Þarf að segja eitthvað meira? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 17. mars 2023 10:01 Við vitum öll hversu mikilvæg mannréttindi eru. Ekki nokkurt okkar myndi vilja skerða eigin mannréttindi, eða ganga gegn jafnrétti. Við viljum öll geta leitað réttar okkar fyrir óvilhöllum dómstólum, því: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda, án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ – svo ég vitni í sjálfa Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. En til hvers er stjórnarskráin? „Stjórnarskrá hefur að geyma helstu meginreglur um stjórnskipulag ríkis. Þar er að jafnaði að finna ákvæði um meðferð ríkisvalds, hlutverk helstu handhafa þess og samspil þeirra á milli, auk ákvæða um ýmis grundvallarréttindi borgaranna í samskiptum við ríkisvaldið og hömlur sem lagðar eru við því að á þessi réttindi sé gengið.“ Samt hefur það ítrekað gerst á undanförnum árum að gengið hefur verið á mannréttindi fólks. Ráðherrar hafa ítrekað verið fundnir sekir um brot á jafnréttislögum og pólitískt skipaðir dómarar hafa valdið því að heilt nýtt dómstig hefur verið í uppnámi í mörg ár. Hvernig getur það gerst? Jú, því ráðherrar og þingmenn eru fólk og ekkert okkar er fullkomið. Það er hvorki ásökun, né afsökun; heldur einfaldlega staðreynd. Staðreynd sem ætti að hvetja okkur til þess að gera betur í dag en í gær. Við verðum því að spyrja okkur þeirrar stóru spurningar: erum við að gera það þegar Alþingi samþykkti útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra? Tókum við skref áfram – eða aftur á bak? Drögum andann djúpt og lítum inn á við. Erum við að gera betur með því að takmarka möguleika fólks til þess að færa rök fyrir máli sínu gagnvart stjórnvöldum? Með því að svipta fólk grunnþjónustu og lífsviðurværi fyrir að mæta ekki í boðað viðtal? Með því að leyfa stjórnvöldum að kalla eftir heilbrigðisupplýsingum einstaklinga án þeirra samþykkis? Munum við á morgun enn vera jöfn fyrir lögunum og njóta mannréttinda án tillits til þjóðernis eða litarháttar, verði þetta frumvarp að lögum? Það er ekki víst ef marka má umsagnir aðila á borð við Barnaheill, Landlækni, Hafnafjarðarbæ, Íslandsdeild Amnesty International, Kvenréttindafélag Íslands, Þroskahjálp, Læknafélagið, Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkur, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Presta innflytjenda og flóttafólks, Samtökin '78, Rauða krossins á Íslandi og UNICEF – aðila sem við tökum alla jafna mark á. Aðila sem við hlustum á. Samtök sem hæstvirtur forsætisráðherra Íslands telur rétt að hlusta á – að minnsta kosti þegar hún er í stjórnarandstöðu. Undanfarna daga, vikur, mánuði og ár höfum við Píratar ítrekað bent meirihlutanum á allar neikvæðu umsagnirnar þar sem fram koma athugasemdir eins og þessi, úr umsögn Rauða krossins á Íslandi: „Er hér raunar lagt til að börn missi rétt til efnismeðferðar ef foreldrar þess eða umsjónarmenn teljast vera valdir að töfum. Hingað til hafa börn verið talin eiga sjálfstæðan rétt…“ Eða þessi, úr umsögn Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands: „Hvorki virðist vísað til ákvæða stjórnarskrár né mannréttindasáttmála Evrópu í athugasemdunum. Verður að telja þetta afar óheppilegt. Efni frumvarpsins varðar með augljósum hætti mannréttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd.“ Vegna þessara athugasemda, og fjölmargra annarra, hafa Píratar biðlað til meirihlutans á Alþingi. Til þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna, að útskýra mál sitt í ræðustól Alþingis. Að útskýra hvers vegna þau vilja að við samþykkjum frumvarp sem lög í þessu landi sem gengur svona á réttindi fólks? Hvers vegna er það ómálefnalegt að leggja til að málið verði sent aftur inn í nefnd til frekari skoðunar? Af hverju segið þið þvert nei þegar við biðjum um óháð mat á því hvort frumvarpið standist stjórnarskrá? Við kölluðum ítrekað eftir því að ráðherrar mættu í umræðuna – ráðherrar mannréttinda, ráðherra barna og ráðherra félagsmála. En þau mættu ekki. Við kölluðum eftir því að stjórnarliðar mættu – sem vilja svo ólm samþykkja þetta frumvarp að það var sett efst á dagskrá allra þingfunda þessa árs – en þau mættu ekki. Þau einsettu sér að samþykkja þessa aðför að mannréttindum þegjandi og hljóðalaust. Og þau gerðu það. Við þingmenn Pírata – hreyfingar sem stofnuð var til að standa vörð um borgaraleg réttindi – reyndum eftir fremsta megni að ná eyrum meirihlutans, án árangurs. Á annan tug óháðra aðila gagnrýndi frumvarpið með formlegum og málefnalegum hætti og lagði til breytingar á frumvarpinu. Án árangurs. Þarf að segja eitthvað meira? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar Mannréttindi Alþingi Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Við vitum öll hversu mikilvæg mannréttindi eru. Ekki nokkurt okkar myndi vilja skerða eigin mannréttindi, eða ganga gegn jafnrétti. Við viljum öll geta leitað réttar okkar fyrir óvilhöllum dómstólum, því: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda, án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ – svo ég vitni í sjálfa Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. En til hvers er stjórnarskráin? „Stjórnarskrá hefur að geyma helstu meginreglur um stjórnskipulag ríkis. Þar er að jafnaði að finna ákvæði um meðferð ríkisvalds, hlutverk helstu handhafa þess og samspil þeirra á milli, auk ákvæða um ýmis grundvallarréttindi borgaranna í samskiptum við ríkisvaldið og hömlur sem lagðar eru við því að á þessi réttindi sé gengið.“ Samt hefur það ítrekað gerst á undanförnum árum að gengið hefur verið á mannréttindi fólks. Ráðherrar hafa ítrekað verið fundnir sekir um brot á jafnréttislögum og pólitískt skipaðir dómarar hafa valdið því að heilt nýtt dómstig hefur verið í uppnámi í mörg ár. Hvernig getur það gerst? Jú, því ráðherrar og þingmenn eru fólk og ekkert okkar er fullkomið. Það er hvorki ásökun, né afsökun; heldur einfaldlega staðreynd. Staðreynd sem ætti að hvetja okkur til þess að gera betur í dag en í gær. Við verðum því að spyrja okkur þeirrar stóru spurningar: erum við að gera það þegar Alþingi samþykkti útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra? Tókum við skref áfram – eða aftur á bak? Drögum andann djúpt og lítum inn á við. Erum við að gera betur með því að takmarka möguleika fólks til þess að færa rök fyrir máli sínu gagnvart stjórnvöldum? Með því að svipta fólk grunnþjónustu og lífsviðurværi fyrir að mæta ekki í boðað viðtal? Með því að leyfa stjórnvöldum að kalla eftir heilbrigðisupplýsingum einstaklinga án þeirra samþykkis? Munum við á morgun enn vera jöfn fyrir lögunum og njóta mannréttinda án tillits til þjóðernis eða litarháttar, verði þetta frumvarp að lögum? Það er ekki víst ef marka má umsagnir aðila á borð við Barnaheill, Landlækni, Hafnafjarðarbæ, Íslandsdeild Amnesty International, Kvenréttindafélag Íslands, Þroskahjálp, Læknafélagið, Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkur, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Presta innflytjenda og flóttafólks, Samtökin '78, Rauða krossins á Íslandi og UNICEF – aðila sem við tökum alla jafna mark á. Aðila sem við hlustum á. Samtök sem hæstvirtur forsætisráðherra Íslands telur rétt að hlusta á – að minnsta kosti þegar hún er í stjórnarandstöðu. Undanfarna daga, vikur, mánuði og ár höfum við Píratar ítrekað bent meirihlutanum á allar neikvæðu umsagnirnar þar sem fram koma athugasemdir eins og þessi, úr umsögn Rauða krossins á Íslandi: „Er hér raunar lagt til að börn missi rétt til efnismeðferðar ef foreldrar þess eða umsjónarmenn teljast vera valdir að töfum. Hingað til hafa börn verið talin eiga sjálfstæðan rétt…“ Eða þessi, úr umsögn Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands: „Hvorki virðist vísað til ákvæða stjórnarskrár né mannréttindasáttmála Evrópu í athugasemdunum. Verður að telja þetta afar óheppilegt. Efni frumvarpsins varðar með augljósum hætti mannréttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd.“ Vegna þessara athugasemda, og fjölmargra annarra, hafa Píratar biðlað til meirihlutans á Alþingi. Til þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna, að útskýra mál sitt í ræðustól Alþingis. Að útskýra hvers vegna þau vilja að við samþykkjum frumvarp sem lög í þessu landi sem gengur svona á réttindi fólks? Hvers vegna er það ómálefnalegt að leggja til að málið verði sent aftur inn í nefnd til frekari skoðunar? Af hverju segið þið þvert nei þegar við biðjum um óháð mat á því hvort frumvarpið standist stjórnarskrá? Við kölluðum ítrekað eftir því að ráðherrar mættu í umræðuna – ráðherrar mannréttinda, ráðherra barna og ráðherra félagsmála. En þau mættu ekki. Við kölluðum eftir því að stjórnarliðar mættu – sem vilja svo ólm samþykkja þetta frumvarp að það var sett efst á dagskrá allra þingfunda þessa árs – en þau mættu ekki. Þau einsettu sér að samþykkja þessa aðför að mannréttindum þegjandi og hljóðalaust. Og þau gerðu það. Við þingmenn Pírata – hreyfingar sem stofnuð var til að standa vörð um borgaraleg réttindi – reyndum eftir fremsta megni að ná eyrum meirihlutans, án árangurs. Á annan tug óháðra aðila gagnrýndi frumvarpið með formlegum og málefnalegum hætti og lagði til breytingar á frumvarpinu. Án árangurs. Þarf að segja eitthvað meira? Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar