Að búa í dreifbýli eru forréttindi Ása Valdís Árnadóttir skrifar 18. apríl 2023 09:00 Satt best að segja gat ég ekki beðið eftir að flytja úr sveitinni eftir að hafa alist þar upp til 17 ára aldurs en eftir að hafa skoðað heiminn er ég nú komin aftur í sveitina og vil hvergi annarsstaðar vera. Ég get því með sanni sagt að ég skilji vel alla þá sem vilja búa, dvelja, hafa búsetu og bara yfirhöfuð langar vera í sveitinni þar sem hvergi er betra að vera. Hvert sveitarfélag byggist upp á samfélagi þar sem fólk hefur samskipti við hvert annað og er m.a. í skipulögðum félagsskap, en án þessara íbúa væri sveitarfélagið ekki til. Eftir að ég flutti aftur heim og byggði hús í sveitinni þá fór mig að langa að taka þátt í að byggja upp samfélagið í mínu sveitarfélagi og úr varð að ég bauð fram krafta mína á sveitarstjórnarstiginu. Fyrst sem varamaður í sveitarstjórn og svo sem oddviti og hef sinnt því hlutverki síðustu 5 ár. Fulltrúar í sveitarstjórn taka þátt í ákvarðanatöku um helstu mál sem varða sveitarfélagið þeirra og það er skylda sveitarstjórnarmanns að leitast við að taka afstöðu út frá mati á heildarhagsmunum samfélagsins. Eitt af stærstu málefnum hvers sveitarfélags eru skipulagsmálin en sveitarstjórnir fara með ákveðið skipulagsvald sem er einn af hornsteinum sjálfsstjórnarréttar sveitarfélaga. Unnar eru skipulagsáætlanir fyrir hvert sveitarfélag og þar hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetu og búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun í sínum skipulagsáætlunum. Skipulagsvaldinu fylgir mikil ábyrgð og fylgja sveitarstjórnir eðlilega fyrirmælum skipulags- og mannvirkjalaga í þeim efnum. Þar sem sveitarstjórnarmenn eru ekki kjörnir til setu í sveitarstjórn til að vera sérfræðingar í málefnum sveitarfélagsins þá hafa sveitarstjórnir jafnframt í flestum tilfellum fagmenntaða skipulags- og byggingarfulltrúa sem vinna við skipulags- og byggingarmál og eru kjörnum fulltrúum ráðgefandi í þeim efnum. Hafa ber í huga að þó sveitarstjórnir vinni skipulagsáætlanirnar eru þær allar auglýstar opinberlega og hafa íbúar, fasteignaeigendur og aðrir hagaðilar því tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og gagnrýni um allar áætlanirnar. Aðalskipulag hvers sveitarfélags er sú skipulagsáætlun sem taka þarf tillit til í öllum ákvörðunum um skipulags- og byggingarmál í sveitarfélaginu. Skilgreining aðalskipulags er samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 „skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu“. Landnotkun samkvæmt sömu lögum og reglugerð þýðir „ráðstöfun lands til mismunandi nota, svo sem undir íbúðir, frístundahús, iðnað, verslun, útivist og landbúnað“. Hver landnotkunarflokkur hefur síðan ákveðna skilgreiningu og gilda ákveðnar reglur og lög um hvern flokk. Þegar aðalskipulag og þar með landnotkunarflokkar hvers sveitarfélags eru skoðaðir er auðvelt að sjá hvar sveitarstjórnir og vissulega aðrir hagaðilar hafa samþykkt að hafa landbúnaðarsvæði og íbúðarbyggð en það eru þeir landnotkunarflokkar sem sýna hvar fólk getur búið í íbúð eða húsi og skráð lögheimili sitt án allra vandkvæða. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru í boði fjölbreyttir búsetukostir í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir/ jarðir í dreifbýlinu. Ég hvet alla til að skoða möguleikana og hlakka til að sjá ykkur í sveitinni. Höfundur er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Satt best að segja gat ég ekki beðið eftir að flytja úr sveitinni eftir að hafa alist þar upp til 17 ára aldurs en eftir að hafa skoðað heiminn er ég nú komin aftur í sveitina og vil hvergi annarsstaðar vera. Ég get því með sanni sagt að ég skilji vel alla þá sem vilja búa, dvelja, hafa búsetu og bara yfirhöfuð langar vera í sveitinni þar sem hvergi er betra að vera. Hvert sveitarfélag byggist upp á samfélagi þar sem fólk hefur samskipti við hvert annað og er m.a. í skipulögðum félagsskap, en án þessara íbúa væri sveitarfélagið ekki til. Eftir að ég flutti aftur heim og byggði hús í sveitinni þá fór mig að langa að taka þátt í að byggja upp samfélagið í mínu sveitarfélagi og úr varð að ég bauð fram krafta mína á sveitarstjórnarstiginu. Fyrst sem varamaður í sveitarstjórn og svo sem oddviti og hef sinnt því hlutverki síðustu 5 ár. Fulltrúar í sveitarstjórn taka þátt í ákvarðanatöku um helstu mál sem varða sveitarfélagið þeirra og það er skylda sveitarstjórnarmanns að leitast við að taka afstöðu út frá mati á heildarhagsmunum samfélagsins. Eitt af stærstu málefnum hvers sveitarfélags eru skipulagsmálin en sveitarstjórnir fara með ákveðið skipulagsvald sem er einn af hornsteinum sjálfsstjórnarréttar sveitarfélaga. Unnar eru skipulagsáætlanir fyrir hvert sveitarfélag og þar hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetu og búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun í sínum skipulagsáætlunum. Skipulagsvaldinu fylgir mikil ábyrgð og fylgja sveitarstjórnir eðlilega fyrirmælum skipulags- og mannvirkjalaga í þeim efnum. Þar sem sveitarstjórnarmenn eru ekki kjörnir til setu í sveitarstjórn til að vera sérfræðingar í málefnum sveitarfélagsins þá hafa sveitarstjórnir jafnframt í flestum tilfellum fagmenntaða skipulags- og byggingarfulltrúa sem vinna við skipulags- og byggingarmál og eru kjörnum fulltrúum ráðgefandi í þeim efnum. Hafa ber í huga að þó sveitarstjórnir vinni skipulagsáætlanirnar eru þær allar auglýstar opinberlega og hafa íbúar, fasteignaeigendur og aðrir hagaðilar því tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og gagnrýni um allar áætlanirnar. Aðalskipulag hvers sveitarfélags er sú skipulagsáætlun sem taka þarf tillit til í öllum ákvörðunum um skipulags- og byggingarmál í sveitarfélaginu. Skilgreining aðalskipulags er samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 „skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu“. Landnotkun samkvæmt sömu lögum og reglugerð þýðir „ráðstöfun lands til mismunandi nota, svo sem undir íbúðir, frístundahús, iðnað, verslun, útivist og landbúnað“. Hver landnotkunarflokkur hefur síðan ákveðna skilgreiningu og gilda ákveðnar reglur og lög um hvern flokk. Þegar aðalskipulag og þar með landnotkunarflokkar hvers sveitarfélags eru skoðaðir er auðvelt að sjá hvar sveitarstjórnir og vissulega aðrir hagaðilar hafa samþykkt að hafa landbúnaðarsvæði og íbúðarbyggð en það eru þeir landnotkunarflokkar sem sýna hvar fólk getur búið í íbúð eða húsi og skráð lögheimili sitt án allra vandkvæða. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru í boði fjölbreyttir búsetukostir í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir/ jarðir í dreifbýlinu. Ég hvet alla til að skoða möguleikana og hlakka til að sjá ykkur í sveitinni. Höfundur er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun