„Allt að 70% afsláttur“ reyndist iðulega einungis fimm prósent Bjarki Sigurðsson skrifar 17. apríl 2023 11:53 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Dekkja- og bílaþjónustan ehf., rekstraraðili dekk1.is, hefur verið sektað vegna viðskiptahátta sinna. Auglýstur var allt að 70 prósent afsláttur í „Cyberviku“ en einungis var hægt að finna dekk á mun lægri afslætti, iðulega einungis fimm prósenta. Þarf félagið að greiða 200 þúsund króna sekt. Í desember árið 2021 auglýsti dekk1.is að á vefsíðunni væri allt að 70 prósent afsláttur í Cyberviku. Þá hafði fyrirtækið einnig auglýst gámatilboð og aðra afslætti eftir að Cybervikunni lauk. Við ítarlega athugun Neytendastofu kom í ljós að einungis var hægt að finna dekk á mun lægri afslætti og þá iðulega einungis á fimm prósent afslætti. Athugun Neytendastofu leiddi í ljós að engin dekk voru fáanleg á auglýstum 70 prósent afslætti. Gerir Neytendastofa einnig athugasemd við að auglýst hafi verið að tilboðið stæði aðeins í takmarkaðan tíma þar sem sú var ekki raunin. Þá notaði félagið orðið „gámatilboð“ án þess að um tilboð eða raunverulega verðlækkun hafi verið að ræða. „Í svörum félagsins kom fram að félagið hafni því að hafa brotið gegn ákvæðum laga þar sem að á meðan Cyber Monday stóð hafi verið veittur 70% afsláttur af völdum dekkjum. Þá hafi einnig verið ákveðið að hækka afslætti enn frekar eftir að Cyber Monday lauk og hækkaði því afsláttur af dekkjum í svokölluðu „gámatilboði“ úr 5% í 15%. Að lokum tiltók félagið að mikið hafi selst af dekkjum á afslætti umrædda daga en því miður ekki sú stærð sem boðin hafi verið á hæsta afslættinum, þ.e. 70%, og því séu ekki til sölukvittanir vegna slíkra viðskipta,“ segir í tilkynningu á vef Neytendastofu um ákvörðunina. Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að félagið hafi ekki sýnt fram á að nokkur dekk hafi verið með 70 prósent afslætti á því tímabili sem um ræddi. Þá var notkun orðsins „gámatilboð“ villandi þar sem ekki var um raunverulegt tilboð að ræða. Að lokum komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsing við lok Cyberviku, sem staðhæfði ranglega að einungis nokkrir klukkutímar væru til stefnu til að nýta sér fyrirliggjandi tilboð, teldist óréttmætir viðskiptahættir. Því var dekk1.is bannað að viðhafa þessa viðskiptahætti og sektað um 200 þúsund krónur. Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. Bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Í desember árið 2021 auglýsti dekk1.is að á vefsíðunni væri allt að 70 prósent afsláttur í Cyberviku. Þá hafði fyrirtækið einnig auglýst gámatilboð og aðra afslætti eftir að Cybervikunni lauk. Við ítarlega athugun Neytendastofu kom í ljós að einungis var hægt að finna dekk á mun lægri afslætti og þá iðulega einungis á fimm prósent afslætti. Athugun Neytendastofu leiddi í ljós að engin dekk voru fáanleg á auglýstum 70 prósent afslætti. Gerir Neytendastofa einnig athugasemd við að auglýst hafi verið að tilboðið stæði aðeins í takmarkaðan tíma þar sem sú var ekki raunin. Þá notaði félagið orðið „gámatilboð“ án þess að um tilboð eða raunverulega verðlækkun hafi verið að ræða. „Í svörum félagsins kom fram að félagið hafni því að hafa brotið gegn ákvæðum laga þar sem að á meðan Cyber Monday stóð hafi verið veittur 70% afsláttur af völdum dekkjum. Þá hafi einnig verið ákveðið að hækka afslætti enn frekar eftir að Cyber Monday lauk og hækkaði því afsláttur af dekkjum í svokölluðu „gámatilboði“ úr 5% í 15%. Að lokum tiltók félagið að mikið hafi selst af dekkjum á afslætti umrædda daga en því miður ekki sú stærð sem boðin hafi verið á hæsta afslættinum, þ.e. 70%, og því séu ekki til sölukvittanir vegna slíkra viðskipta,“ segir í tilkynningu á vef Neytendastofu um ákvörðunina. Stofnunin komst að þeirri niðurstöðu að félagið hafi ekki sýnt fram á að nokkur dekk hafi verið með 70 prósent afslætti á því tímabili sem um ræddi. Þá var notkun orðsins „gámatilboð“ villandi þar sem ekki var um raunverulegt tilboð að ræða. Að lokum komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsing við lok Cyberviku, sem staðhæfði ranglega að einungis nokkrir klukkutímar væru til stefnu til að nýta sér fyrirliggjandi tilboð, teldist óréttmætir viðskiptahættir. Því var dekk1.is bannað að viðhafa þessa viðskiptahætti og sektað um 200 þúsund krónur. Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.
Bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent