Þú getur haft áhrif María Rós Kaldalóns skrifar 23. mars 2023 08:31 Um þessar mundir kjósa stúdentar við Háskóla Íslands til forystu Stúdentaráðs og um það hver fær að bera uppi rödd stærsta stúdentahópsins á landsvísu.Kosningarnar snúast hins vegar ekki aðeins um það hver fær sæti í ráðinu, því það er kosið um það í hvaða átt við viljum að háskólasamfélagið okkar þróist. Það eru tímamót framundan. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna og Háskólann vantar milljarð til að ná endum saman fyrir næsta ár og enn frekari niðurskurður boðaður í fjármálaáætlun fyrir árið 2024. Hvoru tveggja mun móta framtíð háskólastigsins og stöðu stúdenta til frambúðar mun móta framtíð háskólastigsins og stöðu stúdenta til frambúðar og þetta eru málin sem Röskva - samtök félagshyggjufólks hefur haft hátt um síðastliðin ár. Það er því mikilvægara nú sem aldrei fyrr að hagsmunabarátta stúdenta sé öflug og jafnrétti til náms sé haft að leiðarljósi í allri hagsmunagæslu stúdenta, sem er í grundvallaratriðum hugsjónavinna og er í eðli sínu félagshyggjumiðuð. Það er af nógu að taka vegna þess að með Röskvu í meirihluta í Stúdentaráði höfum við náð fram varanlegum breytingum með því að hafa hátt um þau málefni sem á okkur brenna og krefjast þess að stjórnvöld standi við orð sín. Röskva hefur nú þegar tryggt fjölgun sálfræðinga við Háskólann úr einum í fjóra. Við höfum sett fram raunhæfar kröfur um úrbætur á Menntasjóðnum sem við erum að fylgja eftir. Við komum í veg fyrir hækkun skrásetningagjaldsins árið 2020 og aftur í ár. Við höfum þrýst á bættar almenningssamgöngur, m.a. með tilkomu U-passa, örflæðilausna og endurvakningu næturstrætó, sem við viljum tryggja að fari í öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Röskva hefur hátt um hag stúdenta og nær til eyrna stjórnvalda en nú í mars gengum við að ráðherrabústaðnum þar sem forseti Stúdentaráðs afhenti forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra samantekt á kröfum stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins. Það bar árangur en nú á þriðjudaginn fékkst það staðfest frá ráðherra háskólamála að frumvarp sem heimilar hækkun á skrásetningargjaldinu verði ekki lagt fram núna á vorþingi, líkt og var til umræðu til að vega upp á móti fjárskortinum. Þetta er árangur herferðar Stúdentaráðs, með Röskvu í meirihluta, sem fór fram fyrr í mánuðinum. Baráttunni er þó ekki lokið hér enda dregur Röskva réttmæti gjaldana í efa og telur þau vera falin skólagjöld sem skerða jafnrétti til náms. Í Röskvu vitum við fyrir hvað við stöndum enda hefur jafnrétti alltaf verið rauði þráðurinn í baráttunni okkar. Við trúum því einlægt að öll eigi að hafa jafna möguleika, óháð stéttarstöðu eða öðrum félagslegum þáttum. Hagsmunastarfið snýst um að gera háskólasamfélagið betra fyrir öll og því ættu stúdentar að kjósa með langtímahugsjón í huga. Hagsmunabarátta stúdenta endar ekki við veggi skólans vegna þess að við hættum ekki að vera stúdentar þegar heim er komið. Í hvaða átt viljum við stefna? Röskvuliðar hafa sýnt og sannað í verki að við erum traustsins verð, erum trú okkar hugsjónum og náum fram raunverulegum sigrum í þágu allra stúdenta. Röskva þorir að veita aðhald, hefur skýra og raunsæja framtíðarsýn og ætlar að fylgja henni eftir, mæta og láta verkin tala og það ber árangur. Höfundur skipar 1. sæti fyrir Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem fara fram í dag 23. mars. Lesa má meira um áherslur Röskvu hér . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir kjósa stúdentar við Háskóla Íslands til forystu Stúdentaráðs og um það hver fær að bera uppi rödd stærsta stúdentahópsins á landsvísu.Kosningarnar snúast hins vegar ekki aðeins um það hver fær sæti í ráðinu, því það er kosið um það í hvaða átt við viljum að háskólasamfélagið okkar þróist. Það eru tímamót framundan. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna og Háskólann vantar milljarð til að ná endum saman fyrir næsta ár og enn frekari niðurskurður boðaður í fjármálaáætlun fyrir árið 2024. Hvoru tveggja mun móta framtíð háskólastigsins og stöðu stúdenta til frambúðar mun móta framtíð háskólastigsins og stöðu stúdenta til frambúðar og þetta eru málin sem Röskva - samtök félagshyggjufólks hefur haft hátt um síðastliðin ár. Það er því mikilvægara nú sem aldrei fyrr að hagsmunabarátta stúdenta sé öflug og jafnrétti til náms sé haft að leiðarljósi í allri hagsmunagæslu stúdenta, sem er í grundvallaratriðum hugsjónavinna og er í eðli sínu félagshyggjumiðuð. Það er af nógu að taka vegna þess að með Röskvu í meirihluta í Stúdentaráði höfum við náð fram varanlegum breytingum með því að hafa hátt um þau málefni sem á okkur brenna og krefjast þess að stjórnvöld standi við orð sín. Röskva hefur nú þegar tryggt fjölgun sálfræðinga við Háskólann úr einum í fjóra. Við höfum sett fram raunhæfar kröfur um úrbætur á Menntasjóðnum sem við erum að fylgja eftir. Við komum í veg fyrir hækkun skrásetningagjaldsins árið 2020 og aftur í ár. Við höfum þrýst á bættar almenningssamgöngur, m.a. með tilkomu U-passa, örflæðilausna og endurvakningu næturstrætó, sem við viljum tryggja að fari í öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Röskva hefur hátt um hag stúdenta og nær til eyrna stjórnvalda en nú í mars gengum við að ráðherrabústaðnum þar sem forseti Stúdentaráðs afhenti forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra samantekt á kröfum stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins. Það bar árangur en nú á þriðjudaginn fékkst það staðfest frá ráðherra háskólamála að frumvarp sem heimilar hækkun á skrásetningargjaldinu verði ekki lagt fram núna á vorþingi, líkt og var til umræðu til að vega upp á móti fjárskortinum. Þetta er árangur herferðar Stúdentaráðs, með Röskvu í meirihluta, sem fór fram fyrr í mánuðinum. Baráttunni er þó ekki lokið hér enda dregur Röskva réttmæti gjaldana í efa og telur þau vera falin skólagjöld sem skerða jafnrétti til náms. Í Röskvu vitum við fyrir hvað við stöndum enda hefur jafnrétti alltaf verið rauði þráðurinn í baráttunni okkar. Við trúum því einlægt að öll eigi að hafa jafna möguleika, óháð stéttarstöðu eða öðrum félagslegum þáttum. Hagsmunastarfið snýst um að gera háskólasamfélagið betra fyrir öll og því ættu stúdentar að kjósa með langtímahugsjón í huga. Hagsmunabarátta stúdenta endar ekki við veggi skólans vegna þess að við hættum ekki að vera stúdentar þegar heim er komið. Í hvaða átt viljum við stefna? Röskvuliðar hafa sýnt og sannað í verki að við erum traustsins verð, erum trú okkar hugsjónum og náum fram raunverulegum sigrum í þágu allra stúdenta. Röskva þorir að veita aðhald, hefur skýra og raunsæja framtíðarsýn og ætlar að fylgja henni eftir, mæta og láta verkin tala og það ber árangur. Höfundur skipar 1. sæti fyrir Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem fara fram í dag 23. mars. Lesa má meira um áherslur Röskvu hér .
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun