Þú getur haft áhrif María Rós Kaldalóns skrifar 23. mars 2023 08:31 Um þessar mundir kjósa stúdentar við Háskóla Íslands til forystu Stúdentaráðs og um það hver fær að bera uppi rödd stærsta stúdentahópsins á landsvísu.Kosningarnar snúast hins vegar ekki aðeins um það hver fær sæti í ráðinu, því það er kosið um það í hvaða átt við viljum að háskólasamfélagið okkar þróist. Það eru tímamót framundan. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna og Háskólann vantar milljarð til að ná endum saman fyrir næsta ár og enn frekari niðurskurður boðaður í fjármálaáætlun fyrir árið 2024. Hvoru tveggja mun móta framtíð háskólastigsins og stöðu stúdenta til frambúðar mun móta framtíð háskólastigsins og stöðu stúdenta til frambúðar og þetta eru málin sem Röskva - samtök félagshyggjufólks hefur haft hátt um síðastliðin ár. Það er því mikilvægara nú sem aldrei fyrr að hagsmunabarátta stúdenta sé öflug og jafnrétti til náms sé haft að leiðarljósi í allri hagsmunagæslu stúdenta, sem er í grundvallaratriðum hugsjónavinna og er í eðli sínu félagshyggjumiðuð. Það er af nógu að taka vegna þess að með Röskvu í meirihluta í Stúdentaráði höfum við náð fram varanlegum breytingum með því að hafa hátt um þau málefni sem á okkur brenna og krefjast þess að stjórnvöld standi við orð sín. Röskva hefur nú þegar tryggt fjölgun sálfræðinga við Háskólann úr einum í fjóra. Við höfum sett fram raunhæfar kröfur um úrbætur á Menntasjóðnum sem við erum að fylgja eftir. Við komum í veg fyrir hækkun skrásetningagjaldsins árið 2020 og aftur í ár. Við höfum þrýst á bættar almenningssamgöngur, m.a. með tilkomu U-passa, örflæðilausna og endurvakningu næturstrætó, sem við viljum tryggja að fari í öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Röskva hefur hátt um hag stúdenta og nær til eyrna stjórnvalda en nú í mars gengum við að ráðherrabústaðnum þar sem forseti Stúdentaráðs afhenti forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra samantekt á kröfum stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins. Það bar árangur en nú á þriðjudaginn fékkst það staðfest frá ráðherra háskólamála að frumvarp sem heimilar hækkun á skrásetningargjaldinu verði ekki lagt fram núna á vorþingi, líkt og var til umræðu til að vega upp á móti fjárskortinum. Þetta er árangur herferðar Stúdentaráðs, með Röskvu í meirihluta, sem fór fram fyrr í mánuðinum. Baráttunni er þó ekki lokið hér enda dregur Röskva réttmæti gjaldana í efa og telur þau vera falin skólagjöld sem skerða jafnrétti til náms. Í Röskvu vitum við fyrir hvað við stöndum enda hefur jafnrétti alltaf verið rauði þráðurinn í baráttunni okkar. Við trúum því einlægt að öll eigi að hafa jafna möguleika, óháð stéttarstöðu eða öðrum félagslegum þáttum. Hagsmunastarfið snýst um að gera háskólasamfélagið betra fyrir öll og því ættu stúdentar að kjósa með langtímahugsjón í huga. Hagsmunabarátta stúdenta endar ekki við veggi skólans vegna þess að við hættum ekki að vera stúdentar þegar heim er komið. Í hvaða átt viljum við stefna? Röskvuliðar hafa sýnt og sannað í verki að við erum traustsins verð, erum trú okkar hugsjónum og náum fram raunverulegum sigrum í þágu allra stúdenta. Röskva þorir að veita aðhald, hefur skýra og raunsæja framtíðarsýn og ætlar að fylgja henni eftir, mæta og láta verkin tala og það ber árangur. Höfundur skipar 1. sæti fyrir Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem fara fram í dag 23. mars. Lesa má meira um áherslur Röskvu hér . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir kjósa stúdentar við Háskóla Íslands til forystu Stúdentaráðs og um það hver fær að bera uppi rödd stærsta stúdentahópsins á landsvísu.Kosningarnar snúast hins vegar ekki aðeins um það hver fær sæti í ráðinu, því það er kosið um það í hvaða átt við viljum að háskólasamfélagið okkar þróist. Það eru tímamót framundan. Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna og Háskólann vantar milljarð til að ná endum saman fyrir næsta ár og enn frekari niðurskurður boðaður í fjármálaáætlun fyrir árið 2024. Hvoru tveggja mun móta framtíð háskólastigsins og stöðu stúdenta til frambúðar mun móta framtíð háskólastigsins og stöðu stúdenta til frambúðar og þetta eru málin sem Röskva - samtök félagshyggjufólks hefur haft hátt um síðastliðin ár. Það er því mikilvægara nú sem aldrei fyrr að hagsmunabarátta stúdenta sé öflug og jafnrétti til náms sé haft að leiðarljósi í allri hagsmunagæslu stúdenta, sem er í grundvallaratriðum hugsjónavinna og er í eðli sínu félagshyggjumiðuð. Það er af nógu að taka vegna þess að með Röskvu í meirihluta í Stúdentaráði höfum við náð fram varanlegum breytingum með því að hafa hátt um þau málefni sem á okkur brenna og krefjast þess að stjórnvöld standi við orð sín. Röskva hefur nú þegar tryggt fjölgun sálfræðinga við Háskólann úr einum í fjóra. Við höfum sett fram raunhæfar kröfur um úrbætur á Menntasjóðnum sem við erum að fylgja eftir. Við komum í veg fyrir hækkun skrásetningagjaldsins árið 2020 og aftur í ár. Við höfum þrýst á bættar almenningssamgöngur, m.a. með tilkomu U-passa, örflæðilausna og endurvakningu næturstrætó, sem við viljum tryggja að fari í öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins. Röskva hefur hátt um hag stúdenta og nær til eyrna stjórnvalda en nú í mars gengum við að ráðherrabústaðnum þar sem forseti Stúdentaráðs afhenti forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra samantekt á kröfum stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins. Það bar árangur en nú á þriðjudaginn fékkst það staðfest frá ráðherra háskólamála að frumvarp sem heimilar hækkun á skrásetningargjaldinu verði ekki lagt fram núna á vorþingi, líkt og var til umræðu til að vega upp á móti fjárskortinum. Þetta er árangur herferðar Stúdentaráðs, með Röskvu í meirihluta, sem fór fram fyrr í mánuðinum. Baráttunni er þó ekki lokið hér enda dregur Röskva réttmæti gjaldana í efa og telur þau vera falin skólagjöld sem skerða jafnrétti til náms. Í Röskvu vitum við fyrir hvað við stöndum enda hefur jafnrétti alltaf verið rauði þráðurinn í baráttunni okkar. Við trúum því einlægt að öll eigi að hafa jafna möguleika, óháð stéttarstöðu eða öðrum félagslegum þáttum. Hagsmunastarfið snýst um að gera háskólasamfélagið betra fyrir öll og því ættu stúdentar að kjósa með langtímahugsjón í huga. Hagsmunabarátta stúdenta endar ekki við veggi skólans vegna þess að við hættum ekki að vera stúdentar þegar heim er komið. Í hvaða átt viljum við stefna? Röskvuliðar hafa sýnt og sannað í verki að við erum traustsins verð, erum trú okkar hugsjónum og náum fram raunverulegum sigrum í þágu allra stúdenta. Röskva þorir að veita aðhald, hefur skýra og raunsæja framtíðarsýn og ætlar að fylgja henni eftir, mæta og láta verkin tala og það ber árangur. Höfundur skipar 1. sæti fyrir Röskvu á Verkfræði- og náttúruvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sem fara fram í dag 23. mars. Lesa má meira um áherslur Röskvu hér .
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar