Naumur sigur Liverpool gegn nýliðunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mo Salah skoraði sigurmark Liverpool í dag.
Mo Salah skoraði sigurmark Liverpool í dag. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images

Liverpool vann nauman 3-2 sigur er liðið tók á móti nýliðum Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Heimamenn í Liverpool voru mun sterkari aðilinn í upphafi leiks, en þrátt fyrir það tókst þeim ekki að brjótast í gegnum vörn gestanna fyrir hálfleikshléið.

Diogo Jota kom heimamönnum þó yfir með góðum skalla strax í upphafi seinni hálfleiks eftir sendingu frá Fabinho, en Neco Williams jafnaði metin fyrir gestina stuttu síðar.

Jota var svo aftur á ferðinni á 55. mínútu þegar hann kom Liverpool yfir á nýjan leik, en aftur jöfnuðu gestirnir stuttu síðar. Í þetta skipti var það Morgan Gibbs-White sem skoraði mark nýliðanna.

Mohamed Salah kom Liverpool þó yfir í þriðja sinn í leiknum með marki á 70. mínútu og í þetta skipti tókst gestunum ekki að jafna metin. Niðurstaðan varð því 3-2 sigur Liverpool og liðið situr nú í sjötta sæti deildarinnar með 50 stig eftir 31 leik, sex stigum á eftir Newcastle sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu.

Þá vann Leicester 2-1 sigur gegn Wolves þar sem Kelechi Iheanacho og Timothy Castagne sáu um markaskorun Leicester eftir að Matheus Cunha hafði komið Úlfunum yfir.

Að lokum gerðu Brentford og Astin Villa 1-1 jafntefli þar sem Ivan Toney skoraði fyrir heimamenn áður en Douglas Luiz jafnaði metin fyrir gestina seint í leiknum og Crystal Palace og Everton gerðu markalaust jafntefli.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira