsk fyrirtæki hvað snertir samanlagðan launakostnað á raunvirði? Mynd 1: Árlegur launakostnaður fyrirtækja (laun og launatengd gjöld) með verðlagsleiðréttingu. Það má sjá á myndinni hér að ofan, en tölurnar koma frá Eurostat (Hagstofu Evrópusambandsins) og ná til ársins 2020. Tölurnar eru á föstu verðlagi, þ.e. leiðréttar vegna mismunandi verðlags. Laun eru í hærra lagi á Íslandi en launatengd gjöld fyrirtækja eru í lægra lagi. Samanlögð laun og launatengd gjöld (heildar launakostnaður fyrirtækja) hér á landi eru hins vegar undir meðallagi þessara Evrópuþjóða, að teknu tilliti til verðlags. Ísland er í fimmtánda sæti, en ekki í einu af efstu sætunum, eins og myndin sýnir. Launakostnaður í heild er talsvert hærri á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi, sem og í hinum hagsælu ríkjunum sem við yfirleitt berum okkur saman við. Það eru fátækari þjóðirnar í Evrópu sem eru á svipuðum slóðum eða neðar en Ísland í þessum efnum. Hvaða þýðingu hefur þetta? Jú, þetta segir okkur að íslensk fyrirtæki búa við mjög hóflegar byrðar vegna vinnuaflskostnaðar. Þau ættu því auðveldlega að geta borið hærri laun eða hærri framlög til velferðarkerfisins til að bæta hag launafólks (m.a. í gegnum launatengd gjöld atvinnurekenda). Fyrirtækjum á Íslandi er þannig hlíft. Þeim er einnig hlíft með tiltölulega lágum tekjuskatti á hagnað fyrirtækja. Eigendum og stjórnendum fyrirtækja er þar að auki hlíft með óvenju lágum fjármagnstekjuskatti hér á landi. Það er því innantómur boðskapur þegar atvinnurekendur kvarta undan háum launum á Íslandi. Það þarf að horfa jöfnum höndum til launa og launatengdra gjalda – og verðlags – til að fá raunsannari mynd af launakostnaði fyrirtækjanna í heild. Sú mynd sýnir klárlega að hér er talsvert svigrúm til að bæta hag launafólks, án þess að halli á fyrirtækin í samkeppni við fyrirtæki í öðrum hagsældarríkjum. Raunkostnaður á vinnustund Hér er svo tekið tillit til mismunandi vinnutíma. Ísland er áfram undir meðallagi ESB-ríkja. Mynd 2: Launakostnaður á vinnustund, með og án verðlagsleiðréttingar (PPS). Heimild: Eurostat Á mynd 2 er sýndur nýlegur samanburður Eurostat á „launakostnaði á vinnustund“ árið 2020, með og án verðlagsleiðréttingar (kaupmáttarjöfnunar – PPS). Þar má sjá hversu miklu máli skiptir að leiðrétta fyrir mismunandi verðlagi í löndunum. Bláu súlurnar sýna kostnað fyrirtækja án verðlagsleiðréttingar og flötu svörtu strikin eru launakostnaður með verðlagsleiðréttingu (kaupmáttarjöfnun). Gulu fletirnir sýna áhrif verðlagsleiðréttingarinnar, sem eru mest í Danmörku, Noregi, Íslandi og Lúxemborg. Á myndina vantar Sviss og Bretland sem eru með hærri launakostnað en Ísland. Rauði hringurinn sýnir stöðu Íslands með verðlagsleiðréttingu. Niðurstöðurnar eru skýrar. Hvort sem litið er á árlegan launakostnað fyrirtækja eða launakostnað á vinnustund á raunvirði þá er Ísland undir meðaltali Evrópuríkja. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stefán Ólafsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Atvinnurekendur tala iðulega um að laun séu með hæsta móti á Íslandi, jafnvel þau hæstu í heimi. Fjölmiðlar þeirra bergmála þetta svo um allt land. Því trúa margir þessu. En þetta er ekki svona einfalt. Skoða þarf laun og launatengd gjöld saman, að teknu tilliti til mismunandi verðlags þjóða. Verðlag á Íslandi (og í Sviss) er það hæsta sem þekkist. Hærra verðlag kallar á hærri laun, að öðru jöfnu. Vegna óvenju hás verðlags þurfa laun að vera óvenju há á Íslandi. Þegar framlag velferðarkerfisins bætist við og álagning skattkerfisins dregst frá sitja eftir ráðstöfunartekjur. Þær eru ekki hæstar á Íslandi. Kaupmáttarleiðrétt meðallaun og ráðstöfunartekjur eru t.d. talsvert hærri í Sviss en á Íslandi, sem og í nokkrum öðrum Evrópulöndum. Raunverulegur launakostnaður fyrirtækja Annar mikilvægur flötur kjaramálanna er svo launakostnaður fyrirtækja. Með launakostnaði er átt við samanlögð laun og launatengd gjöld fyrirtækja. Hann sýnir hve mikið kostnaður vegna vinnuaflsins vegur í reikningum fyrirtækjanna. Lægri launakostnaður, að teknu tilliti til verðlags, færir eigendum fyrirtækja meiri hagnað – og sýnir því einnig svigrúm til launahækkana eða annarra kjarabóta fyrir launafólk. Hvernig standa íslensk fyrirtæki í samanburði við evrópsk fyrirtæki hvað snertir samanlagðan launakostnað á raunvirði? Mynd 1: Árlegur launakostnaður fyrirtækja (laun og launatengd gjöld) með verðlagsleiðréttingu. Það má sjá á myndinni hér að ofan, en tölurnar koma frá Eurostat (Hagstofu Evrópusambandsins) og ná til ársins 2020. Tölurnar eru á föstu verðlagi, þ.e. leiðréttar vegna mismunandi verðlags. Laun eru í hærra lagi á Íslandi en launatengd gjöld fyrirtækja eru í lægra lagi. Samanlögð laun og launatengd gjöld (heildar launakostnaður fyrirtækja) hér á landi eru hins vegar undir meðallagi þessara Evrópuþjóða, að teknu tilliti til verðlags. Ísland er í fimmtánda sæti, en ekki í einu af efstu sætunum, eins og myndin sýnir. Launakostnaður í heild er talsvert hærri á hinum Norðurlöndunum en á Íslandi, sem og í hinum hagsælu ríkjunum sem við yfirleitt berum okkur saman við. Það eru fátækari þjóðirnar í Evrópu sem eru á svipuðum slóðum eða neðar en Ísland í þessum efnum. Hvaða þýðingu hefur þetta? Jú, þetta segir okkur að íslensk fyrirtæki búa við mjög hóflegar byrðar vegna vinnuaflskostnaðar. Þau ættu því auðveldlega að geta borið hærri laun eða hærri framlög til velferðarkerfisins til að bæta hag launafólks (m.a. í gegnum launatengd gjöld atvinnurekenda). Fyrirtækjum á Íslandi er þannig hlíft. Þeim er einnig hlíft með tiltölulega lágum tekjuskatti á hagnað fyrirtækja. Eigendum og stjórnendum fyrirtækja er þar að auki hlíft með óvenju lágum fjármagnstekjuskatti hér á landi. Það er því innantómur boðskapur þegar atvinnurekendur kvarta undan háum launum á Íslandi. Það þarf að horfa jöfnum höndum til launa og launatengdra gjalda – og verðlags – til að fá raunsannari mynd af launakostnaði fyrirtækjanna í heild. Sú mynd sýnir klárlega að hér er talsvert svigrúm til að bæta hag launafólks, án þess að halli á fyrirtækin í samkeppni við fyrirtæki í öðrum hagsældarríkjum. Raunkostnaður á vinnustund Hér er svo tekið tillit til mismunandi vinnutíma. Ísland er áfram undir meðallagi ESB-ríkja. Mynd 2: Launakostnaður á vinnustund, með og án verðlagsleiðréttingar (PPS). Heimild: Eurostat Á mynd 2 er sýndur nýlegur samanburður Eurostat á „launakostnaði á vinnustund“ árið 2020, með og án verðlagsleiðréttingar (kaupmáttarjöfnunar – PPS). Þar má sjá hversu miklu máli skiptir að leiðrétta fyrir mismunandi verðlagi í löndunum. Bláu súlurnar sýna kostnað fyrirtækja án verðlagsleiðréttingar og flötu svörtu strikin eru launakostnaður með verðlagsleiðréttingu (kaupmáttarjöfnun). Gulu fletirnir sýna áhrif verðlagsleiðréttingarinnar, sem eru mest í Danmörku, Noregi, Íslandi og Lúxemborg. Á myndina vantar Sviss og Bretland sem eru með hærri launakostnað en Ísland. Rauði hringurinn sýnir stöðu Íslands með verðlagsleiðréttingu. Niðurstöðurnar eru skýrar. Hvort sem litið er á árlegan launakostnað fyrirtækja eða launakostnað á vinnustund á raunvirði þá er Ísland undir meðaltali Evrópuríkja. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun