Fræðsla gegn fordómum Hópur fólks í ungmennaráði UNICEF á Íslandi skrifar 25. apríl 2023 10:30 Börn eru jafn ólík og þau eru mörg og við eigum að fagna fjölbreytileikanum. Börn eiga að fá að vera eins og þau eru og það er skylda fullorðinna og stjórnvalda að vernda þau og leyfa þeim að vera börn. Lögfesting barnasáttmálans á Íslandi Þann 20. febrúar 2013 var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi og hafði fyrir það verið fullgildur í rúm 20 ár. Ísland hefur því verið að fylgja barnasáttmálanum í rúm 30 ár og ættum við því flest að vera honum kunnug. En því miður er raunin sú að hvorki börn né fullorðnir virðast þekkja réttindi barna neitt sérstaklega vel. Meira að segja kennarar sem vinna alla daga með börnum virðast sumir hverjir aldrei hafa séð barnasáttmálann. Öll börn eru jöfn Ein af grundvallar greinum barnasáttmálans er 2. grein, Öll börn eru jöfn. Í henni segir að öll börn eigi að njóta allra réttinda barnasáttmálans án tillits til hver þau eru, hvar þau búa, hvaðan þau eru, á hvað það trúa, hvernig þau skilgreina sig, hver bakgrunnur þeirra er o.s.frv. Börn eiga rétt á því að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það (6.gr). Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu (19.gr). Börn eiga rétt á því að þegar að fullorðnir taki ákvarðanir sem varða börn sé alltaf gert það sem börnum er fyrir bestu (3.gr). Þegar barnasáttmálinn er skoðaður er það frekar augljóst að fullorðnum ber skylda til þess að vernda börn hvernig sem þau eru og leyfa þeim að vera þau sjálf. Skólafræðsla Samtakanna ´78 Samtökin ´78 eru hagsmunasamtök hinsegin fólks og standa meðal annars fyrir fræðslum um hinseginleikann í grunnskólum. Þessar fræðslur eru gríðarlega mikilvægar fyrir skólakerfið og ættu að vera fastur liður í grunnskólum enda fjalla þær um málefni sem öll börn ættu að þekkja. Börn, foreldrar og kennarar ættu að fá fræðslu um hinseginleikann enda er hann stór hluti af samfélaginu. Fræðsla Samtakanna ´78 er frábær, í henni eru börn frædd um hvað það þýðir að vera hinsegin og er kennt að fagna fjölbreytileikanum. Börn eru allskonar og það er mikilvægt að foreldrar, kennarar og ekki síst samnemendur séu vel frædd um hinseginleikann svo það sé öruggt að vel verði tekið á móti hinseginn nemendum. Samtökin ´78, þeirra starf og þeirra fræðsla er því virkilega mikilvæg fyrir samfélagið sem að við búum í í dag og henni ætti að vera fagnað. 99. grein barnaverndarlaga Nýlega kom út grein þar sem þeirri hugmynd var velt upp hvort Samtökin ´78 gerðust brotleg við 99. gr. barnaverndarlaga. Í 99. gr. barnaverndarlaga segir meðal annars: „Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ og vill höfundur greinarinnar meina að það sé særandi og móðgandi fyrir barn að heyra að það sé í vitlausum líkama (og vísar þar í fræðslu samtakanna). Þessar staðhæfingar eru alveg út í hött, það er virkilega mikilvægt að börn séu frædd um hinseginleikann og viti hvar þau geta leitað sér ráðgjafar ef þau eru óviss með kyn sitt eða kynhneigð. Samtökin´78 brjóta ekki barnaverndarlög, Samtökin ´78 sinna mikilvægu starfi og það á að fagna því frábæra starfi sem þau sinna. Að lokum Að lokum vill Ungmennaráð UNICEF minna á að öll börn eiga rétt á því að vera þau sem þau eru, ekkert barn á að þurfa að búa við það að þurfa að fela hver þau eru. Ekkert barn á að verða fyrir fordómum og öll börn eiga rétt á góðu og öruggu lífi. Öll börn eru jöfn og það á alltaf að gera það sem er börnunum fyrir bestu. Höfundar eru Ungmennaráð UNICEF á Íslandi Brynjar Bragi Einarsson - Formaður Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage - Varaformaður Arnar Snær Snorrason Arndís Rut Sigurðardóttir Daníel Örn Gunnarsson Elísabet Lára Gunnarsdóttir Fjóla Ösp Baldursdóttir Rebekka Lind Kristinsdóttir Snæfríður Edda Ragnarsdóttir Thoroddsen Sólveig Hjörleifsdóttir Vigdís Elísabet Bjarnadóttir Ylfa Blöndal Egilsdóttir Þröstur Flóki Klemensson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Börn eru jafn ólík og þau eru mörg og við eigum að fagna fjölbreytileikanum. Börn eiga að fá að vera eins og þau eru og það er skylda fullorðinna og stjórnvalda að vernda þau og leyfa þeim að vera börn. Lögfesting barnasáttmálans á Íslandi Þann 20. febrúar 2013 var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi og hafði fyrir það verið fullgildur í rúm 20 ár. Ísland hefur því verið að fylgja barnasáttmálanum í rúm 30 ár og ættum við því flest að vera honum kunnug. En því miður er raunin sú að hvorki börn né fullorðnir virðast þekkja réttindi barna neitt sérstaklega vel. Meira að segja kennarar sem vinna alla daga með börnum virðast sumir hverjir aldrei hafa séð barnasáttmálann. Öll börn eru jöfn Ein af grundvallar greinum barnasáttmálans er 2. grein, Öll börn eru jöfn. Í henni segir að öll börn eigi að njóta allra réttinda barnasáttmálans án tillits til hver þau eru, hvar þau búa, hvaðan þau eru, á hvað það trúa, hvernig þau skilgreina sig, hver bakgrunnur þeirra er o.s.frv. Börn eiga rétt á því að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það (6.gr). Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu (19.gr). Börn eiga rétt á því að þegar að fullorðnir taki ákvarðanir sem varða börn sé alltaf gert það sem börnum er fyrir bestu (3.gr). Þegar barnasáttmálinn er skoðaður er það frekar augljóst að fullorðnum ber skylda til þess að vernda börn hvernig sem þau eru og leyfa þeim að vera þau sjálf. Skólafræðsla Samtakanna ´78 Samtökin ´78 eru hagsmunasamtök hinsegin fólks og standa meðal annars fyrir fræðslum um hinseginleikann í grunnskólum. Þessar fræðslur eru gríðarlega mikilvægar fyrir skólakerfið og ættu að vera fastur liður í grunnskólum enda fjalla þær um málefni sem öll börn ættu að þekkja. Börn, foreldrar og kennarar ættu að fá fræðslu um hinseginleikann enda er hann stór hluti af samfélaginu. Fræðsla Samtakanna ´78 er frábær, í henni eru börn frædd um hvað það þýðir að vera hinsegin og er kennt að fagna fjölbreytileikanum. Börn eru allskonar og það er mikilvægt að foreldrar, kennarar og ekki síst samnemendur séu vel frædd um hinseginleikann svo það sé öruggt að vel verði tekið á móti hinseginn nemendum. Samtökin ´78, þeirra starf og þeirra fræðsla er því virkilega mikilvæg fyrir samfélagið sem að við búum í í dag og henni ætti að vera fagnað. 99. grein barnaverndarlaga Nýlega kom út grein þar sem þeirri hugmynd var velt upp hvort Samtökin ´78 gerðust brotleg við 99. gr. barnaverndarlaga. Í 99. gr. barnaverndarlaga segir meðal annars: „Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ og vill höfundur greinarinnar meina að það sé særandi og móðgandi fyrir barn að heyra að það sé í vitlausum líkama (og vísar þar í fræðslu samtakanna). Þessar staðhæfingar eru alveg út í hött, það er virkilega mikilvægt að börn séu frædd um hinseginleikann og viti hvar þau geta leitað sér ráðgjafar ef þau eru óviss með kyn sitt eða kynhneigð. Samtökin´78 brjóta ekki barnaverndarlög, Samtökin ´78 sinna mikilvægu starfi og það á að fagna því frábæra starfi sem þau sinna. Að lokum Að lokum vill Ungmennaráð UNICEF minna á að öll börn eiga rétt á því að vera þau sem þau eru, ekkert barn á að þurfa að búa við það að þurfa að fela hver þau eru. Ekkert barn á að verða fyrir fordómum og öll börn eiga rétt á góðu og öruggu lífi. Öll börn eru jöfn og það á alltaf að gera það sem er börnunum fyrir bestu. Höfundar eru Ungmennaráð UNICEF á Íslandi Brynjar Bragi Einarsson - Formaður Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage - Varaformaður Arnar Snær Snorrason Arndís Rut Sigurðardóttir Daníel Örn Gunnarsson Elísabet Lára Gunnarsdóttir Fjóla Ösp Baldursdóttir Rebekka Lind Kristinsdóttir Snæfríður Edda Ragnarsdóttir Thoroddsen Sólveig Hjörleifsdóttir Vigdís Elísabet Bjarnadóttir Ylfa Blöndal Egilsdóttir Þröstur Flóki Klemensson
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun