Fræga fólkið ekki lengur auðkennt á Twitter Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2023 07:38 Það eru ekki margir Íslendingar enn „verified“, þó hafa einhverjir eins og Katrín Jakobsdóttir og Guðni Th. Jóhannesson haldið sínu. Getty/Avishek Das Einungis þeir sem eru áskrifendur að Twitter Blue eru nú með bláa staðfestingarmerkið merkið á samfélagsmiðlinum. Í gær misstu stærstu stjörnur heims, til að mynda Cristiano Ronaldo, Justin Bieber og Kim Kardashian merkið sitt. Í gegnum árin hefur það verið þannig að frægt fólk hefur verið með staðfestingarmerki (e. verified) á Twitter til að fólk geti verið fullvisst um að aðgangurinn sé í raun og veru í eigu stjörnunnar. Elon Musk hefur þó aðrar hugmyndir um merkið og ákvað að það skyldi merkja þá sem eru áskrifendur af áskriftarleið Twitter, Twitter Blue. Musk hefur lengi talað um að fjarlægja merkið hjá fólki en í byrjun þessa mánaðar virtist sem svo að hann hafi hætt við það. Nú hefur það hins vegar gengið í gegn og segir BBC það vera þar sem fyrirtækið þarf virkilega á fjármagninu úr Twitter Blue að halda en áskrifendur greiða átta dollara á mánuði, rúmlega þúsund krónur, fyrir áskriftina. Áskrifendur af Twitter Blue verða mun sýnilegri á Twitter en þeir sem ekki eru áskrifendur. Svör frá þeim koma til að mynda fyrst upp undir færslum. Fjölmargar stjörnur hafa sagst ekki ætla að greiða fyrir merkið, til að mynda körfuboltakappinn Lebron James. Merkið hans er þó enn til staðar, hvort það sé vegna þess að það á eftir að taka það eða að Musk sé að stríða honum er ekki vitað. I m verified on bumble. Pleas RT this so I can pin this at the top of my Twitter and save 11 dollars a month on a blue check mark. #thankyou lol #butserious pic.twitter.com/IvdLMfYjyo— Lolo Jones (@lolojones) April 20, 2023 Twitter has officially removed blue checkmarks from legacy verified profiles.All celebrities and other notable figures will have to subscribe to Twitter Blue to be verified. pic.twitter.com/3zwbTYonvW— Pop Crave (@PopCrave) April 20, 2023 BREAKING: Microsoft Founder Bill Gates (@BillGates) is no longer Verified on Twitter pic.twitter.com/skfG16NjmA— ALX (@alx) April 20, 2023 Twitter Samfélagsmiðlar Hollywood Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í gegnum árin hefur það verið þannig að frægt fólk hefur verið með staðfestingarmerki (e. verified) á Twitter til að fólk geti verið fullvisst um að aðgangurinn sé í raun og veru í eigu stjörnunnar. Elon Musk hefur þó aðrar hugmyndir um merkið og ákvað að það skyldi merkja þá sem eru áskrifendur af áskriftarleið Twitter, Twitter Blue. Musk hefur lengi talað um að fjarlægja merkið hjá fólki en í byrjun þessa mánaðar virtist sem svo að hann hafi hætt við það. Nú hefur það hins vegar gengið í gegn og segir BBC það vera þar sem fyrirtækið þarf virkilega á fjármagninu úr Twitter Blue að halda en áskrifendur greiða átta dollara á mánuði, rúmlega þúsund krónur, fyrir áskriftina. Áskrifendur af Twitter Blue verða mun sýnilegri á Twitter en þeir sem ekki eru áskrifendur. Svör frá þeim koma til að mynda fyrst upp undir færslum. Fjölmargar stjörnur hafa sagst ekki ætla að greiða fyrir merkið, til að mynda körfuboltakappinn Lebron James. Merkið hans er þó enn til staðar, hvort það sé vegna þess að það á eftir að taka það eða að Musk sé að stríða honum er ekki vitað. I m verified on bumble. Pleas RT this so I can pin this at the top of my Twitter and save 11 dollars a month on a blue check mark. #thankyou lol #butserious pic.twitter.com/IvdLMfYjyo— Lolo Jones (@lolojones) April 20, 2023 Twitter has officially removed blue checkmarks from legacy verified profiles.All celebrities and other notable figures will have to subscribe to Twitter Blue to be verified. pic.twitter.com/3zwbTYonvW— Pop Crave (@PopCrave) April 20, 2023 BREAKING: Microsoft Founder Bill Gates (@BillGates) is no longer Verified on Twitter pic.twitter.com/skfG16NjmA— ALX (@alx) April 20, 2023
Twitter Samfélagsmiðlar Hollywood Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira