Fáum peningana aftur heim Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 26. mars 2023 10:00 Það er sorgleg staðreynd að staða heimilanna í landinu þarf ekki að vera jafn slæm og raun ber vitni. Það er ekki hægt að kenna verðbólgunni um hana. Staða heimilanna er slæm af því að það hefur verið ákveðið að hún skuli vera slæm. Það er ekki flóknara en svo að um það hefur verið tekin meðvituð ákvörðun. Vaxtahækkanir eru ekki lögmál í verðbólgu. Það getur vel verið að þær virki stundum en það fer þá líka alveg eftir því hvað veldur verðbólgunni hverju sinni. Það er alveg ljóst að vaxtahækkanir eru ekki að virka núna, því nú þegar er búið að gera tólf tilraunir og árangurinn er lítill sem enginn. Það var reyndar algjörlega fyrirséð því hækkun húsnæðiskostnaðar heimila á Íslandi mun augljóslega ekki hafa áhrif á hækkandi vöruverð út í heimi, hvort sem það stafar af Covid eða stríði í Úkraínu og þess vegna er ámælisvert, svo ekki sé kveðið sterkar að orði, að Seðlabankinn skuli halda áfram á þessari glötunarbraut. Flest heimili myndu ráða við 10% verðbólgu. 10% verðbólga þýðir 10.000 króna hækkun á útgjöldum hafi þau verið 100.000 á mánuði og 50.000 hafi útgjöld vegna matarkaupa og annarra nauðsynja verið 500.000. Flest heimili eru sennilega einhversstaðar þarna á milli með sín mánaðarlegu útgjöld og gætu, ef þetta væri þeim ofviða, gripið til sparnaðarráða eins og að kaupa ódýrar inn og sleppa einhverjum „lúxus“, minnkað akstur og bakað pizzurnar heima í stað þess að panta, svo einhver dæmi séu tekin. Öðru máli gegnir um húsnæðiskostnað. Hann er ein stór blokk í heimilisbókhaldinu sem annað hvort er greiddur eða ekki. Þar er ekkert hægt að hagræða og engir afslættir veittir. Heimili sem stendur frammi fyrir 30.000 króna hækkun útgjalda vegna verðbólgu, þarf núna að auki að horfast í augu við 150.000 – 250.000 króna hækkun útgjalda á hverjum mánuði vegna húsnæðiskostnaðar. Kaldhæðni málsins er sú að sá kostnaður er að sögn lagður á heimilið til að bjarga því undan 30.000 króna kostnaðaraukanum, svo fáránleg röksemdafærsla sem það nú er. Seðlabankinn hefur tífaldað vexti Þegar Seðlabankinn hóf vaxtahækkunarfylliríið sitt, voru stýrivextir hans 0,75%. Þeir eru núna tíu sinnum hærri, eða 7,5%. Á þeim tíma voru vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum u.þ.b. 3% þannig að vaxtagreiðslur af 40 milljón króna láni voru 100.000 krónur á mánuði. Núna er a.m.k. einn banki búin að boða hækkun upp í 9% og hinir munu væntanlega fylgja fljótlega í kjölfarið. 9% vextir á 40 milljón króna láni eru 300.000 krónur á mánuði og á 50 milljón króna láni hafa vaxtagreiðslur þá farið úr 125.000 krónum á mánuði upp í 375.000 krónur. Þetta ráða venjuleg heimili ekki við nema í mjög skamman tíma. Um það þarf ekki að deila og hártoganir fjármálaráðherra og Seðlabankastjóra um „sterka stöðu heimilanna“ sem „ráða vel við þetta“ eru í besta falli hlægilegar enda litaðar af einhvers konar raunveruleikafirringu sem erfitt er að skilja, hvað þá réttlæta. Það er því miður fyrirsjáanlegt að þetta ástand er langvarandi því jafnvel þó Seðlabankinn myndi byrja að lækka vexti á næsta vaxtadegi er ljóst að það mun taka mánuði ef ekki ár, að koma vöxtum aftur niður í viðráðanlega tölu. Við þurfum því að finna aðrar lausnir en stýrivaxtahækkanir. Skilum peningunum aftur „heim“ Í einfaldri mynd beitir Seðlabankinn stýrivöxtum í verðbólgu til að draga úr því fjármagni sem heimilin hafa þannig að þau eyði minna svo að verðbólga minnki. En það er hægt að minnka ráðstöfunarfé heimilanna með öðrum hætti, þannig að það renni ekki bara beint í yfirfullar fjárhirslur bankanna, engum til gagns, heldur komi heimilunum sjálfum að gagni þó síðar verði. Það er nefnilega alls ekki ásættanlegt að fjármálastofnanir hagnist á verðbólgu, ekki síst vegna þess að þær geta haft gríðarleg áhrif á hana hvort sem er með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi. Tillaga okkar er því sú að ríkisstjórnin setji lög um að taka tímabundið upp þrepaskiptann skyldusparnað til að slá á einkaneyslu. Það er frumskilyrði að þessi skyldusparnaður væri þrepaskiptur, sem myndi þýða að þeir sem mest hafa og viðhalda þenslunni, myndu spara mest og þar með myndi lausafé í umferð minnka verulega og slá á verðbólguna. Með þessu væri fé heimilanna ekki beint til bankanna, engum til góðs, heldur ættu heimilin það til síðari nota og því væri hægt að veita út í hagkerfið þegar þörf væri á innspýtingu. Áhrifin væru þau að Seðlabankinn þyrfti ekki að beita vaxtatækinu af jafn mikilli hörku og hann gerir nú til að bregðast við aukinni verðbólgu, hann gæti jafnvel alveg sleppt vaxtahækkunum því skyldusparnaðurinn myndi minnka ráðstöfunarfé heimilanna eins og vaxtahækkunum er ætlað að gera. Ef hætt væri að beita vaxtahækkunum myndi húsnæðiskostnaður heimilanna haldast nokkuð stöðugur, hvort sem um væri að ræða lán eða leigu, því það er staðreynd að auk þess að hækka greiðslubyrði lána skila vaxtahækkanir sér beint inn í leiguverð og bitna jafnframt helst á fyrstu kaupendum, ungum fjölskyldum sem mest skulda. Með þrepaskiptum skyldusparnaði væri hægt að hlífa lægstu tekjutíundunum að miklu eða öllu leyti, á meðan að þunginn af þessum „kostnaði“ myndi færast þangað sem hann á heima; til þeirra sem mest hafa á milli handanna og minnst skulda, og valda þar með meiri þenslu en hin sem rétt eiga í sig og á. Er hægt að þvinga fólk í sparnað? Undirrituð stakk upp á þessu við fjármálaráðherra í umræðum í þinginu síðustu viku. Þær má lesa eða horfa á hér. Við það tækifæri sagði fjármálaráðherra: „Ég held að hugmyndin um þrepaskiptann skyldusparnað sé alls ekki galin og að hún geti komið að góðum notum við aðstæður eins og þessar. Það þyrfti hins vegar að fara mjög vandlega yfir það hvernig það yrði útfært.“ Þessi viðbrögð ráðherra eru jákvæð og við tökum undir að það þyrfti að huga vel að útfærslunni. Til dæmis ætti þessi aðgerð ekki að eiga við þau sem minnst hafa á milli handanna og finna þarf út hvar mörk þrepaskiptingar ættu að liggja. Auk þess þarf að finna raunhæfa prósentu sem myndi ná tilætluðum árangri án þess að sliga heimilin. Í seinni ræðu sinni sagði ráðherra: „Hugmyndin sem hv. þingmaður nefnir hér er í raun og veru um það að taka af ráðstöfunarfé heimilanna, að þvinga heimilin til að leggja til hliðar af sparnaði sínum í stað þess að fara vaxtahækkunarleiðina. Út frá efnahagslegu sjónarmiði þá er hægt að ná fram mikilli virkni með þessu.“ Með þrepaskiptum skyldusparnaði væri vissulega verið að „þvinga“ fólk í sparnað en með þeim glórulausu vaxtahækkunum sem á okkur hafa dunið er þegar verið að þvinga heimilin til að greiða enn hærri upphæðir á mánuði til bankanna. Upphæðir sem þau gerðu alls ekki ráð fyrir að þurfa að greiða og ráða illa við. Þær upphæðir eru teknar „af ráðstöfunarfé heimilanna“ eins og skyldusparnaðurinn en þar væru upphæðir hins vegar mun lægri sem myndu svo skila sér aftur til heimilanna á síðari stigum. Viðbrögð fjármálaráðherra lofa góðu. Þrepaskiptur skyldusparnaður myndi koma í staðinn fyrir vaxtagreiðslurnar sem fólk er nú að inna að hendi og hann myndi alls ekki þurfa að vera jafn hár. Hversu hár skyldusparnaðurinn yrði þurfa sérfræðingar hjá ríkinu að reikna út. Til að slá á einhverja tölu þá getum við tekið dæmi um að hann yrði 10% hjá þeim sem eru í meðaltekjum. Það myndi þýða um 70.000 krónur á mánuði, sem flesta myndi vissulega muna um, en er engu að síður margfalt minna en flest heimili eru að greiða núna vegna vaxtahækkanna Seðlabankans. Auk þess sem þetta fé kæmi aftur „heim“ þegar verðbólgan hefði hjaðnað og þörf væri á innspýtingu. Ef það væri eftir eitt ár, ætti þetta heimili 840.000 í sparnaði í stað þess að hafa greitt bankanum 2,4 milljónir aukalega vegna vaxtahækkana á einu ári, og fá ekkert af því til baka. Ef talan væri 10% fyrir meðallaun væri hún kannski 15% á milljón og svo stighækkandi, þannig að þau sem mest eiga, minnst skulda og valda hvað mestri þenslu, þyrftu að spara mest. Á þessu myndu allir græða og, þó við tökum undir með fjármálaráðherra að þetta þurfi að útfæra vandlega, þá sjáum við ekki að útfærslan þurfi að vera flókin. Það þarf bara að ganga í verkið því þó þetta sé kannski ekki gallalaus hugmynd, þá er hún mun betri en það ástand sem við búum núna við, sem mun skapa hér langvarandi kreppu og valda heimilismissi þúsunda. Það er allt betra en það. Fáum peningana aftur heim! Höfundar eru annars vegar þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og hins vegar formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Ásthildur Lóa Þórsdóttir Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er sorgleg staðreynd að staða heimilanna í landinu þarf ekki að vera jafn slæm og raun ber vitni. Það er ekki hægt að kenna verðbólgunni um hana. Staða heimilanna er slæm af því að það hefur verið ákveðið að hún skuli vera slæm. Það er ekki flóknara en svo að um það hefur verið tekin meðvituð ákvörðun. Vaxtahækkanir eru ekki lögmál í verðbólgu. Það getur vel verið að þær virki stundum en það fer þá líka alveg eftir því hvað veldur verðbólgunni hverju sinni. Það er alveg ljóst að vaxtahækkanir eru ekki að virka núna, því nú þegar er búið að gera tólf tilraunir og árangurinn er lítill sem enginn. Það var reyndar algjörlega fyrirséð því hækkun húsnæðiskostnaðar heimila á Íslandi mun augljóslega ekki hafa áhrif á hækkandi vöruverð út í heimi, hvort sem það stafar af Covid eða stríði í Úkraínu og þess vegna er ámælisvert, svo ekki sé kveðið sterkar að orði, að Seðlabankinn skuli halda áfram á þessari glötunarbraut. Flest heimili myndu ráða við 10% verðbólgu. 10% verðbólga þýðir 10.000 króna hækkun á útgjöldum hafi þau verið 100.000 á mánuði og 50.000 hafi útgjöld vegna matarkaupa og annarra nauðsynja verið 500.000. Flest heimili eru sennilega einhversstaðar þarna á milli með sín mánaðarlegu útgjöld og gætu, ef þetta væri þeim ofviða, gripið til sparnaðarráða eins og að kaupa ódýrar inn og sleppa einhverjum „lúxus“, minnkað akstur og bakað pizzurnar heima í stað þess að panta, svo einhver dæmi séu tekin. Öðru máli gegnir um húsnæðiskostnað. Hann er ein stór blokk í heimilisbókhaldinu sem annað hvort er greiddur eða ekki. Þar er ekkert hægt að hagræða og engir afslættir veittir. Heimili sem stendur frammi fyrir 30.000 króna hækkun útgjalda vegna verðbólgu, þarf núna að auki að horfast í augu við 150.000 – 250.000 króna hækkun útgjalda á hverjum mánuði vegna húsnæðiskostnaðar. Kaldhæðni málsins er sú að sá kostnaður er að sögn lagður á heimilið til að bjarga því undan 30.000 króna kostnaðaraukanum, svo fáránleg röksemdafærsla sem það nú er. Seðlabankinn hefur tífaldað vexti Þegar Seðlabankinn hóf vaxtahækkunarfylliríið sitt, voru stýrivextir hans 0,75%. Þeir eru núna tíu sinnum hærri, eða 7,5%. Á þeim tíma voru vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum u.þ.b. 3% þannig að vaxtagreiðslur af 40 milljón króna láni voru 100.000 krónur á mánuði. Núna er a.m.k. einn banki búin að boða hækkun upp í 9% og hinir munu væntanlega fylgja fljótlega í kjölfarið. 9% vextir á 40 milljón króna láni eru 300.000 krónur á mánuði og á 50 milljón króna láni hafa vaxtagreiðslur þá farið úr 125.000 krónum á mánuði upp í 375.000 krónur. Þetta ráða venjuleg heimili ekki við nema í mjög skamman tíma. Um það þarf ekki að deila og hártoganir fjármálaráðherra og Seðlabankastjóra um „sterka stöðu heimilanna“ sem „ráða vel við þetta“ eru í besta falli hlægilegar enda litaðar af einhvers konar raunveruleikafirringu sem erfitt er að skilja, hvað þá réttlæta. Það er því miður fyrirsjáanlegt að þetta ástand er langvarandi því jafnvel þó Seðlabankinn myndi byrja að lækka vexti á næsta vaxtadegi er ljóst að það mun taka mánuði ef ekki ár, að koma vöxtum aftur niður í viðráðanlega tölu. Við þurfum því að finna aðrar lausnir en stýrivaxtahækkanir. Skilum peningunum aftur „heim“ Í einfaldri mynd beitir Seðlabankinn stýrivöxtum í verðbólgu til að draga úr því fjármagni sem heimilin hafa þannig að þau eyði minna svo að verðbólga minnki. En það er hægt að minnka ráðstöfunarfé heimilanna með öðrum hætti, þannig að það renni ekki bara beint í yfirfullar fjárhirslur bankanna, engum til gagns, heldur komi heimilunum sjálfum að gagni þó síðar verði. Það er nefnilega alls ekki ásættanlegt að fjármálastofnanir hagnist á verðbólgu, ekki síst vegna þess að þær geta haft gríðarleg áhrif á hana hvort sem er með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi. Tillaga okkar er því sú að ríkisstjórnin setji lög um að taka tímabundið upp þrepaskiptann skyldusparnað til að slá á einkaneyslu. Það er frumskilyrði að þessi skyldusparnaður væri þrepaskiptur, sem myndi þýða að þeir sem mest hafa og viðhalda þenslunni, myndu spara mest og þar með myndi lausafé í umferð minnka verulega og slá á verðbólguna. Með þessu væri fé heimilanna ekki beint til bankanna, engum til góðs, heldur ættu heimilin það til síðari nota og því væri hægt að veita út í hagkerfið þegar þörf væri á innspýtingu. Áhrifin væru þau að Seðlabankinn þyrfti ekki að beita vaxtatækinu af jafn mikilli hörku og hann gerir nú til að bregðast við aukinni verðbólgu, hann gæti jafnvel alveg sleppt vaxtahækkunum því skyldusparnaðurinn myndi minnka ráðstöfunarfé heimilanna eins og vaxtahækkunum er ætlað að gera. Ef hætt væri að beita vaxtahækkunum myndi húsnæðiskostnaður heimilanna haldast nokkuð stöðugur, hvort sem um væri að ræða lán eða leigu, því það er staðreynd að auk þess að hækka greiðslubyrði lána skila vaxtahækkanir sér beint inn í leiguverð og bitna jafnframt helst á fyrstu kaupendum, ungum fjölskyldum sem mest skulda. Með þrepaskiptum skyldusparnaði væri hægt að hlífa lægstu tekjutíundunum að miklu eða öllu leyti, á meðan að þunginn af þessum „kostnaði“ myndi færast þangað sem hann á heima; til þeirra sem mest hafa á milli handanna og minnst skulda, og valda þar með meiri þenslu en hin sem rétt eiga í sig og á. Er hægt að þvinga fólk í sparnað? Undirrituð stakk upp á þessu við fjármálaráðherra í umræðum í þinginu síðustu viku. Þær má lesa eða horfa á hér. Við það tækifæri sagði fjármálaráðherra: „Ég held að hugmyndin um þrepaskiptann skyldusparnað sé alls ekki galin og að hún geti komið að góðum notum við aðstæður eins og þessar. Það þyrfti hins vegar að fara mjög vandlega yfir það hvernig það yrði útfært.“ Þessi viðbrögð ráðherra eru jákvæð og við tökum undir að það þyrfti að huga vel að útfærslunni. Til dæmis ætti þessi aðgerð ekki að eiga við þau sem minnst hafa á milli handanna og finna þarf út hvar mörk þrepaskiptingar ættu að liggja. Auk þess þarf að finna raunhæfa prósentu sem myndi ná tilætluðum árangri án þess að sliga heimilin. Í seinni ræðu sinni sagði ráðherra: „Hugmyndin sem hv. þingmaður nefnir hér er í raun og veru um það að taka af ráðstöfunarfé heimilanna, að þvinga heimilin til að leggja til hliðar af sparnaði sínum í stað þess að fara vaxtahækkunarleiðina. Út frá efnahagslegu sjónarmiði þá er hægt að ná fram mikilli virkni með þessu.“ Með þrepaskiptum skyldusparnaði væri vissulega verið að „þvinga“ fólk í sparnað en með þeim glórulausu vaxtahækkunum sem á okkur hafa dunið er þegar verið að þvinga heimilin til að greiða enn hærri upphæðir á mánuði til bankanna. Upphæðir sem þau gerðu alls ekki ráð fyrir að þurfa að greiða og ráða illa við. Þær upphæðir eru teknar „af ráðstöfunarfé heimilanna“ eins og skyldusparnaðurinn en þar væru upphæðir hins vegar mun lægri sem myndu svo skila sér aftur til heimilanna á síðari stigum. Viðbrögð fjármálaráðherra lofa góðu. Þrepaskiptur skyldusparnaður myndi koma í staðinn fyrir vaxtagreiðslurnar sem fólk er nú að inna að hendi og hann myndi alls ekki þurfa að vera jafn hár. Hversu hár skyldusparnaðurinn yrði þurfa sérfræðingar hjá ríkinu að reikna út. Til að slá á einhverja tölu þá getum við tekið dæmi um að hann yrði 10% hjá þeim sem eru í meðaltekjum. Það myndi þýða um 70.000 krónur á mánuði, sem flesta myndi vissulega muna um, en er engu að síður margfalt minna en flest heimili eru að greiða núna vegna vaxtahækkanna Seðlabankans. Auk þess sem þetta fé kæmi aftur „heim“ þegar verðbólgan hefði hjaðnað og þörf væri á innspýtingu. Ef það væri eftir eitt ár, ætti þetta heimili 840.000 í sparnaði í stað þess að hafa greitt bankanum 2,4 milljónir aukalega vegna vaxtahækkana á einu ári, og fá ekkert af því til baka. Ef talan væri 10% fyrir meðallaun væri hún kannski 15% á milljón og svo stighækkandi, þannig að þau sem mest eiga, minnst skulda og valda hvað mestri þenslu, þyrftu að spara mest. Á þessu myndu allir græða og, þó við tökum undir með fjármálaráðherra að þetta þurfi að útfæra vandlega, þá sjáum við ekki að útfærslan þurfi að vera flókin. Það þarf bara að ganga í verkið því þó þetta sé kannski ekki gallalaus hugmynd, þá er hún mun betri en það ástand sem við búum núna við, sem mun skapa hér langvarandi kreppu og valda heimilismissi þúsunda. Það er allt betra en það. Fáum peningana aftur heim! Höfundar eru annars vegar þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og hins vegar formaður VR.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar