Skiptir málið í skólum máli? Birgir U. Ásgeirsson skrifar 17. apríl 2023 07:31 Íslenska er skólamálið okkar, á öllum skólastigum. Gott læsi og vald á tungunni er mikilvægt veganesti til virkrar þátttöku í þjóðfélaginu. Þannig nýtast hæfileikar okkar betur. Er það hvort tveggja samfélaginu til farsældar og einstaklingnum sjálfum. Öll börn þurfa málörvun og gæðamenntun við hæfi. Að kenna nemendum íslensku er í senn gæfa og áskorun fyrir allt skólasamfélagið þar sem kennarar eru lykilaðilar. Viðmið um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda koma fram í hæfniramma sem birtur hefur verið í reglugerð (nr. 1355/2022). Kennararáð vann tillögu að innihaldi reglugerðarinnar um hæfnirammann í víðtæku samstarfi, þ.m.t. við kennara á vettvangi. Þar er áhersla á hæfni allra kennara til að: Leggja mat á og efla eigin málfærni í samræmi við sérhæfingu. Beita íslensku í ræðu og riti á viðeigandi og árangursríkan hátt, útskýra, rökstyðja og stuðla að málefnalegum umræðum. Beita kennsluháttum sem örva nemendur til að tjá sig, skapa og miðla þekkingu sinni á íslensku. Beita fjölbreyttum aðferðum í kennslu íslensks tungumáls. Nýta áhrif fjölmenningar, fjöltyngis og íslensku sem annars máls við nám og kennslu. Viðmiðin hér að ofan eru hluti þeirrar almennu hæfni sem allir kennarar og skólastjórnendur eiga að búa yfir. Þau eru metnaðarfull og bera þess merki að gamalkunna orðasambandið eigi ennþá við, að allir kennarar séu íslenskukennarar. Hæfniramminn veitir leiðsögn um inntak kennaramenntunar og starfsþróun kennara. Í honum kemur fram að kennarar og skólastjórnendur leggi áherslu á að auka hæfni sína, bæði almenna og sérhæfða og að starfsþróun sé markviss þáttur í skólastarfi. Þar er íslenskan ekki undanskilin. Aðstæður eru afar misjafnar í skólakerfinu á Íslandi og þekkja skólastjórnendur staðbundnar aðstæður hverju sinni. Hæfniramminn skerpir á ábyrgð þeirra sem fara með ráðningar þar sem íslenskuhæfni miðast við viðkomandi starf. Mikilvægt er að þeim sem ekki uppfylla lágmarksviðmið um íslenskuhæfni standi til boða leiðir til að auka hæfni sína í íslensku og sýna fram á hana. Áherslan á hæfni í íslensku í hæfnirammanum rímar við stefnu stjórnvalda. Áherslur stjórnvalda eru meðal annars málörvun í leikskóla, að nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn fái stuðning við hæfi, að málkunnátta og sköpunargleði verðandi kennara verði efld til að byggja upp hæfni nemenda og stuðla að jákvæðu viðhorfi til íslenskunnar á öllum skólastigum. Áhersla verði einnig á að efla hæfni kennara í íslensku í gegnum starfsþróun þeirra og að þeir hafi tök á fjölbreyttum kennsluháttum til að kenna íslensku bæði sem móðurmál og sem annað mál. Að auki má nefna að í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að mikilvægt sé að huga enn betur að íslenskukennslu, framboð af nýju námsefni á íslensku verði aukið og hlúð verði að barnamenningu. Íslenska er skólamálið. Íslenska er lykilþáttur í að byggja undir hæfni nemenda til að vera þátttakendur í samfélaginu. Eitt skrefið í þeirri vegferð að mæta þeim áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir er að tryggja hæfni kennara í íslensku. Það er hvort tveggja gert í kennaramenntun og með starfsþróun. Þannig er unnt að mæta öllum nemendum með fagmennsku í fyrirrúmi. Við viljum stuðla að farsæld barnanna okkar þannig að samfélagið fái notið hæfileika þeirra. Málið í skólum skiptir máli. Höfundur er formaður kennararáðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Íslensk tunga Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Íslenska er skólamálið okkar, á öllum skólastigum. Gott læsi og vald á tungunni er mikilvægt veganesti til virkrar þátttöku í þjóðfélaginu. Þannig nýtast hæfileikar okkar betur. Er það hvort tveggja samfélaginu til farsældar og einstaklingnum sjálfum. Öll börn þurfa málörvun og gæðamenntun við hæfi. Að kenna nemendum íslensku er í senn gæfa og áskorun fyrir allt skólasamfélagið þar sem kennarar eru lykilaðilar. Viðmið um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda koma fram í hæfniramma sem birtur hefur verið í reglugerð (nr. 1355/2022). Kennararáð vann tillögu að innihaldi reglugerðarinnar um hæfnirammann í víðtæku samstarfi, þ.m.t. við kennara á vettvangi. Þar er áhersla á hæfni allra kennara til að: Leggja mat á og efla eigin málfærni í samræmi við sérhæfingu. Beita íslensku í ræðu og riti á viðeigandi og árangursríkan hátt, útskýra, rökstyðja og stuðla að málefnalegum umræðum. Beita kennsluháttum sem örva nemendur til að tjá sig, skapa og miðla þekkingu sinni á íslensku. Beita fjölbreyttum aðferðum í kennslu íslensks tungumáls. Nýta áhrif fjölmenningar, fjöltyngis og íslensku sem annars máls við nám og kennslu. Viðmiðin hér að ofan eru hluti þeirrar almennu hæfni sem allir kennarar og skólastjórnendur eiga að búa yfir. Þau eru metnaðarfull og bera þess merki að gamalkunna orðasambandið eigi ennþá við, að allir kennarar séu íslenskukennarar. Hæfniramminn veitir leiðsögn um inntak kennaramenntunar og starfsþróun kennara. Í honum kemur fram að kennarar og skólastjórnendur leggi áherslu á að auka hæfni sína, bæði almenna og sérhæfða og að starfsþróun sé markviss þáttur í skólastarfi. Þar er íslenskan ekki undanskilin. Aðstæður eru afar misjafnar í skólakerfinu á Íslandi og þekkja skólastjórnendur staðbundnar aðstæður hverju sinni. Hæfniramminn skerpir á ábyrgð þeirra sem fara með ráðningar þar sem íslenskuhæfni miðast við viðkomandi starf. Mikilvægt er að þeim sem ekki uppfylla lágmarksviðmið um íslenskuhæfni standi til boða leiðir til að auka hæfni sína í íslensku og sýna fram á hana. Áherslan á hæfni í íslensku í hæfnirammanum rímar við stefnu stjórnvalda. Áherslur stjórnvalda eru meðal annars málörvun í leikskóla, að nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn fái stuðning við hæfi, að málkunnátta og sköpunargleði verðandi kennara verði efld til að byggja upp hæfni nemenda og stuðla að jákvæðu viðhorfi til íslenskunnar á öllum skólastigum. Áhersla verði einnig á að efla hæfni kennara í íslensku í gegnum starfsþróun þeirra og að þeir hafi tök á fjölbreyttum kennsluháttum til að kenna íslensku bæði sem móðurmál og sem annað mál. Að auki má nefna að í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að mikilvægt sé að huga enn betur að íslenskukennslu, framboð af nýju námsefni á íslensku verði aukið og hlúð verði að barnamenningu. Íslenska er skólamálið. Íslenska er lykilþáttur í að byggja undir hæfni nemenda til að vera þátttakendur í samfélaginu. Eitt skrefið í þeirri vegferð að mæta þeim áskorunum sem samfélagið stendur frammi fyrir er að tryggja hæfni kennara í íslensku. Það er hvort tveggja gert í kennaramenntun og með starfsþróun. Þannig er unnt að mæta öllum nemendum með fagmennsku í fyrirrúmi. Við viljum stuðla að farsæld barnanna okkar þannig að samfélagið fái notið hæfileika þeirra. Málið í skólum skiptir máli. Höfundur er formaður kennararáðs.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun