Neyslurýmið Ylja þarf nýtt húsnæði strax Marín Þórsdóttir skrifar 30. mars 2023 11:31 Á mánudaginn, 27. mars, fjallaði Kastljósið um skaðaminnkun og hvað býr að baki þeirrar hugmyndafræði. Þar var hugmyndafræðin útskýrð og rætt við notendur skaðaminnkandi úrræða, sem báðir sögðu frá hvernig úrræðin höfðu einfaldlega bjargað lífi sínu. Hugmyndafræðin er í sjálfu sér ekki flókin, hún er byggð á mannúð, virðingu fyrir einstaklingnum og að aðstoða fólk á þeim stað sem það er statt hverju sinni, án fordóma. Það er lykillinn. Skaðaminnkandi þjónusta er bæði félagsleg þjónusta og heilbrigðisþjónusta og því á málaflokkurinn heima á báðum þessum sviðum. Þetta ber að hafa í huga þegar horft er á skaðaminnkandi þjónustu og kostnað við hana. Rauði krossinn rekur tvö skaðaminnkunarverkefni. Annars vegar verkefnið Frú Ragnheiði, sem mörg þekkja, enda hefur það starfað í 14 ár og er elsta skaðaminnkunarverkefni landsins. Um er að ræða sjálfboðaliðadrifið verkefni í vettvangsbíl sem þjónustar fólk með nálaskiptaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og skaðaminnkandi ráðgjöf. Hins vegar hefur félagið rekið færanlega neyslurýmið Ylja, tilraunaverkefni til eins árs sem var einnig starfrækt í bifreið og þjónustar fólk sem notar vímuefni í æð, en það getur komið í Ylju og notað efnin í öruggu umhverfi. Bæði þessi verkefni hafa margsannað gildi sitt með ýmsum hætti. Í báðum verkefnunum hefur verið komið í veg fyrir ofskammtanir og bæði verkefnin hafa bjargað mannslífum með skaðaminnkandi samtali, stuðningi og umhyggju. Verkefnin hafa komið í veg fyrir að notaður búnaður sé skilinn eftir á víðavangi og hafa veitt fólki sem mætir fordómum þegar það sækir sér þjónustu innan kerfisins stuðning, svo eitthvað sé nefnt. Þá má líka benda á að gífurlegur sparnaður verður innan kerfisins þegar notast er við skaðaminnkandi hugmyndafræði. Það eitt að útvega hreinan sprautubúnað og draga þannig úr líkum á að einstaklingar smitist af HIV og lifrarbólgu skapar stórkostlegan sparnað fyrir samfélagið í heild. Nú hefur Ylja neyslurými lokið sínu tilraunaári. 125 einstaklingar sóttu sér þjónustu Ylju fyrsta starfsárið í 1.381 heimsóknum. Heilbrigðisráðherra og Sjúkratryggingar Íslands hafa áttað sig á mikilvægi skaðaminnkunar og styðja ríkulega við starf Rauða krossins, annars vegar með því að greiða um 50% af kostnaði við verkefnið Frú Ragnheiði og hins vegar hefur með því að kosta allan rekstur Ylju fyrsta starfsár verkefnisins. Sjúkratryggingar Íslands hafa lofað fjármagni til reksturs starfseminnar til næstu tveggja ára og mikil þörf er að koma verkefninu í húsnæði, svo hægt sé að veita viðunandi þjónustu. En illa gengur að finna húsnæði hjá Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytinu til að halda rekstrinum áfram. Rekstrarféð frá Sjúkratryggingum og þekking starfsmanna Rauða krossins er til staðar, en skortur er á viðbrögðum frá félagsmálayfirvöldum og sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu til að finna viðeigandi húsnæði fyrir starfsemina. Þetta er þjónusta fyrir þau sem eru hvað mest á jaðrinum í samfélaginu og þurfa hvað mest á okkar aðstoð að halda. Án Ylju eykst hættan á ofskömmtunum og að þessi hópur fái ekki viðeigandi og bráðnauðsynlega þjónustu. Á síðustu tveimur vikum hefur sýkingum hjá hópnum fjölgað verulega og má leiða að því líkum að það tengist lokun Ylju, sem ekki hefur verið starfandi síðan 6. mars síðastliðinn. Látum þau ekki sitja eftir, þetta er spurning um líf og dauða. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og félagsmálaráðuneyti verða að tryggja Ylju húsnæði, svo ekki verði meiri skaði en nú þegar hefur orðið. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Sjá meira
Á mánudaginn, 27. mars, fjallaði Kastljósið um skaðaminnkun og hvað býr að baki þeirrar hugmyndafræði. Þar var hugmyndafræðin útskýrð og rætt við notendur skaðaminnkandi úrræða, sem báðir sögðu frá hvernig úrræðin höfðu einfaldlega bjargað lífi sínu. Hugmyndafræðin er í sjálfu sér ekki flókin, hún er byggð á mannúð, virðingu fyrir einstaklingnum og að aðstoða fólk á þeim stað sem það er statt hverju sinni, án fordóma. Það er lykillinn. Skaðaminnkandi þjónusta er bæði félagsleg þjónusta og heilbrigðisþjónusta og því á málaflokkurinn heima á báðum þessum sviðum. Þetta ber að hafa í huga þegar horft er á skaðaminnkandi þjónustu og kostnað við hana. Rauði krossinn rekur tvö skaðaminnkunarverkefni. Annars vegar verkefnið Frú Ragnheiði, sem mörg þekkja, enda hefur það starfað í 14 ár og er elsta skaðaminnkunarverkefni landsins. Um er að ræða sjálfboðaliðadrifið verkefni í vettvangsbíl sem þjónustar fólk með nálaskiptaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og skaðaminnkandi ráðgjöf. Hins vegar hefur félagið rekið færanlega neyslurýmið Ylja, tilraunaverkefni til eins árs sem var einnig starfrækt í bifreið og þjónustar fólk sem notar vímuefni í æð, en það getur komið í Ylju og notað efnin í öruggu umhverfi. Bæði þessi verkefni hafa margsannað gildi sitt með ýmsum hætti. Í báðum verkefnunum hefur verið komið í veg fyrir ofskammtanir og bæði verkefnin hafa bjargað mannslífum með skaðaminnkandi samtali, stuðningi og umhyggju. Verkefnin hafa komið í veg fyrir að notaður búnaður sé skilinn eftir á víðavangi og hafa veitt fólki sem mætir fordómum þegar það sækir sér þjónustu innan kerfisins stuðning, svo eitthvað sé nefnt. Þá má líka benda á að gífurlegur sparnaður verður innan kerfisins þegar notast er við skaðaminnkandi hugmyndafræði. Það eitt að útvega hreinan sprautubúnað og draga þannig úr líkum á að einstaklingar smitist af HIV og lifrarbólgu skapar stórkostlegan sparnað fyrir samfélagið í heild. Nú hefur Ylja neyslurými lokið sínu tilraunaári. 125 einstaklingar sóttu sér þjónustu Ylju fyrsta starfsárið í 1.381 heimsóknum. Heilbrigðisráðherra og Sjúkratryggingar Íslands hafa áttað sig á mikilvægi skaðaminnkunar og styðja ríkulega við starf Rauða krossins, annars vegar með því að greiða um 50% af kostnaði við verkefnið Frú Ragnheiði og hins vegar hefur með því að kosta allan rekstur Ylju fyrsta starfsár verkefnisins. Sjúkratryggingar Íslands hafa lofað fjármagni til reksturs starfseminnar til næstu tveggja ára og mikil þörf er að koma verkefninu í húsnæði, svo hægt sé að veita viðunandi þjónustu. En illa gengur að finna húsnæði hjá Reykjavíkurborg og félagsmálaráðuneytinu til að halda rekstrinum áfram. Rekstrarféð frá Sjúkratryggingum og þekking starfsmanna Rauða krossins er til staðar, en skortur er á viðbrögðum frá félagsmálayfirvöldum og sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu til að finna viðeigandi húsnæði fyrir starfsemina. Þetta er þjónusta fyrir þau sem eru hvað mest á jaðrinum í samfélaginu og þurfa hvað mest á okkar aðstoð að halda. Án Ylju eykst hættan á ofskömmtunum og að þessi hópur fái ekki viðeigandi og bráðnauðsynlega þjónustu. Á síðustu tveimur vikum hefur sýkingum hjá hópnum fjölgað verulega og má leiða að því líkum að það tengist lokun Ylju, sem ekki hefur verið starfandi síðan 6. mars síðastliðinn. Látum þau ekki sitja eftir, þetta er spurning um líf og dauða. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og félagsmálaráðuneyti verða að tryggja Ylju húsnæði, svo ekki verði meiri skaði en nú þegar hefur orðið. Höfundur er deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun