Netöryggisáskoranir Hlutaneta og leiðir til úrbóta Þór Jes Þórisson skrifar 25. apríl 2023 07:31 Hlutanet Hlutanet (Internet of Things, IoT) færir fólki mikla möguleika þegar kemur að snjallvæðingu. Hinn almenni notandi ætti að geta nýtt þessa möguleika á öruggan hátt og með vissu um að fullnægjandi öryggi og persónuverndarráðstafanir séu fyrir hendi til að verja notkun þeirra á hlutanetinu (snjalltæki á Netinu). Það er oft því miður ekki alveg þannig. Öryggisvandamál Hlutaneta Fjölmörg dæmi hafa komið upp sem snúa að því hversu auðvelt var að brjótast inn í t.d. barnasnjallúr, öryggismyndavélar á heimilum og ýmsan nettengdan snjallbúnað á heimilum. Hlutanetsbúnaður hefur þá verið tekinn yfir, eigendum til armæðu og í sumum tilfellum til tjóns. Öryggisleiðbeiningar varðandi Hlutanet á neytendamarkaði Staðlaráð Íslands hefur þegar gefið út leiðbeiningar til að taka á þessum vanda, sjá ÍST WA 302:2021. Þær byggja á ETSI stöðlum og breskum leiðbeiningum. Þrjár megin leiðbeiningarnar eru: 1. Engin sjálfgefin aðgangsorð Öll lykilorð fyrir Hlutanetstæki eiga að vera einkvæm og ekki endursetjanleg í sjálfgefið lykilorð frá framleiðenda. 2. Innleiðing á upplýsingaskyldu vegna öryggisveikleika Öll fyrirtæki sem selja Nettengd tæki og þjónustu verða að bjóða upp á almennan aðgang, þar sem hægt er að senda inn upplýsingar um veikleika, þetta er gert til þess að fyrirtæki sem rannsaka öryggisveilur og aðrir geti upplýst um öryggisvandamál. 3. Halda hugbúnaði uppfærðum Hugbúnaðareiningar í Nettengdum tækjum eiga að vera uppfærðar á öruggan hátt. Upplýsa þarf opinberlega um uppfærslur á líftíma tækis Netöryggismál Hlutaneta innleidd með lögum og með merkingu á búnaði Reynslan af slíkum leiðbeiningum erlendis hefur ekki verið talin nægjanleg góð, enda er fyrirtækjum í sjálfsvald sett að fara eftir þeim. Því hafa nokkur lönd ákveðið að setja lög um öryggi Hlutaneta og samhliða búa til merkingar á hlutanetsbúnað til að gefa til kynna hversu öruggur búnaðurinn er. Unnið er að þessu víða um heim og er t.d. ESB að vinna að löggjöf, „EU Cyber Resilience Act“, sem nær líka til tölvu- og farsímabúnaðar. Reiknað er með að sú löggjöf verði kláruð 2025. Vinna er einnig hafin við alþjóðlegan staðall á vegum staðlastofnanna ISO/IEC. Staðallinn ISO/IEC 27404, „Universal Cybersecurity Labelling Framework (UCLF) for consumer IoT“, mun skilgreina alþjóðlegt merkingarkerfi fyrir öruggan Hlutanetsbúnað á neytendamarkaði. Merkingarnar hafa fjögur öryggisstig, þ.s. stig 4 er öruggast. Búnaðurinn verður þá merktur á áberandi hátt með viðkomandi öryggisstigi. Þannig veit neytandi að hverju hann gengur. Stuðningur við Netöryggisstefnu stjórnvalda Kynning á leiðbeiningum, ásamt öryggismerkingum á búnað, styður mjög vel við markmið ríkistjórnarinnar í netöryggismál, eins og þau voru kynnt 1. nóvember síðastliðin. Ber þar helst að nefna lið 1.3. „Traust netöryggismenning og -vitund“ og undirliðinn „ Almenningur styrktur í öruggri notkun netsins og vitundarvakning um mögulegar hættur sem þar leynast“. Vefráðstefna um öryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði HVIN, FST og Staðlaráð standa að Norrænni ráðstefnu um netöryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði þann 3. maí kl 8:45-10:15. Flutt verða erindi frá breskum og finnskum aðilum sem eru framalega í að innleiða netöryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði. Einnig verða pallborðsumræður um stöðuna á Norðurlöndum. Vefráðstefnan er öllum opin. Hægt er að skrá sig hér. Höfundur er formaður Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Hlutanet Hlutanet (Internet of Things, IoT) færir fólki mikla möguleika þegar kemur að snjallvæðingu. Hinn almenni notandi ætti að geta nýtt þessa möguleika á öruggan hátt og með vissu um að fullnægjandi öryggi og persónuverndarráðstafanir séu fyrir hendi til að verja notkun þeirra á hlutanetinu (snjalltæki á Netinu). Það er oft því miður ekki alveg þannig. Öryggisvandamál Hlutaneta Fjölmörg dæmi hafa komið upp sem snúa að því hversu auðvelt var að brjótast inn í t.d. barnasnjallúr, öryggismyndavélar á heimilum og ýmsan nettengdan snjallbúnað á heimilum. Hlutanetsbúnaður hefur þá verið tekinn yfir, eigendum til armæðu og í sumum tilfellum til tjóns. Öryggisleiðbeiningar varðandi Hlutanet á neytendamarkaði Staðlaráð Íslands hefur þegar gefið út leiðbeiningar til að taka á þessum vanda, sjá ÍST WA 302:2021. Þær byggja á ETSI stöðlum og breskum leiðbeiningum. Þrjár megin leiðbeiningarnar eru: 1. Engin sjálfgefin aðgangsorð Öll lykilorð fyrir Hlutanetstæki eiga að vera einkvæm og ekki endursetjanleg í sjálfgefið lykilorð frá framleiðenda. 2. Innleiðing á upplýsingaskyldu vegna öryggisveikleika Öll fyrirtæki sem selja Nettengd tæki og þjónustu verða að bjóða upp á almennan aðgang, þar sem hægt er að senda inn upplýsingar um veikleika, þetta er gert til þess að fyrirtæki sem rannsaka öryggisveilur og aðrir geti upplýst um öryggisvandamál. 3. Halda hugbúnaði uppfærðum Hugbúnaðareiningar í Nettengdum tækjum eiga að vera uppfærðar á öruggan hátt. Upplýsa þarf opinberlega um uppfærslur á líftíma tækis Netöryggismál Hlutaneta innleidd með lögum og með merkingu á búnaði Reynslan af slíkum leiðbeiningum erlendis hefur ekki verið talin nægjanleg góð, enda er fyrirtækjum í sjálfsvald sett að fara eftir þeim. Því hafa nokkur lönd ákveðið að setja lög um öryggi Hlutaneta og samhliða búa til merkingar á hlutanetsbúnað til að gefa til kynna hversu öruggur búnaðurinn er. Unnið er að þessu víða um heim og er t.d. ESB að vinna að löggjöf, „EU Cyber Resilience Act“, sem nær líka til tölvu- og farsímabúnaðar. Reiknað er með að sú löggjöf verði kláruð 2025. Vinna er einnig hafin við alþjóðlegan staðall á vegum staðlastofnanna ISO/IEC. Staðallinn ISO/IEC 27404, „Universal Cybersecurity Labelling Framework (UCLF) for consumer IoT“, mun skilgreina alþjóðlegt merkingarkerfi fyrir öruggan Hlutanetsbúnað á neytendamarkaði. Merkingarnar hafa fjögur öryggisstig, þ.s. stig 4 er öruggast. Búnaðurinn verður þá merktur á áberandi hátt með viðkomandi öryggisstigi. Þannig veit neytandi að hverju hann gengur. Stuðningur við Netöryggisstefnu stjórnvalda Kynning á leiðbeiningum, ásamt öryggismerkingum á búnað, styður mjög vel við markmið ríkistjórnarinnar í netöryggismál, eins og þau voru kynnt 1. nóvember síðastliðin. Ber þar helst að nefna lið 1.3. „Traust netöryggismenning og -vitund“ og undirliðinn „ Almenningur styrktur í öruggri notkun netsins og vitundarvakning um mögulegar hættur sem þar leynast“. Vefráðstefna um öryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði HVIN, FST og Staðlaráð standa að Norrænni ráðstefnu um netöryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði þann 3. maí kl 8:45-10:15. Flutt verða erindi frá breskum og finnskum aðilum sem eru framalega í að innleiða netöryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði. Einnig verða pallborðsumræður um stöðuna á Norðurlöndum. Vefráðstefnan er öllum opin. Hægt er að skrá sig hér. Höfundur er formaður Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun