Þingforseti fer í blóra við lög um þingsköp – Hvað er til ráða? Þorsteinn Sæmundsson skrifar 6. apríl 2023 12:31 Baráttan um birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol hefur nú staðið í á fimmta ár. Jafnlengi hefur greinarhöfundur barist fyrir birtingu hennar á tvennum vígstöðvum þ.e. í forsætisnefnd með aðstoð hluta af fulltrúum stjórnarandstöðunnar og lengst af einn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Tveir þingforsetar hafa með undanbrögðum komið í veg fyrir birtingu greinargerðarinnar sem er lykilgagn um málefni Lindarhvols og starfsemi þess félags. Núverandi forseti hengir sig á mótmæli stjórnarmanns Lindarhvols gegn birtingu. Stjórnarmaðurinn hefur sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og maður efast um að viðkomandi muni nokkuð um innihald greinargerðarinnar. Forseti hefur einnig stuðst við mótmæli núverandi ríkisendurskoðanda en hann og stjórnarmaðurinn eiga það sameiginlegt að stjórna ekki störfum Alþingis. Þau eiga það einnig sameiginlegt að vera aðilar máls og því ekki óvilhöll í afstöðu sinni. Á þeim tæpu fimm árum sem liðin eru frá því að greinargerð setts ríkisendskoðanda var send Alþingi hafa verið unnin fjögur óháð lögfræðiálit um afhendingu hennar og birtingu. Í stuttu máli er niðurstaða þriggja af fjórum þessara álita að birta eigi greinargerðina. Hið fyrsta sem var unnið af lögfræðingi Alþingis kvað á um að ekki væri fært að birta greinargerðina. Miðflokkurinn lét vinna annað lögfræðiálit sem innihélt öndverða afstöðu og sagði að birta megi greinargerðina. Þriðja lögfræðiálitið sem Alþingi lét vinna tók dýpra í árinni og sagði að ekki einungis megi birta greinargerðina heldur eigi að gera það. Í niðurstöðu fjórða lögfræðiálitsins kveður svo við nýjan tón. Þar segir einnig að forseta þingsins sé skylt að afhenda greinargerðin og birta. Að auki er það niðurstaða álitsins að með því að afhenda þingnefnd og þingmönnum ekki greinargerð setts ríkisendurskoðanda fari forseti Alþingis í blóra við lög um þingsköp. Það er sérlega alvarlegt vegna þess að það er frumskylda forseta að gæta hagsmuna Alþingis gegn framkvæmdavaldinu. Það er einnig alvarlegt vegna þess að ein af höfuðskyldum þingmanna er eftirlit með framkvæmdavaldinu. Sú skylda er stjórnarskrárvarin ásamt því að vera varin og staðfest í lögum um þingsköp. Að þessu áliti fengnu er illskiljanlegt að forseti skuli ekki bregðast við. Þrátt fyrir það sem á undan er sagt situr forseti þingsins við sinn keip og gengur á það sem eftir er af virðingu hans og drengskap. Ekki er gott að vita hverra hagsmuni hann ber fyrir brjósti. Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra hefur sagt opinberlega (Silfrið 5. Febrúar 2023) að í greinargerðinni sé ekkert sem ekki þolir dagsljós. Fjármálaráðherra greip sjálfur til þess ráðs að birta kaupendalista hlutar í Íslandsbanka en ekki var talið löglegt að gera það. Það vekur furðu að forseti sem er löglærður skuli hundsa hvert lögfræðiálitið af öðru sem mæla með og/eða skipa fyrir um birtingu greinargerðarinnar. Ekki má heldur gleyma þvi að forsætisnefnd þingsins samþykkti einróma í fyrrasumar tillögu forseta sjálfs um að afhenda skuli greinargerðina. Sitjandi ríkisendurskoðandi og áðurnefndur minnislaus stjórnarmaður Lindarhvols virðast hafa skipt um skoðun fyrir forsetann. Það er miður að forseti þingsins skuli ekki hafa döngun í sér til að gera það rétta í málinu og hann skuli kjósa að hafa að engu niðurstöður þriggja lögfræðiálita. Nú þegar fyrir liggur í lögfræðiáliti að forseti þingsins hafi farið á svig við þingskaparlög er rétt að gaumgæfa hvað sé til ráða. Fljótt á litið virðist aðeins vantrausttillaga koma til greina. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Starfsemi Lindarhvols Alþingi Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Baráttan um birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol hefur nú staðið í á fimmta ár. Jafnlengi hefur greinarhöfundur barist fyrir birtingu hennar á tvennum vígstöðvum þ.e. í forsætisnefnd með aðstoð hluta af fulltrúum stjórnarandstöðunnar og lengst af einn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Tveir þingforsetar hafa með undanbrögðum komið í veg fyrir birtingu greinargerðarinnar sem er lykilgagn um málefni Lindarhvols og starfsemi þess félags. Núverandi forseti hengir sig á mótmæli stjórnarmanns Lindarhvols gegn birtingu. Stjórnarmaðurinn hefur sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og maður efast um að viðkomandi muni nokkuð um innihald greinargerðarinnar. Forseti hefur einnig stuðst við mótmæli núverandi ríkisendurskoðanda en hann og stjórnarmaðurinn eiga það sameiginlegt að stjórna ekki störfum Alþingis. Þau eiga það einnig sameiginlegt að vera aðilar máls og því ekki óvilhöll í afstöðu sinni. Á þeim tæpu fimm árum sem liðin eru frá því að greinargerð setts ríkisendskoðanda var send Alþingi hafa verið unnin fjögur óháð lögfræðiálit um afhendingu hennar og birtingu. Í stuttu máli er niðurstaða þriggja af fjórum þessara álita að birta eigi greinargerðina. Hið fyrsta sem var unnið af lögfræðingi Alþingis kvað á um að ekki væri fært að birta greinargerðina. Miðflokkurinn lét vinna annað lögfræðiálit sem innihélt öndverða afstöðu og sagði að birta megi greinargerðina. Þriðja lögfræðiálitið sem Alþingi lét vinna tók dýpra í árinni og sagði að ekki einungis megi birta greinargerðina heldur eigi að gera það. Í niðurstöðu fjórða lögfræðiálitsins kveður svo við nýjan tón. Þar segir einnig að forseta þingsins sé skylt að afhenda greinargerðin og birta. Að auki er það niðurstaða álitsins að með því að afhenda þingnefnd og þingmönnum ekki greinargerð setts ríkisendurskoðanda fari forseti Alþingis í blóra við lög um þingsköp. Það er sérlega alvarlegt vegna þess að það er frumskylda forseta að gæta hagsmuna Alþingis gegn framkvæmdavaldinu. Það er einnig alvarlegt vegna þess að ein af höfuðskyldum þingmanna er eftirlit með framkvæmdavaldinu. Sú skylda er stjórnarskrárvarin ásamt því að vera varin og staðfest í lögum um þingsköp. Að þessu áliti fengnu er illskiljanlegt að forseti skuli ekki bregðast við. Þrátt fyrir það sem á undan er sagt situr forseti þingsins við sinn keip og gengur á það sem eftir er af virðingu hans og drengskap. Ekki er gott að vita hverra hagsmuni hann ber fyrir brjósti. Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra hefur sagt opinberlega (Silfrið 5. Febrúar 2023) að í greinargerðinni sé ekkert sem ekki þolir dagsljós. Fjármálaráðherra greip sjálfur til þess ráðs að birta kaupendalista hlutar í Íslandsbanka en ekki var talið löglegt að gera það. Það vekur furðu að forseti sem er löglærður skuli hundsa hvert lögfræðiálitið af öðru sem mæla með og/eða skipa fyrir um birtingu greinargerðarinnar. Ekki má heldur gleyma þvi að forsætisnefnd þingsins samþykkti einróma í fyrrasumar tillögu forseta sjálfs um að afhenda skuli greinargerðina. Sitjandi ríkisendurskoðandi og áðurnefndur minnislaus stjórnarmaður Lindarhvols virðast hafa skipt um skoðun fyrir forsetann. Það er miður að forseti þingsins skuli ekki hafa döngun í sér til að gera það rétta í málinu og hann skuli kjósa að hafa að engu niðurstöður þriggja lögfræðiálita. Nú þegar fyrir liggur í lögfræðiáliti að forseti þingsins hafi farið á svig við þingskaparlög er rétt að gaumgæfa hvað sé til ráða. Fljótt á litið virðist aðeins vantrausttillaga koma til greina. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun