Samtök ferðaþjónustunnar á villigötum Hilmar J. Malmquist skrifar 22. mars 2023 13:00 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Perla Norðursins hf. (PN), einkaaðili sem tengist sýningunni Wonders of Iceland í Perlunni, hafa sent Samkeppniseftirlitinu erindi þar sem lagst er gegn áformum Náttúruminjasafns Íslands, eins þriggja höfuðsafna landsins, um að opna sýningu og hefja starfsemi í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi á næsta ári. SAF og PN telja að sýning Náttúruminjasafnsins, sem mun snúast um hafið og líffræðilega fjölbreytni, beinist gegn sýningu PN í Perlunni og að Náttúruminjasafnið, sem opinber stofnun og rekin fyrir almannafé, muni skekkja samkeppnisstöðu á markaði, einkaaðilum í óhag. SAF og PN líta svo á að ríkisframlag til sýningarhalds á vegum Náttúruminjasafnsins feli í sér „ólögmæta ríkisaðstoð“ og að skilja beri fjárhagslegan rekstur sýningar frá öðrum rekstrarþáttum í starfseminni. Uppspuni og rangfærslur Í erindi SAF og PN eru auk kvörtunaratriða fjölmargar rangfærslur og ósannindi um starfsemi og fyrirætlanir Náttúruminjasafnsins. Þar á meðal staðhæfingar um að Náttúruminjasafnið eigi einvörðungu að sinna íslenskum ríkisborgurum, en sé „ekki ætlað að kynna íslenska náttúru fyrir erlendum ferðamönnum“, sem á sér enga stoð. Þá gera SAF og PN tilraun til að eigna sér sýningarhugmynd um beinagrind hvals í Perlunni, hugmynd sem Náttúrumninjasafnið átti frumkvæði að, útfærði og kynnti opinberlega nokkrum árum áður en PN var stofnað. Allt safnastarf í landinu undir SAF og PN láta ekki staðar numið við að kvarta yfir starfsemi Náttúruminjasafnsins, heldur er Samkeppniseftirlitið einnig hvatt til að taka til „sjálfstæðrar skoðunar þau söfn og þær sýningar sem reknar eru af opinberum aðilum og eru í beinni samkeppni við einakaaðila.“ Hér undir eru því ekki aðeins Náttúruminjasafn Íslands og hin tvö höfuðsöfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands, heldur öll söfn og aðilar í landinu sem sinna sýningahaldi á vegum sveitafélaga og ríkis. Hér er um að tefla safna- og sýningastarfsemi fleiri tugi aðila, þ.m.t. sýningar á vegum fyrirtækja á borð við Landsvirkjun sem er nefnt sérstaklega i kvörtun SAF og PN. Þá hyggjast SAF og PN jafnframt leggja fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna aðkomu hins opinbera að sýningahaldi á Íslandi. Væntanlegar höfuðstöðvar Náttúruminjasafns Íslands. Aðsend Skilningsskortur Kvörtun SAF og PN ber vitni um verulegt skilningsleysi á samfélagslegum og faglegum skyldum Náttúruminjasafnsins og annarra opinberra aðila sem koma að sýngingahaldi í landinu. Skilningsskorturinn lýsir sér vel í þeim ummælum SAF og PN að hið „sama gildir um rekstur Náttúruminjasafnsins og um líkamsræktarsali sveitarfélaga“. Þetta eru býsna kaldar kveðjur úr ranni einkageirans í garð Náttúruminjasafns Íslands og safnastarfsemi almennt í landinu, starfsemi sem rekin er af hinu opinbera fyrir almannafé og ekki í hagnaðarskyni og telst til grunnstoða samfélagsins á sviði menningar, mennta og vísinda. Starfsemi Náttúruminjasafnsins er markaður rammi með lögum um Náttúruminjasafn Íslands (35/ 2007) og safnalögum (141/2011) og þar er kveðið á um skyldur safnsins sem lúta að söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun á fróðleik, upplýsingum og gögnum um náttúru Íslands, náttúrusögu, náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda. Meginmarkmiðið er að tryggja almenningi aðgengi að náttúru- og menningararfi landsins og vernda hann. Það er sérlega miður að SAF, sem samanstendur af fjölda fyrirtækja sem reiða sig á náttúru Íslands og íslenska menningu, leggi með framangreindum hætti stein í götu starfsemi höfuðsafns þjóðarinnar á sviði náttúrufræða. Ábyrgð SAF Einkaaðilar á borð við PN lúta ekki með lögboðnum hætti framangreindum leikreglum sem Náttúruminjasafnið starfar eftir, heldur er meginmarkmið þeirra að hámarka arð sinn. Ábyrgð þeirra er samt sem áður mikil, sér í lagi SAF sem er í forsvari fyrir marga einkaaðila. Í því tilfelli sem hér um ræðir hafa SAF og PN gengið of langt og í raun sagt safnageiranum á Íslandi stríð á hendur. Það er miður því ekkert bendir til annars en að nóg sé til skiptanna og ástæðulaust að láta þekkingar- eða skilningsskort á faglegri og samfélagslegri ábyrgð birgja sér sýn. Mikilvægast er að hlúa að náttúru landsins, vernda líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og miðla fróðleik um hana til landsmanna og gesta landsins á vandaðan, áreiðanlegan og fjölbreyttan hátt. Það er höfuðverkefni Náttúruminjasafns Íslands og óskandi að sem flestir aðilar Samtaka ferðaþjónustunnar líti einnig svo á. Saman stöndum við, sundruð föllum við. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Söfn Seltjarnarnes Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Perla Norðursins hf. (PN), einkaaðili sem tengist sýningunni Wonders of Iceland í Perlunni, hafa sent Samkeppniseftirlitinu erindi þar sem lagst er gegn áformum Náttúruminjasafns Íslands, eins þriggja höfuðsafna landsins, um að opna sýningu og hefja starfsemi í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi á næsta ári. SAF og PN telja að sýning Náttúruminjasafnsins, sem mun snúast um hafið og líffræðilega fjölbreytni, beinist gegn sýningu PN í Perlunni og að Náttúruminjasafnið, sem opinber stofnun og rekin fyrir almannafé, muni skekkja samkeppnisstöðu á markaði, einkaaðilum í óhag. SAF og PN líta svo á að ríkisframlag til sýningarhalds á vegum Náttúruminjasafnsins feli í sér „ólögmæta ríkisaðstoð“ og að skilja beri fjárhagslegan rekstur sýningar frá öðrum rekstrarþáttum í starfseminni. Uppspuni og rangfærslur Í erindi SAF og PN eru auk kvörtunaratriða fjölmargar rangfærslur og ósannindi um starfsemi og fyrirætlanir Náttúruminjasafnsins. Þar á meðal staðhæfingar um að Náttúruminjasafnið eigi einvörðungu að sinna íslenskum ríkisborgurum, en sé „ekki ætlað að kynna íslenska náttúru fyrir erlendum ferðamönnum“, sem á sér enga stoð. Þá gera SAF og PN tilraun til að eigna sér sýningarhugmynd um beinagrind hvals í Perlunni, hugmynd sem Náttúrumninjasafnið átti frumkvæði að, útfærði og kynnti opinberlega nokkrum árum áður en PN var stofnað. Allt safnastarf í landinu undir SAF og PN láta ekki staðar numið við að kvarta yfir starfsemi Náttúruminjasafnsins, heldur er Samkeppniseftirlitið einnig hvatt til að taka til „sjálfstæðrar skoðunar þau söfn og þær sýningar sem reknar eru af opinberum aðilum og eru í beinni samkeppni við einakaaðila.“ Hér undir eru því ekki aðeins Náttúruminjasafn Íslands og hin tvö höfuðsöfnin, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands, heldur öll söfn og aðilar í landinu sem sinna sýningahaldi á vegum sveitafélaga og ríkis. Hér er um að tefla safna- og sýningastarfsemi fleiri tugi aðila, þ.m.t. sýningar á vegum fyrirtækja á borð við Landsvirkjun sem er nefnt sérstaklega i kvörtun SAF og PN. Þá hyggjast SAF og PN jafnframt leggja fram kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, vegna aðkomu hins opinbera að sýningahaldi á Íslandi. Væntanlegar höfuðstöðvar Náttúruminjasafns Íslands. Aðsend Skilningsskortur Kvörtun SAF og PN ber vitni um verulegt skilningsleysi á samfélagslegum og faglegum skyldum Náttúruminjasafnsins og annarra opinberra aðila sem koma að sýngingahaldi í landinu. Skilningsskorturinn lýsir sér vel í þeim ummælum SAF og PN að hið „sama gildir um rekstur Náttúruminjasafnsins og um líkamsræktarsali sveitarfélaga“. Þetta eru býsna kaldar kveðjur úr ranni einkageirans í garð Náttúruminjasafns Íslands og safnastarfsemi almennt í landinu, starfsemi sem rekin er af hinu opinbera fyrir almannafé og ekki í hagnaðarskyni og telst til grunnstoða samfélagsins á sviði menningar, mennta og vísinda. Starfsemi Náttúruminjasafnsins er markaður rammi með lögum um Náttúruminjasafn Íslands (35/ 2007) og safnalögum (141/2011) og þar er kveðið á um skyldur safnsins sem lúta að söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun á fróðleik, upplýsingum og gögnum um náttúru Íslands, náttúrusögu, náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda. Meginmarkmiðið er að tryggja almenningi aðgengi að náttúru- og menningararfi landsins og vernda hann. Það er sérlega miður að SAF, sem samanstendur af fjölda fyrirtækja sem reiða sig á náttúru Íslands og íslenska menningu, leggi með framangreindum hætti stein í götu starfsemi höfuðsafns þjóðarinnar á sviði náttúrufræða. Ábyrgð SAF Einkaaðilar á borð við PN lúta ekki með lögboðnum hætti framangreindum leikreglum sem Náttúruminjasafnið starfar eftir, heldur er meginmarkmið þeirra að hámarka arð sinn. Ábyrgð þeirra er samt sem áður mikil, sér í lagi SAF sem er í forsvari fyrir marga einkaaðila. Í því tilfelli sem hér um ræðir hafa SAF og PN gengið of langt og í raun sagt safnageiranum á Íslandi stríð á hendur. Það er miður því ekkert bendir til annars en að nóg sé til skiptanna og ástæðulaust að láta þekkingar- eða skilningsskort á faglegri og samfélagslegri ábyrgð birgja sér sýn. Mikilvægast er að hlúa að náttúru landsins, vernda líffræðilega og jarðfræðilega fjölbreytni og miðla fróðleik um hana til landsmanna og gesta landsins á vandaðan, áreiðanlegan og fjölbreyttan hátt. Það er höfuðverkefni Náttúruminjasafns Íslands og óskandi að sem flestir aðilar Samtaka ferðaþjónustunnar líti einnig svo á. Saman stöndum við, sundruð föllum við. Höfundur er forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun