Íhuga að búa til markað með sæði óbólusettra karlmanna Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2023 11:17 Gangi áformin eftir yrði Gettr ekki aðeins markaðstorg hægrisinnaðra hugmynda heldur einnig sæðis samsærissinnaðra og óbólusettra karlmanna. Vísir/Getty Stjórnendur lítils hægrisinnaðs samfélagsmiðils í Bandaríkjunum íhuga nú að breyta miðlinum í markaðstorg fyrir sæði karlmanna sem hafa ekki látið bólusetja sig gegn Covid-19. Ein fjölmargra samsæriskenninga um Covid-19 er að bóluefni geri karla ófrjóa eða getulausa. Samfélagsmiðillinn Gettr er einn nokkurra sem var komið á fót eftir að helstu samfélagsmiðlafyrirtæki heims gerðu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, útlægan í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið árið 2021. Jason Miller, einn ráðgjafa Trump, stofnaði miðilinn. Gettr hefur þó ekki notið þeirrar hylli sem Miller og félagar vonuðust eftir í upphafi. Reksturinn er nú svo þungur að stjórnendur miðilisins leita bókstaflega allra leiða til þess að renna styrkari stoðum undir hann. Tímaritið Rolling Stone segir að stjórnendur Gettr skoði nú alvarlega að búa til markaðstorg fyrir sæði úr mönnum. Söluhluti síðunnar gerði óbólusettum karlmönnum vettvang til þess að auglýsa afurð sína og selja hana hæstbjóðanda, væntanlega til undaneldis. Telja sig verða fengna til að fjölga mannkyninu aftur Mögulega eftirspurn eftir sæði karla sem eru ekki bólusettir við Covid-19 má rekja til mýgrúts samsæriskenninga um faraldurinn og bóluefnin sjálf. Ein þeirra gengur út á að bóluefnin valdi á endanum almennri ófrjósemi karla, ýmist vísvitandi eða óvart. Sumir samsæriskenningarsinnar telja það hluta af ráðabruggi um að fækka fólki á jörðinni. Fylgismenn kenningarinnar sem hafa ekki látið bólusetja sig kalla sjálfa sig „hreinblóðunga“ (e. truebloods) og reikna með að þeim verði í framtíðinni falið að sá höfrum sínum til að fjölga mannkyninu aftur. Ólíklegt er að þeim verði að þeim vonum sínum því heilbrigðisyfirvöld segja það þvætting að bóluefnin hafi áhrif á frjósemi fólks. Rolling Stone hefur eftir heimildarmönnum sínum að starfsfólk Gettr hafi miklar efasemdir um hversu vænlegt það sé að stofna sæðissölusíðu. Sala á sæði sé meðal annars mörgum reglum háð í mörgum löndum. „Þetta er bara svo vandræðalegt,“ segir einn þeirra við blaðið. Bandaríkin Bólusetningar Donald Trump Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Gettr er einn nokkurra sem var komið á fót eftir að helstu samfélagsmiðlafyrirtæki heims gerðu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, útlægan í kjölfar árásar stuðningsmanna hans á bandaríska þinghúsið árið 2021. Jason Miller, einn ráðgjafa Trump, stofnaði miðilinn. Gettr hefur þó ekki notið þeirrar hylli sem Miller og félagar vonuðust eftir í upphafi. Reksturinn er nú svo þungur að stjórnendur miðilisins leita bókstaflega allra leiða til þess að renna styrkari stoðum undir hann. Tímaritið Rolling Stone segir að stjórnendur Gettr skoði nú alvarlega að búa til markaðstorg fyrir sæði úr mönnum. Söluhluti síðunnar gerði óbólusettum karlmönnum vettvang til þess að auglýsa afurð sína og selja hana hæstbjóðanda, væntanlega til undaneldis. Telja sig verða fengna til að fjölga mannkyninu aftur Mögulega eftirspurn eftir sæði karla sem eru ekki bólusettir við Covid-19 má rekja til mýgrúts samsæriskenninga um faraldurinn og bóluefnin sjálf. Ein þeirra gengur út á að bóluefnin valdi á endanum almennri ófrjósemi karla, ýmist vísvitandi eða óvart. Sumir samsæriskenningarsinnar telja það hluta af ráðabruggi um að fækka fólki á jörðinni. Fylgismenn kenningarinnar sem hafa ekki látið bólusetja sig kalla sjálfa sig „hreinblóðunga“ (e. truebloods) og reikna með að þeim verði í framtíðinni falið að sá höfrum sínum til að fjölga mannkyninu aftur. Ólíklegt er að þeim verði að þeim vonum sínum því heilbrigðisyfirvöld segja það þvætting að bóluefnin hafi áhrif á frjósemi fólks. Rolling Stone hefur eftir heimildarmönnum sínum að starfsfólk Gettr hafi miklar efasemdir um hversu vænlegt það sé að stofna sæðissölusíðu. Sala á sæði sé meðal annars mörgum reglum háð í mörgum löndum. „Þetta er bara svo vandræðalegt,“ segir einn þeirra við blaðið.
Bandaríkin Bólusetningar Donald Trump Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira