Stigveldi stigveldanna Erna Mist skrifar 2. apríl 2023 09:01 Að skrifa er skilvirkasta leiðin til að hugsa. Líkt og í útreikningi þar sem maður kemst lengra í dæminu með því að skrifa það niður, kemst maður lengra í hugsuninni þegar maður kemur henni niður á blað. Þannig verða hugsanir að hugleiðingum; tilfinningar að uppgötvunum; upplifanir að lífsreynslum; atburðarásir að sögum. Tilveran öðlast samhengi þegar maður bindur hana í orð. Hver texti er sneiðmynd af huga þess sem framleiddi hann. Þar af leiðandi er lestur leið til að máta sig við ólíka hugsunarhætti. Þó hinn þögli samfélagssáttmáli leitist við að takmarka manneskjur við einn stöðugan persónuleika er hin sálræna staðreynd sú að hver manneskja samanstendur af mörgum persónuleikum, og þannig getur lestur hjálpað manni að uppgötva hliðarnar á sjálfum sér sem maður hefur bælt niður. Þess vegna lesum við - ekki til þess að leggja hluti á minnið, heldur til að viðhalda sambandinu við okkur sjálf. Orðaforðinn er aðgangurinn að okkar innri veruleika. Hvert orð er lykill að nýrri merkingu; hvert hugtak opnar dyr að nýju innsæi; hvert orðasamband dýpkar skilning okkar á því sem við skiljum nú þegar. Hvernig áttar maður sig á eigin upplifunum ef maður á ekki orðin yfir þær? Hvernig áttar maður sig á eigin tilfinningum ef maður kann ekki að skilgreina þær? Hvað þýðir það raunverulega að orðaforði fari minnkandi; lestrarkunnátta dvínandi; skrifkunnátta hverfandi? Ólíkt stéttaskiptingum fortíðar mun stéttaskipting framtíðar hvorki markast við efnahagslegt né menningarlegt auðmagn, heldur málfærni. Í heimi þar sem leitarvélar gengisfella þekkingu og spjallmenni sjá um að útskýra hlutina fyrir okkur verður enginn eiginleiki jafn verðmætur og eiginleikinn til að skilgreina sinn veruleika sjálfur. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Erna Mist Tengdar fréttir Áminning um auðlindir Manstu hver þú varst áður en heimurinn sagði þér hver þú værir? Áður en bíómyndirnar lögðu drög að draumum þínum og samfélagsmiðlar komu á tilfinningalegu kvótakerfi í hausnum á þér til að úthluta athygli þinni til erlendra stórfyrirtækja? Manstu hver þú varst áður en undirmeðvitund þín varð að bandarískri nýlendu? 7. mars 2022 15:01 Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Að skrifa er skilvirkasta leiðin til að hugsa. Líkt og í útreikningi þar sem maður kemst lengra í dæminu með því að skrifa það niður, kemst maður lengra í hugsuninni þegar maður kemur henni niður á blað. Þannig verða hugsanir að hugleiðingum; tilfinningar að uppgötvunum; upplifanir að lífsreynslum; atburðarásir að sögum. Tilveran öðlast samhengi þegar maður bindur hana í orð. Hver texti er sneiðmynd af huga þess sem framleiddi hann. Þar af leiðandi er lestur leið til að máta sig við ólíka hugsunarhætti. Þó hinn þögli samfélagssáttmáli leitist við að takmarka manneskjur við einn stöðugan persónuleika er hin sálræna staðreynd sú að hver manneskja samanstendur af mörgum persónuleikum, og þannig getur lestur hjálpað manni að uppgötva hliðarnar á sjálfum sér sem maður hefur bælt niður. Þess vegna lesum við - ekki til þess að leggja hluti á minnið, heldur til að viðhalda sambandinu við okkur sjálf. Orðaforðinn er aðgangurinn að okkar innri veruleika. Hvert orð er lykill að nýrri merkingu; hvert hugtak opnar dyr að nýju innsæi; hvert orðasamband dýpkar skilning okkar á því sem við skiljum nú þegar. Hvernig áttar maður sig á eigin upplifunum ef maður á ekki orðin yfir þær? Hvernig áttar maður sig á eigin tilfinningum ef maður kann ekki að skilgreina þær? Hvað þýðir það raunverulega að orðaforði fari minnkandi; lestrarkunnátta dvínandi; skrifkunnátta hverfandi? Ólíkt stéttaskiptingum fortíðar mun stéttaskipting framtíðar hvorki markast við efnahagslegt né menningarlegt auðmagn, heldur málfærni. Í heimi þar sem leitarvélar gengisfella þekkingu og spjallmenni sjá um að útskýra hlutina fyrir okkur verður enginn eiginleiki jafn verðmætur og eiginleikinn til að skilgreina sinn veruleika sjálfur. Höfundur er listmálari.
Áminning um auðlindir Manstu hver þú varst áður en heimurinn sagði þér hver þú værir? Áður en bíómyndirnar lögðu drög að draumum þínum og samfélagsmiðlar komu á tilfinningalegu kvótakerfi í hausnum á þér til að úthluta athygli þinni til erlendra stórfyrirtækja? Manstu hver þú varst áður en undirmeðvitund þín varð að bandarískri nýlendu? 7. mars 2022 15:01
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun