Gamla hjólið þitt getur glatt barn Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 30. mars 2023 07:30 Í hjólageymslum og bílskúrum út um allan bæ leynast hjól sem ekki eru í notkun. Hjól sem taka óþarfa pláss enda oftar en ekki í málmpressu á endurvinnslustöðum þegar þau loksins verða fyrir barðinu á árlegri vorhreingerningu húsfélagsins eða endurskipulagningu í bílskúrnum. Á sama tíma eru fjölmörg börn og ungmenni sem eiga ekki hjól og geta því ekki tekið þátt í þeirri hjólamenningu sem er ríkjandi. Þar með missa þau af að geta mætt á eigin hjólum á hjóladag í skólanum, hjólað um allar trissur með félögum sínum og þar með efla félagslegan og líkamlegan þroska. Árlega fá um 300 börn og ungmenni hjól úr Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þetta eru börn sem búa við þannig fjárhagslegar og/eða félagslegar aðstæður að þeim gefst ekki af öðrum kosti tækifæri til að eignast hjól. Oftar en ekki eru börn að fá í hendurnar sitt fyrsta hjól og sjá þar með loksins fram á að geta tekið þátt í hjólamenningunni jafnt á við önnur börn. Um 10.000 börn eða 13,1% búa við fátækt á Íslandi og um eitt af hverjum fjórum heimilum eiga erfitt með að standa straum af daglegum útgjöldum. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Barnaheilla. Með hjólasöfnuninni er með beinum hætti stuðlað að jöfnum tækifærum allra barna. Á öllum móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu eru nú merktir gámar fyrir hjól sem ekki eru í notkun meðan á söfnuninni stendur, til 1. maí næstkomandi. Hjólin eru reglulega sótt og sjálfboðaliðar sjá um að gera við hjólin undir styrkri leiðsögn Reiðhjólabænda sem eru nýr samstarfsaðili í verkefninu. Viðgerðum hjólum er svo úthlutað í gegnum félags- og fjölskylduþjónustu sveitarfélaga. Með því að gefa börnum tækifæri á að eignast hjól er ekki eingöngu stuðlað að aukinni þátttöku þeirra í samfélaginu eins og kveðið er á um í Barnasáttmálanum heldur er staða allra barna jöfnuð. Börn fá með hjólreiðum tækifæri til að efla þol, styrk og fá heilbrigða útrás. Sjálfbærni er auk þess sterk skírskotun í verkefnið en hjól fá lengra líf í stað þess að verða pressuð. Þetta er í tólfta sinn sem söfnunin er haldin en frá upphafi hafa um 3.500 börn notið góðs af verkefninu. Ef þú lumar á hjóli sem ekki er í notkun getur þú komið því á endurvinnslustöðvar Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfboðaliðar eru einnig velkomnir að hjálpa til við viðgerðir á hjólunum svo öll börn og ungmenni sem á þurfa að halda fái hjól. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Sjá meira
Í hjólageymslum og bílskúrum út um allan bæ leynast hjól sem ekki eru í notkun. Hjól sem taka óþarfa pláss enda oftar en ekki í málmpressu á endurvinnslustöðum þegar þau loksins verða fyrir barðinu á árlegri vorhreingerningu húsfélagsins eða endurskipulagningu í bílskúrnum. Á sama tíma eru fjölmörg börn og ungmenni sem eiga ekki hjól og geta því ekki tekið þátt í þeirri hjólamenningu sem er ríkjandi. Þar með missa þau af að geta mætt á eigin hjólum á hjóladag í skólanum, hjólað um allar trissur með félögum sínum og þar með efla félagslegan og líkamlegan þroska. Árlega fá um 300 börn og ungmenni hjól úr Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þetta eru börn sem búa við þannig fjárhagslegar og/eða félagslegar aðstæður að þeim gefst ekki af öðrum kosti tækifæri til að eignast hjól. Oftar en ekki eru börn að fá í hendurnar sitt fyrsta hjól og sjá þar með loksins fram á að geta tekið þátt í hjólamenningunni jafnt á við önnur börn. Um 10.000 börn eða 13,1% búa við fátækt á Íslandi og um eitt af hverjum fjórum heimilum eiga erfitt með að standa straum af daglegum útgjöldum. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Barnaheilla. Með hjólasöfnuninni er með beinum hætti stuðlað að jöfnum tækifærum allra barna. Á öllum móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu eru nú merktir gámar fyrir hjól sem ekki eru í notkun meðan á söfnuninni stendur, til 1. maí næstkomandi. Hjólin eru reglulega sótt og sjálfboðaliðar sjá um að gera við hjólin undir styrkri leiðsögn Reiðhjólabænda sem eru nýr samstarfsaðili í verkefninu. Viðgerðum hjólum er svo úthlutað í gegnum félags- og fjölskylduþjónustu sveitarfélaga. Með því að gefa börnum tækifæri á að eignast hjól er ekki eingöngu stuðlað að aukinni þátttöku þeirra í samfélaginu eins og kveðið er á um í Barnasáttmálanum heldur er staða allra barna jöfnuð. Börn fá með hjólreiðum tækifæri til að efla þol, styrk og fá heilbrigða útrás. Sjálfbærni er auk þess sterk skírskotun í verkefnið en hjól fá lengra líf í stað þess að verða pressuð. Þetta er í tólfta sinn sem söfnunin er haldin en frá upphafi hafa um 3.500 börn notið góðs af verkefninu. Ef þú lumar á hjóli sem ekki er í notkun getur þú komið því á endurvinnslustöðvar Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfboðaliðar eru einnig velkomnir að hjálpa til við viðgerðir á hjólunum svo öll börn og ungmenni sem á þurfa að halda fái hjól. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar