Þegar áróðursaðferðir einræðisherra og öfgamanna gilda Ole Anton Bieltvedt skrifar 27. mars 2023 10:00 Flestir hægri öfgaflokkar í Evrópu voru í gegnum tíðina andstæðingar Evrópusambandsins, og leituðu allra leiða til að varpa rýrð á sambandið, þýðingu þess og starf. Í millitíðinni hafa þessir flokkar, Svíþjóðar-demókratar, AfD, Þýzkalandi, „Frelsisflokkur“ Wilders, Hollandi, Front National/Le Pen, Frakklandi, og, nú síðast, Bræður Ítalíu/Giorgia Meloni, en hennar flokkur var í upphafi fasistaflokkur Mussolini, vent sínu kvæði í kross og lýst yfir stuðningi við ESB. Enda vart annað mögulegt, jafnvel ekki fyrir öfgamenn, en að átta sig á gífurlegri þýðingu ESB fyrir frelsi, velferð og öryggi Evrópu. Undarlegt nokk, eru þó enn öfl í gangi hér, uppi á Íslandi, auðvitað allra yzt á hægri kantinum - væru væntanlega í Bræðrum Ítalíu, með anda Mussolini svífandi yfir vötnunum, ef þar væru - að rembast við að reyna að varpa totryggilegu ljósi á ESB. Hjörtur J. Guðmundsson, sem titlar sig „sagnfræðing og alþjóðastjórnmálafræðing (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)“, - mikill titill og góður það – fer þar fremstur í flokki, en eftir að hafa skifað greinar á yzta kanti hægri öfgaafla í 10 ár á Mogga, hrökk hann svo yfir á Vísi, þar sem hann skrifar ótt og títt, auðvitað í sama anda, mest um ómöguleika ESB, en inn á milli, skýtur hann inn smá lofi á Boris Johnson og Brexit - hann virðist þó hafa gleymt að lofsyngja Donald Trump í seinni tíð, enda ekki á hvers manns færi að að hefja þann þrjót til skýjanna á þessum síðustu og verstu tímum. Ég biðst forláts á því, að stytta titilinn góða í bara „sagnfræðing“, en sagnfræðingurinn skrifaði greinar, hér á Vísi, fyrst 7. desember, undir fyrirsögninni „Með hálfan þingmann á Alþingi“, og svo aftur nú, 25. marz, undir fyrirsögninni „Versnandi staða fámennra ríkja ESB“. Nú skal ekki fullyrt, að sagnfræðingurinn sé handbendi einræðisherra eða öfgamnna, ekkert liggur fyrir um slíkt, en hann beitir nákvæmlega sömu áróðursaðferðum og þeir; endurtekur hálfan sannleika, rangfærslur og - vísvitandi eða óvísvitjandi - ósannindi, með mismundandi orðalagi, aftur og aftur, til að reyna að sannfæra sem flesta um rangfærslunar. Ég hef bent á það í fyrri umræðu, að við myndum fá 6 þingmenn á Evrópuþingið, ef við fengjum fulla aðild að ESB. Þetta skilgreinir sagnfræðingurinn á þennan veg: „Vægi Íslands yrði einungis 0,08%“. Hér reynir sagnfræðingurinn að villa um fyrir lesendum og telja mönnum trú um, með lítilsverðu prósentutrikki, að slík aðkoma væri einskis virði. Prósentutrikkið er reyndar rangt, stærðfræði ekki stekasta hlið sagnfræðingsins, því 6 af 705 eru ekki 0,08%, heldur tíu sinnum meira. Það, sem sagnfræðingurinn skilur greinilega ekki, eða vill ekki skilja, er, að afl manna byggist mest á einstaklingum, ekki hópum eða fjölda í hópi, en sagan sýnir, að einstaklingurinn, getur látið að sér kveða og haft víðtæk áhrif, jafnvel á heil þjóðfélög, ef því er að skipta. Grunnorkan liggur í einstaklingnum, og er það kaldhæðnislega við þessa tilraun sagnfræðingsins til að varpa rýrð á mögulega 6 manna þingfulltrúatölu Íslands á Evrópuþinginu, að Malta, sem hefur líka bara 6 þingfulltrúa, á nú forseta þingsins, Roberta Metsola, og annað smáríki Lúxemborg, sem líka hefur bara 6 fulltrúa, átti forseta ráðherraráðsins, Jean-Claude Juncker, 2014-2019. Í fyrrnefndri grein sinni segir sagnfræðingurinn m.a. þetta: „ Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins... Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það“. Og, svo þetta: „ ...einróma samþykki einstakra ríkja Evrópusambandsins heyrir nánast sögunni til...“. Fullyrðir hann hér, að neitunarvald einstakra ríkja hafi að mestu verið afnumið 2009. Við skulum nú sjá, hvað satt er og rétt í þessum fullyrðingum: Þó að við séum nú þegar komin langleiðina inn í ESB, er möguleg full og formleg aðild feikilega stórt mál fyrir okkur, vegna þess, að fyrst með fullri aðild fengjum við setu við borðið, aðstöðu til áhrifa og valda innan sambandsins, með okkar eigin ráðherra, kommissar, eins og hin aðildarríkin, nú 27 - hvert, fjölmennt eða fámennt, hefur bara einn ráðherra - og 6 þingmönnum á Evrópuþingið, fulltrúa í ráð og nefndir, og, það, sem mest um vert væri, í raun alveg afgerandi, fullu neitunarvaldi til jafns við alla aðra, hvað varðar alla veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir ríkjasambandsins. Neiturnarvaldið nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og þýðingarmestu: - Skattlagning - Fjárhagsáætlanir og fjármálaskuldbindingar - Félagsleg vernd og öryggi almennings - Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja - Öryggis- og varnarmál - Samskipti og samningar ESB við önnur ríki - Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum orðnir aðilar, myndum samþykkja. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, hvað þá að draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki, sem trúlega verður aldrei. Varðandi helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var José Manuel Barroso, frá Portúgal, 10 milljón manna þjóð, forseti ráðherraráðsins, og, eins og fyrr greinir, var Jean-Claude Juncker, frá smáríkinu Lúxumborg, forseti ráðherraráðsins frá 2014 til 2019. Allt tal um, að stóru ríkin ráði öllu í ESB, er því algjör fjarstæða. Með fullri aðild fengjum við stórfelldan aðgang að áhrifum og völdum, en í dag, þó að við séum með EES-samninginn og aðild að Schengen-samkomulaginu, höfum við nær ekkert um það að segja. Vert er líka að minna á, að hlutur kvenna í ESB er mikill, nú á tímum jafnréttis og kvenréttis, en, eins og fyrr greinir, var Roberta Metsola, 43ja ára lögfræðingur frá smáríkinu Möltu, nýlega kjörin forseti Evrópuþingsins, en fyrir var Ursula von der Leyen forseti ráðherraráðsins og Christine Lagarde forseti Evrópska Seðlabankans. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Flestir hægri öfgaflokkar í Evrópu voru í gegnum tíðina andstæðingar Evrópusambandsins, og leituðu allra leiða til að varpa rýrð á sambandið, þýðingu þess og starf. Í millitíðinni hafa þessir flokkar, Svíþjóðar-demókratar, AfD, Þýzkalandi, „Frelsisflokkur“ Wilders, Hollandi, Front National/Le Pen, Frakklandi, og, nú síðast, Bræður Ítalíu/Giorgia Meloni, en hennar flokkur var í upphafi fasistaflokkur Mussolini, vent sínu kvæði í kross og lýst yfir stuðningi við ESB. Enda vart annað mögulegt, jafnvel ekki fyrir öfgamenn, en að átta sig á gífurlegri þýðingu ESB fyrir frelsi, velferð og öryggi Evrópu. Undarlegt nokk, eru þó enn öfl í gangi hér, uppi á Íslandi, auðvitað allra yzt á hægri kantinum - væru væntanlega í Bræðrum Ítalíu, með anda Mussolini svífandi yfir vötnunum, ef þar væru - að rembast við að reyna að varpa totryggilegu ljósi á ESB. Hjörtur J. Guðmundsson, sem titlar sig „sagnfræðing og alþjóðastjórnmálafræðing (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)“, - mikill titill og góður það – fer þar fremstur í flokki, en eftir að hafa skifað greinar á yzta kanti hægri öfgaafla í 10 ár á Mogga, hrökk hann svo yfir á Vísi, þar sem hann skrifar ótt og títt, auðvitað í sama anda, mest um ómöguleika ESB, en inn á milli, skýtur hann inn smá lofi á Boris Johnson og Brexit - hann virðist þó hafa gleymt að lofsyngja Donald Trump í seinni tíð, enda ekki á hvers manns færi að að hefja þann þrjót til skýjanna á þessum síðustu og verstu tímum. Ég biðst forláts á því, að stytta titilinn góða í bara „sagnfræðing“, en sagnfræðingurinn skrifaði greinar, hér á Vísi, fyrst 7. desember, undir fyrirsögninni „Með hálfan þingmann á Alþingi“, og svo aftur nú, 25. marz, undir fyrirsögninni „Versnandi staða fámennra ríkja ESB“. Nú skal ekki fullyrt, að sagnfræðingurinn sé handbendi einræðisherra eða öfgamnna, ekkert liggur fyrir um slíkt, en hann beitir nákvæmlega sömu áróðursaðferðum og þeir; endurtekur hálfan sannleika, rangfærslur og - vísvitandi eða óvísvitjandi - ósannindi, með mismundandi orðalagi, aftur og aftur, til að reyna að sannfæra sem flesta um rangfærslunar. Ég hef bent á það í fyrri umræðu, að við myndum fá 6 þingmenn á Evrópuþingið, ef við fengjum fulla aðild að ESB. Þetta skilgreinir sagnfræðingurinn á þennan veg: „Vægi Íslands yrði einungis 0,08%“. Hér reynir sagnfræðingurinn að villa um fyrir lesendum og telja mönnum trú um, með lítilsverðu prósentutrikki, að slík aðkoma væri einskis virði. Prósentutrikkið er reyndar rangt, stærðfræði ekki stekasta hlið sagnfræðingsins, því 6 af 705 eru ekki 0,08%, heldur tíu sinnum meira. Það, sem sagnfræðingurinn skilur greinilega ekki, eða vill ekki skilja, er, að afl manna byggist mest á einstaklingum, ekki hópum eða fjölda í hópi, en sagan sýnir, að einstaklingurinn, getur látið að sér kveða og haft víðtæk áhrif, jafnvel á heil þjóðfélög, ef því er að skipta. Grunnorkan liggur í einstaklingnum, og er það kaldhæðnislega við þessa tilraun sagnfræðingsins til að varpa rýrð á mögulega 6 manna þingfulltrúatölu Íslands á Evrópuþinginu, að Malta, sem hefur líka bara 6 þingfulltrúa, á nú forseta þingsins, Roberta Metsola, og annað smáríki Lúxemborg, sem líka hefur bara 6 fulltrúa, átti forseta ráðherraráðsins, Jean-Claude Juncker, 2014-2019. Í fyrrnefndri grein sinni segir sagnfræðingurinn m.a. þetta: „ Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins... Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það“. Og, svo þetta: „ ...einróma samþykki einstakra ríkja Evrópusambandsins heyrir nánast sögunni til...“. Fullyrðir hann hér, að neitunarvald einstakra ríkja hafi að mestu verið afnumið 2009. Við skulum nú sjá, hvað satt er og rétt í þessum fullyrðingum: Þó að við séum nú þegar komin langleiðina inn í ESB, er möguleg full og formleg aðild feikilega stórt mál fyrir okkur, vegna þess, að fyrst með fullri aðild fengjum við setu við borðið, aðstöðu til áhrifa og valda innan sambandsins, með okkar eigin ráðherra, kommissar, eins og hin aðildarríkin, nú 27 - hvert, fjölmennt eða fámennt, hefur bara einn ráðherra - og 6 þingmönnum á Evrópuþingið, fulltrúa í ráð og nefndir, og, það, sem mest um vert væri, í raun alveg afgerandi, fullu neitunarvaldi til jafns við alla aðra, hvað varðar alla veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir ríkjasambandsins. Neiturnarvaldið nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og þýðingarmestu: - Skattlagning - Fjárhagsáætlanir og fjármálaskuldbindingar - Félagsleg vernd og öryggi almennings - Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja - Öryggis- og varnarmál - Samskipti og samningar ESB við önnur ríki - Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum orðnir aðilar, myndum samþykkja. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, hvað þá að draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki, sem trúlega verður aldrei. Varðandi helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var José Manuel Barroso, frá Portúgal, 10 milljón manna þjóð, forseti ráðherraráðsins, og, eins og fyrr greinir, var Jean-Claude Juncker, frá smáríkinu Lúxumborg, forseti ráðherraráðsins frá 2014 til 2019. Allt tal um, að stóru ríkin ráði öllu í ESB, er því algjör fjarstæða. Með fullri aðild fengjum við stórfelldan aðgang að áhrifum og völdum, en í dag, þó að við séum með EES-samninginn og aðild að Schengen-samkomulaginu, höfum við nær ekkert um það að segja. Vert er líka að minna á, að hlutur kvenna í ESB er mikill, nú á tímum jafnréttis og kvenréttis, en, eins og fyrr greinir, var Roberta Metsola, 43ja ára lögfræðingur frá smáríkinu Möltu, nýlega kjörin forseti Evrópuþingsins, en fyrir var Ursula von der Leyen forseti ráðherraráðsins og Christine Lagarde forseti Evrópska Seðlabankans. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun