Neyslurýmið Ylja þarf nýtt húsnæði strax Marín Þórsdóttir skrifar 30. mars 2023 11:31 Á mánudaginn, 27. mars, fjallaði Kastljósið um skaðaminnkun og hvað býr að baki þeirrar hugmyndafræði. Þar var hugmyndafræðin útskýrð og rætt við notendur skaðaminnkandi úrræða, sem báðir sögðu frá hvernig úrræðin höfðu einfaldlega bjargað lífi sínu. Hugmyndafræðin er í sjálfu sér ekki flókin, hún er byggð á mannúð, virðingu fyrir einstaklingnum og að aðstoða fólk á þeim stað sem það er statt hverju sinni, án fordóma. Það er lykillinn. Skaðaminnkandi þjónusta er bæði félagsleg þjónusta og heilbrigðisþjónusta og því á málaflokkurinn heima á báðum þessum sviðum. Þetta ber að hafa í huga þegar horft er á skaðaminnkandi þjónustu og kostnað við hana. Rauði krossinn rekur tvö skaðaminnkunarverkefni. Annars vegar verkefnið Frú Ragnheiði, sem mörg þekkja, enda hefur það starfað í 14 ár og er elsta skaðaminnkunarverkefni landsins. Um er að ræða sjálfboðaliðadrifið verkefni í vettvangsbíl sem þjónustar fólk með nálaskiptaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og skaðaminnkandi ráðgjöf. Hins vegar hefur félagið rekið færanlega neyslurýmið Ylja, tilraunaverkefni til eins árs sem var einnig starfrækt í bifreið og þjónustar fólk sem notar vímuefni í æð, en það getur komið í Ylju og notað efnin í öruggu umhverfi. Bæði þessi verkefni hafa margsannað gildi sitt með ýmsum hætti. Í báðum verkefnunum hefur verið komið í veg fyrir ofskammtanir og bæði verkefnin hafa bjargað mannslífum með skaðaminnkandi samtali, stuðningi og umhyggju. Verkefnin hafa komið í veg fyrir að notaður búnaður sé skilinn eftir á víðavangi og hafa veitt fólki sem mætir fordómum þegar það sækir sér þjónustu innan kerfisins stuðning, svo eitthvað sé nefnt. Þá má líka benda á að gífurlegur sparnaður verður innan kerfisins þegar notast er við skaðaminnkandi hugmyndafræði. Það eitt að útvega hreinan sprautubúnað og draga þannig úr líkum á að einstaklingar smitist af HIV og lifrarbólgu skapar stórkostlegan sparnað fyrir samfélagið í heild. Nú hefur Ylja neyslurými lokið sínu tilraunaári. 125 einstaklingar sóttu sér þjónustu Ylju fyrsta starfsárið í 1.381 heimsóknum. Heilbrigðisráðherra og Sjúkratryggingar Íslands hafa áttað sig á mikilvægi skaðaminnkunar og styðja ríkulega við starf Rauða krossins, annars vegar með því að greiða um 50% af kostnaði við verkefnið Frú Ragnheiði og hins vegar hefur með því að kosta allan rekstur Ylju fyrsta starfsár verkefnisins. Sjúkratryggingar Íslands hafa lofað fjármagni til reksturs starfseminnar til næstu tveggja ára og mikil þörf er að koma verkefninu í húsnæði, svo hægt sé að veita viðunandi þjónustu. En illa gengur að finna húsnæði hjá Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytinu til að halda rekstrinum áfram. Rekstrarféð frá Sjúkratryggingum og þekking starfsmanna Rauða krossins er til staðar, en skortur er á viðbrögðum frá félagsmálayfirvöldum og sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu til að finna viðeigandi húsnæði fyrir starfsemina. Þetta er þjónusta fyrir þau sem eru hvað mest á jaðrinum í samfélaginu og þurfa hvað mest á okkar aðstoð að halda. Án Ylju eykst hættan á ofskömmtunum og að þessi hópur fái ekki viðeigandi og bráðnauðsynlega þjónustu. Á síðustu tveimur vikum hefur sýkingum hjá hópnum fjölgað verulega og má leiða að því líkum að það tengist lokun Ylju, sem ekki hefur verið starfandi síðan 6. mars síðastliðinn. Látum þau ekki sitja eftir, þetta er spurning um líf og dauða. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og félagsmálaráðuneyti verða að tryggja Ylju húsnæði, svo ekki verði meiri skaði en nú þegar hefur orðið. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Á mánudaginn, 27. mars, fjallaði Kastljósið um skaðaminnkun og hvað býr að baki þeirrar hugmyndafræði. Þar var hugmyndafræðin útskýrð og rætt við notendur skaðaminnkandi úrræða, sem báðir sögðu frá hvernig úrræðin höfðu einfaldlega bjargað lífi sínu. Hugmyndafræðin er í sjálfu sér ekki flókin, hún er byggð á mannúð, virðingu fyrir einstaklingnum og að aðstoða fólk á þeim stað sem það er statt hverju sinni, án fordóma. Það er lykillinn. Skaðaminnkandi þjónusta er bæði félagsleg þjónusta og heilbrigðisþjónusta og því á málaflokkurinn heima á báðum þessum sviðum. Þetta ber að hafa í huga þegar horft er á skaðaminnkandi þjónustu og kostnað við hana. Rauði krossinn rekur tvö skaðaminnkunarverkefni. Annars vegar verkefnið Frú Ragnheiði, sem mörg þekkja, enda hefur það starfað í 14 ár og er elsta skaðaminnkunarverkefni landsins. Um er að ræða sjálfboðaliðadrifið verkefni í vettvangsbíl sem þjónustar fólk með nálaskiptaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og skaðaminnkandi ráðgjöf. Hins vegar hefur félagið rekið færanlega neyslurýmið Ylja, tilraunaverkefni til eins árs sem var einnig starfrækt í bifreið og þjónustar fólk sem notar vímuefni í æð, en það getur komið í Ylju og notað efnin í öruggu umhverfi. Bæði þessi verkefni hafa margsannað gildi sitt með ýmsum hætti. Í báðum verkefnunum hefur verið komið í veg fyrir ofskammtanir og bæði verkefnin hafa bjargað mannslífum með skaðaminnkandi samtali, stuðningi og umhyggju. Verkefnin hafa komið í veg fyrir að notaður búnaður sé skilinn eftir á víðavangi og hafa veitt fólki sem mætir fordómum þegar það sækir sér þjónustu innan kerfisins stuðning, svo eitthvað sé nefnt. Þá má líka benda á að gífurlegur sparnaður verður innan kerfisins þegar notast er við skaðaminnkandi hugmyndafræði. Það eitt að útvega hreinan sprautubúnað og draga þannig úr líkum á að einstaklingar smitist af HIV og lifrarbólgu skapar stórkostlegan sparnað fyrir samfélagið í heild. Nú hefur Ylja neyslurými lokið sínu tilraunaári. 125 einstaklingar sóttu sér þjónustu Ylju fyrsta starfsárið í 1.381 heimsóknum. Heilbrigðisráðherra og Sjúkratryggingar Íslands hafa áttað sig á mikilvægi skaðaminnkunar og styðja ríkulega við starf Rauða krossins, annars vegar með því að greiða um 50% af kostnaði við verkefnið Frú Ragnheiði og hins vegar hefur með því að kosta allan rekstur Ylju fyrsta starfsár verkefnisins. Sjúkratryggingar Íslands hafa lofað fjármagni til reksturs starfseminnar til næstu tveggja ára og mikil þörf er að koma verkefninu í húsnæði, svo hægt sé að veita viðunandi þjónustu. En illa gengur að finna húsnæði hjá Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytinu til að halda rekstrinum áfram. Rekstrarféð frá Sjúkratryggingum og þekking starfsmanna Rauða krossins er til staðar, en skortur er á viðbrögðum frá félagsmálayfirvöldum og sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu til að finna viðeigandi húsnæði fyrir starfsemina. Þetta er þjónusta fyrir þau sem eru hvað mest á jaðrinum í samfélaginu og þurfa hvað mest á okkar aðstoð að halda. Án Ylju eykst hættan á ofskömmtunum og að þessi hópur fái ekki viðeigandi og bráðnauðsynlega þjónustu. Á síðustu tveimur vikum hefur sýkingum hjá hópnum fjölgað verulega og má leiða að því líkum að það tengist lokun Ylju, sem ekki hefur verið starfandi síðan 6. mars síðastliðinn. Látum þau ekki sitja eftir, þetta er spurning um líf og dauða. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og félagsmálaráðuneyti verða að tryggja Ylju húsnæði, svo ekki verði meiri skaði en nú þegar hefur orðið. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun