Tryggjum stafrænt aðgengi fyrir fatlað fólk Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 19. apríl 2023 08:00 Ófatlað fólk áttar sig oft ekki á þeim hindrunum sem fatlað fólk stendur frammi fyrir dagsdaglega. Ég hef klárlega verið þar oftar en einu sinni. En ég vil trúa því að öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að jafna aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu. Ég vil sjá breytingar. Engin mega sitja eftir í stafrænu byltingunni Ein hindrunin er stafrænt aðgengi fatlaðs fólks. Stafrænt samfélag er í hraðri þróun, en í dag er hægt að nota rafræn auðkenni á ýmsum vefsvæðum hjá yfir 180 þjónustuveitendum á Íslandi. Þetta er afskaplega jákvæð þróun sem sparar tíma, peninga og einfaldar líf okkar flestra til muna. Stafræn þróun er aftur á móti stór áskorun fyrir margt fatlað fólk og einnig eldra fólk sem hafa ekki öll getað nýtt sér þessa þróun. Þetta þarf að laga, þannig að öll geti tekið þátt í þessum mikilvægu breytingum í samfélaginu og engin sitji eftir. Hér eru breytingar til hins betra hafnar. Nýr umboðsmannagrunnur tryggir aðgengi fatlaðs fólks Eitt af því sem ég lagði strax ríka áherslu á sem félags- og vinnumarkaðsráðherra var að opna dyr fatlaðs fólks að hinni stafrænu þróun. Í október síðastliðnum opnaði ráðuneyti mitt í samstarfi við Réttindagæslu fatlaðs fólk svokallaðan umboðsmannagrunn fyrir persónulega talsmenn sem lögum samkvæmt aðstoða fatlað fólk sem á því þarf að halda. Með umboðsmannagrunninum getur persónulegur talsmaður skráð sig inn með sínum eigin rafrænu auðkennum fyrir hönd hins fatlaða einstaklings og fær þannig aðgang að pósthólfi hjá Stafrænu Íslandi. Með þessu móti er tryggt að þau sem ekki geta notfært sér rafræn auðkenni sjálf hafi aðgengi í gegnum persónulegan talsmann sinn. Þetta kerfi hefur enn fremur þann kost að hægt er að rekja hver hafði umboð, fyrir hvern og á hvaða tímabili. Umboðsmannagrunnurinn á því að tryggja öryggi fatlaðs fólks í stafrænum heimi sem og aðgengi að gögnum sem send eru. Viljayfirlýsing fjögurra ráðherra og næstu skref Til að tryggja áframhaldandi vinnu brautargengi í stjórnkerfinu undirrituðu fjórir ráðherrar viljayfirlýsingu rétt fyrir páska um þróun á lausnum á stafrænu aðgengi fyrir fatlað fólk. Umboðsmannagrunnurinn er fyrsta skrefið í þessu samhengi. Með viljayfirlýsingunni hefst síðan næsti áfangi. Unnið verður stöðumat á stafrænu aðgengi og tillögur að frekari lausnum, meðal annars hvernig megi tengja umboðsmannagrunninn við aðrar stofnanir, banka og fyrirtæki, þannig að hægt verði að gera stafræna þjónustu aðgengilega og örugga fyrir fatlað fólk í gegnum persónulega talsmenn þess. Ég mun halda áfram að leggja áherslu á bjartari stafræna framtíð fyrir fatlað fólk og aðra hópa sem eiga erfitt með að tileinka sér hana. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stafræn þróun Félagsmál Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ófatlað fólk áttar sig oft ekki á þeim hindrunum sem fatlað fólk stendur frammi fyrir dagsdaglega. Ég hef klárlega verið þar oftar en einu sinni. En ég vil trúa því að öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að jafna aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu. Ég vil sjá breytingar. Engin mega sitja eftir í stafrænu byltingunni Ein hindrunin er stafrænt aðgengi fatlaðs fólks. Stafrænt samfélag er í hraðri þróun, en í dag er hægt að nota rafræn auðkenni á ýmsum vefsvæðum hjá yfir 180 þjónustuveitendum á Íslandi. Þetta er afskaplega jákvæð þróun sem sparar tíma, peninga og einfaldar líf okkar flestra til muna. Stafræn þróun er aftur á móti stór áskorun fyrir margt fatlað fólk og einnig eldra fólk sem hafa ekki öll getað nýtt sér þessa þróun. Þetta þarf að laga, þannig að öll geti tekið þátt í þessum mikilvægu breytingum í samfélaginu og engin sitji eftir. Hér eru breytingar til hins betra hafnar. Nýr umboðsmannagrunnur tryggir aðgengi fatlaðs fólks Eitt af því sem ég lagði strax ríka áherslu á sem félags- og vinnumarkaðsráðherra var að opna dyr fatlaðs fólks að hinni stafrænu þróun. Í október síðastliðnum opnaði ráðuneyti mitt í samstarfi við Réttindagæslu fatlaðs fólk svokallaðan umboðsmannagrunn fyrir persónulega talsmenn sem lögum samkvæmt aðstoða fatlað fólk sem á því þarf að halda. Með umboðsmannagrunninum getur persónulegur talsmaður skráð sig inn með sínum eigin rafrænu auðkennum fyrir hönd hins fatlaða einstaklings og fær þannig aðgang að pósthólfi hjá Stafrænu Íslandi. Með þessu móti er tryggt að þau sem ekki geta notfært sér rafræn auðkenni sjálf hafi aðgengi í gegnum persónulegan talsmann sinn. Þetta kerfi hefur enn fremur þann kost að hægt er að rekja hver hafði umboð, fyrir hvern og á hvaða tímabili. Umboðsmannagrunnurinn á því að tryggja öryggi fatlaðs fólks í stafrænum heimi sem og aðgengi að gögnum sem send eru. Viljayfirlýsing fjögurra ráðherra og næstu skref Til að tryggja áframhaldandi vinnu brautargengi í stjórnkerfinu undirrituðu fjórir ráðherrar viljayfirlýsingu rétt fyrir páska um þróun á lausnum á stafrænu aðgengi fyrir fatlað fólk. Umboðsmannagrunnurinn er fyrsta skrefið í þessu samhengi. Með viljayfirlýsingunni hefst síðan næsti áfangi. Unnið verður stöðumat á stafrænu aðgengi og tillögur að frekari lausnum, meðal annars hvernig megi tengja umboðsmannagrunninn við aðrar stofnanir, banka og fyrirtæki, þannig að hægt verði að gera stafræna þjónustu aðgengilega og örugga fyrir fatlað fólk í gegnum persónulega talsmenn þess. Ég mun halda áfram að leggja áherslu á bjartari stafræna framtíð fyrir fatlað fólk og aðra hópa sem eiga erfitt með að tileinka sér hana. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar