Enski boltinn

Stefnir í bar­áttu fram á síðustu mínútu um meistara­titilinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það er hart barist á toppnum í Englandi um þessar mundir.
Það er hart barist á toppnum í Englandi um þessar mundir. Visionhaus/Getty Images

Toppbarátta úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu hefur sjaldan ef einhvern tímann verið jafn spennandi. Þegar sex til sjö umferðir eru til loka deildarinnar eru enn fjögur lið í baráttu um titilinn.

Englandsmeistarar Chelsea stefna á að vinna deildina fjórða tímabilið í röð en sem stendur er félagið í 3. sæti en þó aðeins stigi á eftir toppliðunum og með leik til góða. María Þórisdóttur mun ekki leika meira á þessari leiktíð en stöllur hennar í Manchester United tróna sem stendur á toppi deildarinnar.

1.sæti Man United

Með 38 stig að loknum 16 leikjum og markatöluna 42-9.

Leikir eftir í deild: Brighton & Hove Albion, Arsenal, Aston Villa, Tottenham Hotspur, Manchester City og Liverpool.

Lykilleikmenn það sem eftir lifir tímabils: Mary Earps, Ella Toone og Alessia Russo.

Ella Toone hefur verið frábær á leiktíðinni.Cameron Smith/Getty Images

2. sæti: Manchester City

Með 38 stig að loknum 16 leikjum og markatöluna 34-14.

Leikir eftir: Arsenal, West Ham United, Reading, Liverpool, Man Utd og Everton.

Lykilleikmenn það sem eftir lifir tímabils: Alex Greenwood, Lauren Hemp og Khadija Shaw.

Khadija Shaw hefur skorað og skorað á leiktíðinni.Lynne Cameron/Getty Images

3. sæti: Chelsea

Með 37 stig að loknum 15 leikjum og markatöluna 39-14.

Leikir eftir: Aston Villa, Leicester City, West Ham, Liverpool, Everton, Arsenal og Reading.

Lykilleikmenn það sem eftir lifir tímabils: Millie Bright, Lauren James og Sam Kerr.

Sam Kerr hefur verið einn besti leikmaður heims undanfarin ár.EPA-EFE/NEIL HALL

4. sæti: Arsenal

Leikir eftir: Man City, Man Utd, Everton, Leicester, Brighton, Chelsea og Aston Villa.

Með 35 stig að loknum 15 leikjum með markatöluna 38-9.

Lykilleikmenn það sem eftir lifir tímabils: Leah Williamson, Kim Little og Caitlin Foord.

Leah Williamson er stoð og stytta í liði Arsenal.EPA-EFE/ENNIO LEANZA

Það er ljóst að mikið getur enn gerst þar sem liðin eiga enn hver sum eftir að mæta hvort öðru innbyrðis. Sem stendur geta enn öll liðin Englandsmeistarar og kæmi lítið á óvart ef úrslitin myndu ekki ráðast fyrr en í lokaumferðinni.

Englandsmeistarinn kemst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á meðan liðin tvö þar á eftir fara í undankeppnina. Liðið í 4. sæti situr hins vegar með ekkert Evrópusæti og þar af leiðandi engan Evrópupening.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×