Nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum Grímur Atlason skrifar 25. apríl 2023 14:02 Ráðstefnan „Þörf fyrir samfélagsbreytingar? – nýjar leiðir til þess að hugsa um geðheilbrigðismál“ fer fram dagana 27. og 28. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður gestum boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum undanfarna áratugi. Lögð verður áhersla á notendamiðaða nálgun sem er farin að ryðja sér til rúms víða. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Geðhjálpar, Bevisst Likepersonsarbeid og Intentional Peer Support en fyrirlesarar eru aðilar sem hafa beitt sér á alþjóðavettvangi fyrir breyttri nálgun í geðheilbrigðismálum. Auk þeirra mun fólk með reynslu af tilfinningalegri vanlíðan og/eða fíkn leiða vinnustofur. En hvers vegna er breytinga þörf? Staðan í dag Fréttir af dauðsföllum vegna lyfjaeitrana, aukinnar vanlíðanar ungs fólks, fjölgunar örorkubótaþega, einmanaleika fólks og erfiðleikum barna í skólum benda til þess að við séum ekki á réttri leið. Aðferðir 20. aldarinnar í tengslum við geðrænar áskoranir hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Kerfið vinnur út frá hugmyndafræði vísindahyggju sem gengur út á að laga einkenni frekar en að leita orsaka. Mælikvarðar geðheilsu eru fjölmargir. Geð- og svefnlyfjanotkun er einn, fjöldi sjálfsvíga og sjálfsskaða annar og líðan barna og ungmenna enn annar. Geðhjálp hefur haldið utan um þessa vísa undanfarin misseri og birt reglulega. Flestir þessara vísa benda til verri geðheilsu þjóðarinnar. Lyfjaeitranir hafa verið til umræðu undanfarna daga og það eru sláandi tölur sem birtast okkur í dánarmeinaskrá landlæknisembættisins. Á árunum 2012 til 2021 dóu samtals 309 einstaklingar vegna lyfjaeitrana sem ekki voru skráðar sem sjálfsvíg. Þegar tímabilinu er skipt í tvennt kemur í ljós veruleg aukning á árabilinu 2017 til 2021 samanborið við árin fimm á undan. Í heildina dóu 43,3% fleiri vegna lyfjaeitrana árin 2017 til 2021 en á árunum 2012 til 2016. Aukningin er mest meðal karla á aldrinum 11 til 44 ára en 38 fleiri karlmenn á þessum aldri dóu þessi fimm ár. Það er aukning um 90,4% á milli tímabila. Það skal tekið fram að enginn karlmaður undir 18 ára dó á þessu tímabili en það gerðu hins vegar tvær ungar konur og þess vegna fer viðmiðið í 11 ár. Hvað þarf að gera? Geðrænum áskorunum þarf að mæta með fjölbreyttari nálgun en lyfjamódeli læknisfræðinnar einu og sér. Horfa þarf á fíkn og fíknivanda út frá reynslu einstaklingsins í stað þess að einblína á afleiðingar neyslunnar. Refsingar skila engu og fangelsin eru full af brotnum einstaklingum sem eitt sinn voru börn sem samfélagið brást. 98 prósent þess fjármagns, sem sett er í geðheilbrigðiskerfið, fer í plástra og viðbrögð þegar einstaklingurinn er kominn í vanda. Tvö prósent fjármagnsins fer í forvarnir. Spurningin: Hvað er að þér? hefur gengið sér til húðar. Það er kominn tími til að við spyrjum einstaklinga í vanda: Hvað kom fyrir þig? Við verðum að huga að börnum frá meðgöngu og síðan alveg sérstaklega fyrstu tvö æviárin. Styðjum síðan við börn á öllum skólastigum. Styðjum verðandi foreldra og styðjum foreldra á fyrstu árum barnsins. Það gerum við m.a. með því að vinda ofan af þeirri vitleysu að vinnan göfgi manninn. Samvera og tilfinningatengsl göfga manninn. Umburðarlyndi og skilningur gera það líka. Breytum skólakerfinu þannig að öll börn hafi þar tilgang og vaxi með þeim hætti. Breytum hugmyndafræði okkar í tengslum við virkni og hættum að mæla allt út frá fullri starfsorku og skertri starfsorku. Við erum öll með starfsorku – bara mismikla og við getum öll lagt eitthvað af mörkum. Tölum um tilfinningar og eflum seiglu. Þjálfum okkur öll í að ganga í gegnum erfiðleika og lítum á þá sem hluta af því að verða heilsteypt manneskja. Drögum jafnframt úr áföllum barna vegna félagslegra erfiðleika í umhverfi þeirra. Þegar skaðinn er skeður og einstaklingurinn er í vanda þá þurfum við að mæta honum þar sem hann er staddur. Stóreflum samfélagsgeðþjónustu og lítum á sjúkrahúsvist sem algjöra undantekningu þegar kemur að meðferð við geðrænum áskorunum. Fjölgum jafningjum á öllum stöðum sem veita meðferð og/eða þjónustu við fólk með geðrænar áskoranir. Tökum upp hugmyndafræði opinnar samræðu (open dialouge) sem hefur rutt sér til rúms víða. Innleiðum samstarf og samráð við notendur þjónustunnar (co-creation) – raunverulegt samráð, ekki sýndar samráð. Bjóðum upp á lyfjalausar deildir og drögum þannig úr þvingun og nauðung. Að sjálfsögðu þarf síðan að uppfæra húsakost geðdeilda landsins. Lítum á fíkn og fíkniefni með þeim augum að notendur efnanna eru fyrst og fremst að deyfa sársauka. Afglæpavæðum notkun þeirra og lögleiðum í áföngum. Það hefur ekkert gott komið út úr stríðinu við fíkniefnin sem Nixon hóf fyrir rúmum 50 árum. Tæmum fangelsin af þessum brotnu einstaklingum sem eitt sinni voru börn en við síðan sem samfélag vanræktum. Tökum höndum saman og gerum þetta! Hittumst síðan á ráðstefnunni næstu tvo daga þar sem áherslan verður öll á nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum! Nánar hér: www.socialchange.is Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ráðstefnan „Þörf fyrir samfélagsbreytingar? – nýjar leiðir til þess að hugsa um geðheilbrigðismál“ fer fram dagana 27. og 28. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður gestum boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum undanfarna áratugi. Lögð verður áhersla á notendamiðaða nálgun sem er farin að ryðja sér til rúms víða. Ráðstefnan er samstarfsverkefni Geðhjálpar, Bevisst Likepersonsarbeid og Intentional Peer Support en fyrirlesarar eru aðilar sem hafa beitt sér á alþjóðavettvangi fyrir breyttri nálgun í geðheilbrigðismálum. Auk þeirra mun fólk með reynslu af tilfinningalegri vanlíðan og/eða fíkn leiða vinnustofur. En hvers vegna er breytinga þörf? Staðan í dag Fréttir af dauðsföllum vegna lyfjaeitrana, aukinnar vanlíðanar ungs fólks, fjölgunar örorkubótaþega, einmanaleika fólks og erfiðleikum barna í skólum benda til þess að við séum ekki á réttri leið. Aðferðir 20. aldarinnar í tengslum við geðrænar áskoranir hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Kerfið vinnur út frá hugmyndafræði vísindahyggju sem gengur út á að laga einkenni frekar en að leita orsaka. Mælikvarðar geðheilsu eru fjölmargir. Geð- og svefnlyfjanotkun er einn, fjöldi sjálfsvíga og sjálfsskaða annar og líðan barna og ungmenna enn annar. Geðhjálp hefur haldið utan um þessa vísa undanfarin misseri og birt reglulega. Flestir þessara vísa benda til verri geðheilsu þjóðarinnar. Lyfjaeitranir hafa verið til umræðu undanfarna daga og það eru sláandi tölur sem birtast okkur í dánarmeinaskrá landlæknisembættisins. Á árunum 2012 til 2021 dóu samtals 309 einstaklingar vegna lyfjaeitrana sem ekki voru skráðar sem sjálfsvíg. Þegar tímabilinu er skipt í tvennt kemur í ljós veruleg aukning á árabilinu 2017 til 2021 samanborið við árin fimm á undan. Í heildina dóu 43,3% fleiri vegna lyfjaeitrana árin 2017 til 2021 en á árunum 2012 til 2016. Aukningin er mest meðal karla á aldrinum 11 til 44 ára en 38 fleiri karlmenn á þessum aldri dóu þessi fimm ár. Það er aukning um 90,4% á milli tímabila. Það skal tekið fram að enginn karlmaður undir 18 ára dó á þessu tímabili en það gerðu hins vegar tvær ungar konur og þess vegna fer viðmiðið í 11 ár. Hvað þarf að gera? Geðrænum áskorunum þarf að mæta með fjölbreyttari nálgun en lyfjamódeli læknisfræðinnar einu og sér. Horfa þarf á fíkn og fíknivanda út frá reynslu einstaklingsins í stað þess að einblína á afleiðingar neyslunnar. Refsingar skila engu og fangelsin eru full af brotnum einstaklingum sem eitt sinn voru börn sem samfélagið brást. 98 prósent þess fjármagns, sem sett er í geðheilbrigðiskerfið, fer í plástra og viðbrögð þegar einstaklingurinn er kominn í vanda. Tvö prósent fjármagnsins fer í forvarnir. Spurningin: Hvað er að þér? hefur gengið sér til húðar. Það er kominn tími til að við spyrjum einstaklinga í vanda: Hvað kom fyrir þig? Við verðum að huga að börnum frá meðgöngu og síðan alveg sérstaklega fyrstu tvö æviárin. Styðjum síðan við börn á öllum skólastigum. Styðjum verðandi foreldra og styðjum foreldra á fyrstu árum barnsins. Það gerum við m.a. með því að vinda ofan af þeirri vitleysu að vinnan göfgi manninn. Samvera og tilfinningatengsl göfga manninn. Umburðarlyndi og skilningur gera það líka. Breytum skólakerfinu þannig að öll börn hafi þar tilgang og vaxi með þeim hætti. Breytum hugmyndafræði okkar í tengslum við virkni og hættum að mæla allt út frá fullri starfsorku og skertri starfsorku. Við erum öll með starfsorku – bara mismikla og við getum öll lagt eitthvað af mörkum. Tölum um tilfinningar og eflum seiglu. Þjálfum okkur öll í að ganga í gegnum erfiðleika og lítum á þá sem hluta af því að verða heilsteypt manneskja. Drögum jafnframt úr áföllum barna vegna félagslegra erfiðleika í umhverfi þeirra. Þegar skaðinn er skeður og einstaklingurinn er í vanda þá þurfum við að mæta honum þar sem hann er staddur. Stóreflum samfélagsgeðþjónustu og lítum á sjúkrahúsvist sem algjöra undantekningu þegar kemur að meðferð við geðrænum áskorunum. Fjölgum jafningjum á öllum stöðum sem veita meðferð og/eða þjónustu við fólk með geðrænar áskoranir. Tökum upp hugmyndafræði opinnar samræðu (open dialouge) sem hefur rutt sér til rúms víða. Innleiðum samstarf og samráð við notendur þjónustunnar (co-creation) – raunverulegt samráð, ekki sýndar samráð. Bjóðum upp á lyfjalausar deildir og drögum þannig úr þvingun og nauðung. Að sjálfsögðu þarf síðan að uppfæra húsakost geðdeilda landsins. Lítum á fíkn og fíkniefni með þeim augum að notendur efnanna eru fyrst og fremst að deyfa sársauka. Afglæpavæðum notkun þeirra og lögleiðum í áföngum. Það hefur ekkert gott komið út úr stríðinu við fíkniefnin sem Nixon hóf fyrir rúmum 50 árum. Tæmum fangelsin af þessum brotnu einstaklingum sem eitt sinni voru börn en við síðan sem samfélag vanræktum. Tökum höndum saman og gerum þetta! Hittumst síðan á ráðstefnunni næstu tvo daga þar sem áherslan verður öll á nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum! Nánar hér: www.socialchange.is Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar