Gögn um körfubolta og ákvarðanir sem teknar eru án þeirra Grímur Atlason skrifar 27. mars 2023 17:30 Á þingi KKÍ um helgina var ákveðið að afnema allar reglur sem takmarka erlenda leikmenn í öllum deildum meistaraflokka á Íslandi. Meðal þeirra sem talaði fyrir því að afnema allar reglur var formaður afreksnefndar KKÍ. Undirritaður ákvað að eyða öllum kvöldum og helgum vorið 2020 til þess að taka saman áhrifin af afnámi 4+1 reglunnar. Voru þau gögn uppistaðan í lokaverkefni mínu til MBA gráðu við HÍ. Þau gögn ættu að vera formanni afreksnefndar kunn enda sat hann fund stjórnar KKÍ þegar ég mætti þangað í byrjun sumars 2020 og fór yfir niðurstöður rannsóknar minnar. Þar var sannarlega að finna vísbendingar um að afnám 4+1 reglunnar hefði haft töluverð áhrif á framgang íslenskra leikmanna til hins verra. Í aðdraganda þings KKÍ núna uppfærði ég þessi gögn og bætti við nokkrum þáttum eins og ég hef reyndar gert árlega frá árinu 2020. Þau gögn voru aðgengileg stjórn KKÍ í gegnum vinnuhóp hennar um erlenda leikmenn. Þau voru jafnframt send á valda einstaklinga innan félaga hreyfingarinnar. Gögnin eru unnin upp úr tölfræðigagnagrunni KKÍ um körfubolta á Íslandi. Það kann að vera að í þeim leynist stöku villur en það ætti ekki að hafa áhrif á heildarmyndina. Fyrstu tvær myndirnar tengjast breytingum á fjölda íslenskra leikmanna í leikmannahópum og fjölda erlendra leikmanna á yfirstandandi tímabili. Varðandi 1. deild karla verður að hafa í huga að liðum hefur fjölgað um eitt í deildinni en þrátt fyrir það hefur leikmönnum fækkað um 42. Út frá þessum gögnum er hægt að draga ályktanir er snúa að byrjunarliðsæti annars vegar og hlutfalli leikinna mínútna hins vegar. Næstu tvær myndir tengjast því. Hér á eftir eru gögn sem snúa að aldri og fjölda íslenskra leikmanna í æfingahóp í efstu deild karla og kvenna. Þessi gögn eru talsvert afgerandi og eru sterkar vísbendingar um að afnám 4+1 reglunnar hafi haft eftirfarandi í för með sér til dagsins í dag: Íslenskum leikmönnum fækkaði 92 eða samtals um 33% samtals í úrvals- og 1. deild karla á milli 2017 til 2018 og yfirstandandi tímabils. Tölur um byrjunarliðssæti og leiknar mínútur íslenskra leikmanna í efstu deildunum fjórum eru nokkuð afgerandi og sýna svart á hvítu færri tækifæri þeim til handa. Í úrvalsdeild karla fækkar leikmönnum í aldurshópnum 20 til 26 ára um 49 eða samtals um 45,5%. Brottfallið er beinlínis sláandi. Leikmenn yngri en 20 ára eru jafn margir og þeir voru fyrir fimm árum og eru því hlutfallslega fleiri í dag. Það virðist því vera þannig að leikmenn sætta sig við hlutverk sem æfinga leikmenn þegar þeir eru yngri en 20 ára en eru ekki tilbúnir að halda áfram að æfa og sitja á bekknum eftir tvítugt. 44% íslenskra leikmanna í úrvalsdeild kvenna eru yngri en 20 ára. Þeim hefur fjölgað um 20 á þessum tíma. Leikmönnum yngri en 20 ára fjölgar um 57% frá 2018 til 2023 en fækkar um 20% í aldurshópum 20 til 23 ára og 18% í aldurshópnum 24 til 26 ára. Leikmenn eldri en 30 ára eru í dag taldir á fingrum annarrar handar. Hlutverk fyrir yngri leikmenn eykst nokkuð en erlendum leikmönnum hefur fjölgað um 100% á þessum tíma og þó sker tímabilið 2022 til 2023 sig nokkuð úr þar sem tvö lið sendu erlenda leikmenn sína heim á miðju tímabili. Það hefur lengi háð kvennastarfinu hve fljótt leikmenn fara í meistaraflokk og leika marga leiki þar samhliða í yngri flokkum. Þróunin sem birtist í gögnunum bendir til þess að okkur fari aftur þarna líka. Þegar öll þessi gögn eru skoðuð get ég ekki annað en lýst furðu minni á að formaður afreksnefndar o.fl. haldi því blákalt fram að minnstu hömlur á fjölda erlendra leikmanna sem þekkjast á heimsvísu séu körfuknattleik á Íslandi til framdráttar. Vísbendingarnar um hið gagnstæða eru ansi sterkar og verður einnig að hafa í huga að ofangreind gögn taka til tímabils þar sem enn voru nokkrar hömlur við lýði. Afreksstefna sem gengur út á að fækka tækifærum íslenskra leikmanna er óskiljanleg afreksstefna. Hafa ber í huga að öll íþróttafélög landsins njóta beinna og óbeinna styrkja hins opinbera. Þau eru ungmennafélög og skráð sem almannaheillafélög. Að félögin hagi sér með annarri hendi eins og þau séu fyrirtæki á frjálsum markaði en með hinni eins og þau séu í framvarðarsveit almannaheilla, æsku og forvarana gengur bara ekki upp. Það verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum. Höfundur áhugamaður um körfubolta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Körfubolti Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Á þingi KKÍ um helgina var ákveðið að afnema allar reglur sem takmarka erlenda leikmenn í öllum deildum meistaraflokka á Íslandi. Meðal þeirra sem talaði fyrir því að afnema allar reglur var formaður afreksnefndar KKÍ. Undirritaður ákvað að eyða öllum kvöldum og helgum vorið 2020 til þess að taka saman áhrifin af afnámi 4+1 reglunnar. Voru þau gögn uppistaðan í lokaverkefni mínu til MBA gráðu við HÍ. Þau gögn ættu að vera formanni afreksnefndar kunn enda sat hann fund stjórnar KKÍ þegar ég mætti þangað í byrjun sumars 2020 og fór yfir niðurstöður rannsóknar minnar. Þar var sannarlega að finna vísbendingar um að afnám 4+1 reglunnar hefði haft töluverð áhrif á framgang íslenskra leikmanna til hins verra. Í aðdraganda þings KKÍ núna uppfærði ég þessi gögn og bætti við nokkrum þáttum eins og ég hef reyndar gert árlega frá árinu 2020. Þau gögn voru aðgengileg stjórn KKÍ í gegnum vinnuhóp hennar um erlenda leikmenn. Þau voru jafnframt send á valda einstaklinga innan félaga hreyfingarinnar. Gögnin eru unnin upp úr tölfræðigagnagrunni KKÍ um körfubolta á Íslandi. Það kann að vera að í þeim leynist stöku villur en það ætti ekki að hafa áhrif á heildarmyndina. Fyrstu tvær myndirnar tengjast breytingum á fjölda íslenskra leikmanna í leikmannahópum og fjölda erlendra leikmanna á yfirstandandi tímabili. Varðandi 1. deild karla verður að hafa í huga að liðum hefur fjölgað um eitt í deildinni en þrátt fyrir það hefur leikmönnum fækkað um 42. Út frá þessum gögnum er hægt að draga ályktanir er snúa að byrjunarliðsæti annars vegar og hlutfalli leikinna mínútna hins vegar. Næstu tvær myndir tengjast því. Hér á eftir eru gögn sem snúa að aldri og fjölda íslenskra leikmanna í æfingahóp í efstu deild karla og kvenna. Þessi gögn eru talsvert afgerandi og eru sterkar vísbendingar um að afnám 4+1 reglunnar hafi haft eftirfarandi í för með sér til dagsins í dag: Íslenskum leikmönnum fækkaði 92 eða samtals um 33% samtals í úrvals- og 1. deild karla á milli 2017 til 2018 og yfirstandandi tímabils. Tölur um byrjunarliðssæti og leiknar mínútur íslenskra leikmanna í efstu deildunum fjórum eru nokkuð afgerandi og sýna svart á hvítu færri tækifæri þeim til handa. Í úrvalsdeild karla fækkar leikmönnum í aldurshópnum 20 til 26 ára um 49 eða samtals um 45,5%. Brottfallið er beinlínis sláandi. Leikmenn yngri en 20 ára eru jafn margir og þeir voru fyrir fimm árum og eru því hlutfallslega fleiri í dag. Það virðist því vera þannig að leikmenn sætta sig við hlutverk sem æfinga leikmenn þegar þeir eru yngri en 20 ára en eru ekki tilbúnir að halda áfram að æfa og sitja á bekknum eftir tvítugt. 44% íslenskra leikmanna í úrvalsdeild kvenna eru yngri en 20 ára. Þeim hefur fjölgað um 20 á þessum tíma. Leikmönnum yngri en 20 ára fjölgar um 57% frá 2018 til 2023 en fækkar um 20% í aldurshópum 20 til 23 ára og 18% í aldurshópnum 24 til 26 ára. Leikmenn eldri en 30 ára eru í dag taldir á fingrum annarrar handar. Hlutverk fyrir yngri leikmenn eykst nokkuð en erlendum leikmönnum hefur fjölgað um 100% á þessum tíma og þó sker tímabilið 2022 til 2023 sig nokkuð úr þar sem tvö lið sendu erlenda leikmenn sína heim á miðju tímabili. Það hefur lengi háð kvennastarfinu hve fljótt leikmenn fara í meistaraflokk og leika marga leiki þar samhliða í yngri flokkum. Þróunin sem birtist í gögnunum bendir til þess að okkur fari aftur þarna líka. Þegar öll þessi gögn eru skoðuð get ég ekki annað en lýst furðu minni á að formaður afreksnefndar o.fl. haldi því blákalt fram að minnstu hömlur á fjölda erlendra leikmanna sem þekkjast á heimsvísu séu körfuknattleik á Íslandi til framdráttar. Vísbendingarnar um hið gagnstæða eru ansi sterkar og verður einnig að hafa í huga að ofangreind gögn taka til tímabils þar sem enn voru nokkrar hömlur við lýði. Afreksstefna sem gengur út á að fækka tækifærum íslenskra leikmanna er óskiljanleg afreksstefna. Hafa ber í huga að öll íþróttafélög landsins njóta beinna og óbeinna styrkja hins opinbera. Þau eru ungmennafélög og skráð sem almannaheillafélög. Að félögin hagi sér með annarri hendi eins og þau séu fyrirtæki á frjálsum markaði en með hinni eins og þau séu í framvarðarsveit almannaheilla, æsku og forvarana gengur bara ekki upp. Það verður ekki bæði haldið og sleppt í þessum efnum. Höfundur áhugamaður um körfubolta.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun