Umhyggja, umhugsun og umhverfisvernd Tryggvi Felixson skrifar 17. apríl 2023 16:01 Fuglasöngur að vori vekur von. Fjallasýnin lyftir andanum. Frískur vindur og kyrrð fjallanna eru mannbætandi. Víðerni snerta við okkur og hjartað slær eitt aukaslag, eða tvö, af fögnuði. Ægifegurð náttúrunnar gerir okkur smá og full lotningar. Náttúran veitir okkur lífsfyllingu og vekur væntumþykju og þakklæti. Við þurfum á náttúrunni að halda, bæði til lífsviðurværis og sem innblástur. Náttúruvernd er í raun vernd mennskunnar. Án tengsla við náttúruna erum við manneskjurnar ekki heil, heldur á leið til glötunar. Of margir hafa litið á náttúruna fyrst og fremst sem uppsprettu hráefna til að viðhalda lífskjörum og auka neyslu. Þeim hefur yfirsést að náttúran hefur sitt eigið tilvistargildi og hugsa ekki út í að við eigum allt undir náttúrunni en ekki öfugt. Það hefur leitt til þess að í náttúruna er sótt af græðgi og gáleysi. Nauðsynleg umhyggja og virðing gleymist. Hugsunarleysi í stað umhugsunar! Þessu vill Landvernd breyta. Margt í starfi samtakanna miðar að þessu. Meginboðskapur samtakanna um þessar mundir er að loftslagsvernd og náttúruvernd verða að haldast í hendur. Nú er komið að aðalfundi Landvernd 2023 þar sem félagið er í höndunum á um 5.600 félögum og 40 aðildarfélögum. Kosning til stjórnar stendur yfir með rafrænum hætti. Neyðarástand í loftslagsmálum Heimsbyggðin hóf fyrir meira en 30 árum sameiginlega vegferð gegn hættulegum loftslagsbreytingum af mannavöldum – í orði. Orð eru til alls fyrst en án aðgerða eru þau einskis virði. Á þessum áratugum sem liðið hafa frá því að vandinn var viðurkenndur hefur árleg losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum vaxið um liðlega 40%. Viðvaranir vísindamannanna verða sífellt örvæntingarfyllri og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsir þróuninni sem sameiginlegu sjálfsmorði mannkynsins. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að draga eigi úr losun Íslendinga um 1,3 miljón tonna eigi síðar en 2030. Enn eru þetta orðin tóm og þjóðin er komin í mikla skuld við Kýótósamkomulagið vegna vanefnda í loftslagsmálum. Spurning er hvort Íslendingar eru siðferðilega gjaldþrota í velmegun sinni og skeytingarleysi, ófærir um að takast á við vandann. Það er neyðarástand í þessum málum og Landvernd kallar eftir alvöru aðgerðum. Náttúran og mörk vaxtar Ósjálfbær hagvöxtur skapaði krísuna í samskiptum okkar við náttúruna og er helsta ástæðan fyrir loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ríkjandi hagvaxtarhugmyndafræði er kjarni vandans. Nægjusemi, lykillinn að sjálfri lífshamingjunni, er dyggð sem virðist algjörlega hafa gleymst. Í stað þess er athyglinni beint að frekari sókn í íslenska náttúru og víðerni svo tvöfalda megi raforkuframleiðslu landsins á tæpum tveimur áratugum. Öll þessi áform og afleiðingar þeirra eru kynnt á náttúrukorti Landverndar. Ísland er nú þegar með lífskjör á heimsmælikvarða og er margfaldur heimsmeistari í raforkunotkun – og á líklega næga raforku til að sinna skynsamlegum og nauðsynlegum orkuskiptum. Að ganga sífellt meira á móður náttúru leysir engan vanda heldur eykur hann. Ný hugsun er nauðsynleg Aðstæður kalla á nýja hugsun og hugmyndafræði þar sem náttúruvernd og loftslagsvernd haldast í hendur. Ósjálfbær vöxtur er ávísun á ógæfu komandi kynslóða. Þjóðin þarf að leita frelsis frá ánauð loftslags- og náttúruspillandi hagvaxtar! Landvernd hefur sett upp orkuskiptahermi þar sem greina má valkosti sem byggja á ólíkum forsendum. Þakkir Undanfarin fjögur ár hef ég verið formaður Landverndar. Það hefur verið lærdómsríkt og ánægjulegt og ríkur hluti af lífi mínu. Ég brenn enn fyrir þeim mikilvægu verkefnum sem Landvernd sinnir sem rödd náttúrunnar. Samtök eins og Landvernd þurfa að vera í sífelldri endurnýjun. Á aðalfundi Landverndar miðvikudaginn 19. apríl tekur nýr formaður við keflinu. Ég þakka traustið, baráttuandann og ánægjustundirnar. Sérstaklega þakka ég áhugasamri og jákvæðri stjórn, afburða framkvæmdastjóra og starfsmönnum sem brenna fyrir náttúruvernd og félögunum sem stand að baki Landvernd með rausnarlegum fjárframlögum. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Umhverfismál Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Fuglasöngur að vori vekur von. Fjallasýnin lyftir andanum. Frískur vindur og kyrrð fjallanna eru mannbætandi. Víðerni snerta við okkur og hjartað slær eitt aukaslag, eða tvö, af fögnuði. Ægifegurð náttúrunnar gerir okkur smá og full lotningar. Náttúran veitir okkur lífsfyllingu og vekur væntumþykju og þakklæti. Við þurfum á náttúrunni að halda, bæði til lífsviðurværis og sem innblástur. Náttúruvernd er í raun vernd mennskunnar. Án tengsla við náttúruna erum við manneskjurnar ekki heil, heldur á leið til glötunar. Of margir hafa litið á náttúruna fyrst og fremst sem uppsprettu hráefna til að viðhalda lífskjörum og auka neyslu. Þeim hefur yfirsést að náttúran hefur sitt eigið tilvistargildi og hugsa ekki út í að við eigum allt undir náttúrunni en ekki öfugt. Það hefur leitt til þess að í náttúruna er sótt af græðgi og gáleysi. Nauðsynleg umhyggja og virðing gleymist. Hugsunarleysi í stað umhugsunar! Þessu vill Landvernd breyta. Margt í starfi samtakanna miðar að þessu. Meginboðskapur samtakanna um þessar mundir er að loftslagsvernd og náttúruvernd verða að haldast í hendur. Nú er komið að aðalfundi Landvernd 2023 þar sem félagið er í höndunum á um 5.600 félögum og 40 aðildarfélögum. Kosning til stjórnar stendur yfir með rafrænum hætti. Neyðarástand í loftslagsmálum Heimsbyggðin hóf fyrir meira en 30 árum sameiginlega vegferð gegn hættulegum loftslagsbreytingum af mannavöldum – í orði. Orð eru til alls fyrst en án aðgerða eru þau einskis virði. Á þessum áratugum sem liðið hafa frá því að vandinn var viðurkenndur hefur árleg losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum vaxið um liðlega 40%. Viðvaranir vísindamannanna verða sífellt örvæntingarfyllri og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsir þróuninni sem sameiginlegu sjálfsmorði mannkynsins. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að draga eigi úr losun Íslendinga um 1,3 miljón tonna eigi síðar en 2030. Enn eru þetta orðin tóm og þjóðin er komin í mikla skuld við Kýótósamkomulagið vegna vanefnda í loftslagsmálum. Spurning er hvort Íslendingar eru siðferðilega gjaldþrota í velmegun sinni og skeytingarleysi, ófærir um að takast á við vandann. Það er neyðarástand í þessum málum og Landvernd kallar eftir alvöru aðgerðum. Náttúran og mörk vaxtar Ósjálfbær hagvöxtur skapaði krísuna í samskiptum okkar við náttúruna og er helsta ástæðan fyrir loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ríkjandi hagvaxtarhugmyndafræði er kjarni vandans. Nægjusemi, lykillinn að sjálfri lífshamingjunni, er dyggð sem virðist algjörlega hafa gleymst. Í stað þess er athyglinni beint að frekari sókn í íslenska náttúru og víðerni svo tvöfalda megi raforkuframleiðslu landsins á tæpum tveimur áratugum. Öll þessi áform og afleiðingar þeirra eru kynnt á náttúrukorti Landverndar. Ísland er nú þegar með lífskjör á heimsmælikvarða og er margfaldur heimsmeistari í raforkunotkun – og á líklega næga raforku til að sinna skynsamlegum og nauðsynlegum orkuskiptum. Að ganga sífellt meira á móður náttúru leysir engan vanda heldur eykur hann. Ný hugsun er nauðsynleg Aðstæður kalla á nýja hugsun og hugmyndafræði þar sem náttúruvernd og loftslagsvernd haldast í hendur. Ósjálfbær vöxtur er ávísun á ógæfu komandi kynslóða. Þjóðin þarf að leita frelsis frá ánauð loftslags- og náttúruspillandi hagvaxtar! Landvernd hefur sett upp orkuskiptahermi þar sem greina má valkosti sem byggja á ólíkum forsendum. Þakkir Undanfarin fjögur ár hef ég verið formaður Landverndar. Það hefur verið lærdómsríkt og ánægjulegt og ríkur hluti af lífi mínu. Ég brenn enn fyrir þeim mikilvægu verkefnum sem Landvernd sinnir sem rödd náttúrunnar. Samtök eins og Landvernd þurfa að vera í sífelldri endurnýjun. Á aðalfundi Landverndar miðvikudaginn 19. apríl tekur nýr formaður við keflinu. Ég þakka traustið, baráttuandann og ánægjustundirnar. Sérstaklega þakka ég áhugasamri og jákvæðri stjórn, afburða framkvæmdastjóra og starfsmönnum sem brenna fyrir náttúruvernd og félögunum sem stand að baki Landvernd með rausnarlegum fjárframlögum. Höfundur er formaður Landverndar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar