Bretar hindra útsendingu frá erindi eftirlýsts umboðsmanns barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2023 10:28 Lvova-Belova er eftirlýst af Alþjóðaglæpadómstólnum. AP/Sputnik/Mikhail Metzel Bretar hafa beitt neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að sent verði út frá fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem umboðsmaður barna í Rússlandi mun flytja erindi í gegnum fjarfundarbúnað. Um er að ræða óformlegan fund ráðsins sem fer fram í dag. Þar verður fjallað um málefni Úkraínu, sérstaklega brottflutning barna frá átakasvæðum. Umboðsmaðurinn, Maria Lvova-Belova, er eftirlýst af Alþjóðaglæpadómstólnum fyrir meintan þátt sinn í ólöglegum brottflutningi barna frá Úkraínu til Rússlands í kjölfar innrásar Rússa. Óformlegir fundir eru ekki haldnir í fundarsal öryggisráðsins og fulltrúar allra þjóðanna fimmtán sem eiga sæti í ráðinu á hverjum tíma verða að leggja blessun sína yfir að sjónvarpað sé frá fundunum. Talsmaður Bretlands við Sameinuðu þjóðirnar sagði að það ætti ekki að gefa Lvovu-Belovu tækifæri til að breiða út áróður og falsupplýsingar. Ef hún vildi tjá sig um störf sín ættu hún að gera það fyrir dómstólnum í Haag. Tomorrow, Russia will hold an informal @UN meeting on evacuating Ukrainian children from Ukraine to Russia.Russia has invited Maria Lvova-Belova to brief. The ICC issued an arrest warrant for her last month.The UK Ambassador will not be participating.1/3— UK at the UN (@UKUN_NewYork) April 4, 2023 Lvova-Belova sagðist í gær vera reiðubúin til að senda börn aftur til Úkraínu ef fjölskyldur þeirra færu fram á það. Fulltrúar stjórnvalda í Úkraínu hefðu ekki sett sig í samband við sig frá því að átökin brutust út. Hvatti hún foreldra til að senda sér tölvupóst. Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að flytja fleiri en 16 þúsund börn til Rússlands. Rússar segja um björgunaraðgerðir að ræða og að börnunum verði skilað. Fregnir hafa hins vegar borist af því að börnunum sé haldið í „endurmenntunarbúðum“ víðs vegar um Rússland. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Um er að ræða óformlegan fund ráðsins sem fer fram í dag. Þar verður fjallað um málefni Úkraínu, sérstaklega brottflutning barna frá átakasvæðum. Umboðsmaðurinn, Maria Lvova-Belova, er eftirlýst af Alþjóðaglæpadómstólnum fyrir meintan þátt sinn í ólöglegum brottflutningi barna frá Úkraínu til Rússlands í kjölfar innrásar Rússa. Óformlegir fundir eru ekki haldnir í fundarsal öryggisráðsins og fulltrúar allra þjóðanna fimmtán sem eiga sæti í ráðinu á hverjum tíma verða að leggja blessun sína yfir að sjónvarpað sé frá fundunum. Talsmaður Bretlands við Sameinuðu þjóðirnar sagði að það ætti ekki að gefa Lvovu-Belovu tækifæri til að breiða út áróður og falsupplýsingar. Ef hún vildi tjá sig um störf sín ættu hún að gera það fyrir dómstólnum í Haag. Tomorrow, Russia will hold an informal @UN meeting on evacuating Ukrainian children from Ukraine to Russia.Russia has invited Maria Lvova-Belova to brief. The ICC issued an arrest warrant for her last month.The UK Ambassador will not be participating.1/3— UK at the UN (@UKUN_NewYork) April 4, 2023 Lvova-Belova sagðist í gær vera reiðubúin til að senda börn aftur til Úkraínu ef fjölskyldur þeirra færu fram á það. Fulltrúar stjórnvalda í Úkraínu hefðu ekki sett sig í samband við sig frá því að átökin brutust út. Hvatti hún foreldra til að senda sér tölvupóst. Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að flytja fleiri en 16 þúsund börn til Rússlands. Rússar segja um björgunaraðgerðir að ræða og að börnunum verði skilað. Fregnir hafa hins vegar borist af því að börnunum sé haldið í „endurmenntunarbúðum“ víðs vegar um Rússland.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira