Breytum vörn í sókn! Trausti Hjálmarsson skrifar 13. apríl 2023 07:01 Riða (e. scrapie) í sauðfé er talin hafa borist hingað til lands árið 1878. Útbreiðsla hennar jókst hægt og bítandi og á árabilinu 1968-1978 var hún komin í mörg af helstu sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi. Frá árinu 1982 hefur allt fé á bæjum þar sem riða hefur greinst verið skorið niður og eftir atvikum hefur fé í nálægð við viðkomandi bæi verið skorið niður til að reyna að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Sú aðferð að útrýma riðu með niðurskurði er gríðarlega íþyngjandi fyrir þá sem fyrir verða. Hún var þó byggð á bestu vísindalegu þekkingu og reynslan hefur sýnt að dregið hefur verulega úr riðutilfellum. Það ber jafnframt að hafa í huga að um kvalafullan og langvinnan sjúkdóm er að ræða sem alltaf endar með dauða og smitleiðir ekki að fullu þekktar. Baráttan hefur verið hörð og víða hefur hún skilið eftir sig sár í sveitum landsins. Fyrir rúmu ári urðu þó straumhvörf í baráttu gegn riðu á Íslandi. Hin svokallaða ARR arfgerð fannst í níu kindum á bænum Þernunesi í Reyðarfirði. Hennar hafði áður verið leitað í íslensku fé en ekki fundist. ARR er alþjóðlega viðurkennd verndandi arfgerð sem notuð hefur verið í rúm 20 ár erlendis til að útrýma riðu með góðum árangri. Það fé sem ber arfgerðina veikist ekki. Fundur hennar veitir okkur möguleika á að byggja upp riðuþolinn sauðfjárstofn hérlendis og þar með breyta um aðferðafræði í baráttunni, ljósið í myrkrinu! Bændur hafa ekki látið sitt eftir liggja og sýnt innleiðingu ARR arfgerðarinnar mikinn áhuga. Sl. haust voru þrír hrútar teknir til notkunar á Sauðfjársæðingarstöðvunum sem bera hana. Það má áætla að í vor fæðist í kringum 2.900 lömb undan þeim og skv. grunnreglum Mendelskar erfðafræði muni helmingur þeirra bera ARR. Það er því mikilvægt að lömbin verði arfgerðargreind í vor svo að hægt sé að skera úr hver þeirra beri ARR. Á árunum 2018 -2021 fóru 851 milljónir króna í varnir gegn dýrasjúkdómum eða að jafnaði rúmar 212 milljónir á ári. Langstærstur hluti þessara fjármuna eru útgjöld vegna niðurskurðar gegn riðu. Skilvirkast leiðin til hefta útbreiðslu riðu er að koma í veg fyrir að hún berist á hrein svæði og þar gegna sauðfjárveikivarnargirðingar mikilvægu hlutverki. Á þessu ári er gert ráð fyrir 35 milljónum í viðhald og endurnýjun sauðfjárveikivarnagirðinga og er það sambærileg upphæð og undanfarin ár. Betur má ef duga skal! Þær fregnir bárust rétt fyrir páska að riða hefði greinst í Miðfjarðarhólfi sem fram að því hafði verið hreint hólf. Það er mikið reiðarslag. Ég ætla ekki að reyna að setja mig í spor þeirra sem lenda í slíku áfalli að missa ævistarfið í einum vettvangi og geta ekkert gert annað en að reyna að sætta sig við orðinn hlut. Auk þess bíða aðrir bændur milli vonar og ótta því enginn veit ennþá hver útbreiðsla riðu er í hólfinu og vonandi er hún ekki meiri. Ég votta öllum sem hlut eiga að máli samúð mína. Það er kominn tími til að við breytum vörn í sókn í baráttu okkar við riðu í sauðfé á Íslandi! Við eigum að setja fjármuni í arfgerðargreiningar, líkt og fordæmi eru fyrir erlendis, til að flýta fyrir ræktun á riðuþolnum sauðfjárstofni því þá getur þessi vágestur heyrt sögunni til eftir 15-20 ár. Á meðan á því átaki stendur er mikilvægt að viðhalda sauðfjárveikivarnargirðingum til að hefta útbreiðslu riðu. Þessar aðgerðir munu í framtíðinni spara mikla fjármuni og koma í veg fyrir atburði af því tagi sem nú eiga sér stað í Miðfjarðarhólfi. Bændur eru byrjaðir að gera sitt og nú þarf hið opinbera að leggjast á árarnar með okkur svo við náum landi fyrr! Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Riða í Miðfirði Dýraheilbrigði Trausti Hjálmarsson Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Riða (e. scrapie) í sauðfé er talin hafa borist hingað til lands árið 1878. Útbreiðsla hennar jókst hægt og bítandi og á árabilinu 1968-1978 var hún komin í mörg af helstu sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi. Frá árinu 1982 hefur allt fé á bæjum þar sem riða hefur greinst verið skorið niður og eftir atvikum hefur fé í nálægð við viðkomandi bæi verið skorið niður til að reyna að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Sú aðferð að útrýma riðu með niðurskurði er gríðarlega íþyngjandi fyrir þá sem fyrir verða. Hún var þó byggð á bestu vísindalegu þekkingu og reynslan hefur sýnt að dregið hefur verulega úr riðutilfellum. Það ber jafnframt að hafa í huga að um kvalafullan og langvinnan sjúkdóm er að ræða sem alltaf endar með dauða og smitleiðir ekki að fullu þekktar. Baráttan hefur verið hörð og víða hefur hún skilið eftir sig sár í sveitum landsins. Fyrir rúmu ári urðu þó straumhvörf í baráttu gegn riðu á Íslandi. Hin svokallaða ARR arfgerð fannst í níu kindum á bænum Þernunesi í Reyðarfirði. Hennar hafði áður verið leitað í íslensku fé en ekki fundist. ARR er alþjóðlega viðurkennd verndandi arfgerð sem notuð hefur verið í rúm 20 ár erlendis til að útrýma riðu með góðum árangri. Það fé sem ber arfgerðina veikist ekki. Fundur hennar veitir okkur möguleika á að byggja upp riðuþolinn sauðfjárstofn hérlendis og þar með breyta um aðferðafræði í baráttunni, ljósið í myrkrinu! Bændur hafa ekki látið sitt eftir liggja og sýnt innleiðingu ARR arfgerðarinnar mikinn áhuga. Sl. haust voru þrír hrútar teknir til notkunar á Sauðfjársæðingarstöðvunum sem bera hana. Það má áætla að í vor fæðist í kringum 2.900 lömb undan þeim og skv. grunnreglum Mendelskar erfðafræði muni helmingur þeirra bera ARR. Það er því mikilvægt að lömbin verði arfgerðargreind í vor svo að hægt sé að skera úr hver þeirra beri ARR. Á árunum 2018 -2021 fóru 851 milljónir króna í varnir gegn dýrasjúkdómum eða að jafnaði rúmar 212 milljónir á ári. Langstærstur hluti þessara fjármuna eru útgjöld vegna niðurskurðar gegn riðu. Skilvirkast leiðin til hefta útbreiðslu riðu er að koma í veg fyrir að hún berist á hrein svæði og þar gegna sauðfjárveikivarnargirðingar mikilvægu hlutverki. Á þessu ári er gert ráð fyrir 35 milljónum í viðhald og endurnýjun sauðfjárveikivarnagirðinga og er það sambærileg upphæð og undanfarin ár. Betur má ef duga skal! Þær fregnir bárust rétt fyrir páska að riða hefði greinst í Miðfjarðarhólfi sem fram að því hafði verið hreint hólf. Það er mikið reiðarslag. Ég ætla ekki að reyna að setja mig í spor þeirra sem lenda í slíku áfalli að missa ævistarfið í einum vettvangi og geta ekkert gert annað en að reyna að sætta sig við orðinn hlut. Auk þess bíða aðrir bændur milli vonar og ótta því enginn veit ennþá hver útbreiðsla riðu er í hólfinu og vonandi er hún ekki meiri. Ég votta öllum sem hlut eiga að máli samúð mína. Það er kominn tími til að við breytum vörn í sókn í baráttu okkar við riðu í sauðfé á Íslandi! Við eigum að setja fjármuni í arfgerðargreiningar, líkt og fordæmi eru fyrir erlendis, til að flýta fyrir ræktun á riðuþolnum sauðfjárstofni því þá getur þessi vágestur heyrt sögunni til eftir 15-20 ár. Á meðan á því átaki stendur er mikilvægt að viðhalda sauðfjárveikivarnargirðingum til að hefta útbreiðslu riðu. Þessar aðgerðir munu í framtíðinni spara mikla fjármuni og koma í veg fyrir atburði af því tagi sem nú eiga sér stað í Miðfjarðarhólfi. Bændur eru byrjaðir að gera sitt og nú þarf hið opinbera að leggjast á árarnar með okkur svo við náum landi fyrr! Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun