Býður út Arnarnesveg um Vatnsendahæð Kristján Már Unnarsson skrifar 16. mars 2023 02:24 Svona verða gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Vegagerðin Vegagerðin hefur boðið út gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð ásamt tengingu við Breiðholtsbraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar en verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026. Tilboð verða opnuð 18. apríl. Í frétt á vef Vegagerðarinnar kemur fram að í verkinu felist nýbygging Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut með tveimur hringtorgum, vegbrú yfir Breiðholtsbraut og einum ljósastýrðum vegamótum ásamt breikkun Breiðholtsbrautar frá Jaðarseli að Vatnsendahvarfi. Arnarnesvegur um Vatnsendahæð.Vegagerðin Ennfremur tvenn undirgöng og tvær brýr fyrir gangandi og hjólandi, stofnstígar og stígatengingar. Auk þess tilheyrir verkinu lagning nýrrar hitaveituæðar Veitna, Suðuræðar II. Einnig verður unnið við hljóðdeyfigarða og hljóðveggi, regnvatnslagnir, snjóbræðslulagnir, settjörn, regnbeð, götulýsing og lagnir fyrir upplýsingakerfi Vegagerðarinnar. Hér sést veglínan.Vegagerðin Fram kemur að eftirfarandi mannvirki verði byggð: • Akstursbrú yfir Breiðholtsbraut með aðskildum göngu- og hjólastíg.• Göngu- og hjólabrú yfir Arnarnesveg sem tengir stofnstíga milli Reykjavíkur og Kópavogs.• Undirgöng undir Breiðholtsbraut við Suðurfell / Jaðarsel.• Undirgöng undir Arnarnesveg við Rjúpnaveg.• Hringtorg á mótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar.• Hringtorg á mótum Arnarnesvegar og Vatnsendavegar.• Stofnstígur gangandi og hjólandi frá Rjúpnavegi yfir í Elliðaárdal.• Göngu- og hjólabrú á Dimmu. Fyrirhuguð gatnamót við Breiðholtsbraut.Vegagerðin Vegagerðin segir markmiðið með framkvæmdinni að auka umferðaröryggi vegfarenda og stytta ferðatíma, auk þess að létta verulega á umferð um Vatnsendaveg en í Kópavogi, austan Reykjanesbrautar, búa hátt í 15.000 manns. Þá muni vegkaflinn bæta viðbragðstíma fyrir neyðaraðila í efri byggðum Kópavogs og Reykjavíkur til muna. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkur, Kópavogs, Betri samgangna, Veitna og Mílu. Verkið er fjármagnað af Samgöngusáttmálanum, sem gerður var 2019 milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu, þar sem markmiðið er m.a. að stuðla að auknu umferðaröryggi, hagkvæmum, greiðum og skilvirkum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. Á vef Vegagerðarinnar má myndband af verkinu. Vegagerð Samgöngur Borgarlína Umferðaröryggi Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22 Fallið frá hugmyndum um mislæg gatnamót Fallið hefur verið frá hugmyndum um að ráðast í framkvæmd mislægra gatnamóta á mótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Þess í stað felur ný útfærsla í sér brú og ljósastýrð vegamót sem eigi að hafa minna rask í för með sér. 14. október 2020 14:21 Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Gefur eftir í tollastríði við Kína Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Aðalgeir frá Lucinity til Símans Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Hvar er opið um páskana? Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Spotify liggur niðri Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Sjá meira
Í frétt á vef Vegagerðarinnar kemur fram að í verkinu felist nýbygging Arnarnesvegar frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut með tveimur hringtorgum, vegbrú yfir Breiðholtsbraut og einum ljósastýrðum vegamótum ásamt breikkun Breiðholtsbrautar frá Jaðarseli að Vatnsendahvarfi. Arnarnesvegur um Vatnsendahæð.Vegagerðin Ennfremur tvenn undirgöng og tvær brýr fyrir gangandi og hjólandi, stofnstígar og stígatengingar. Auk þess tilheyrir verkinu lagning nýrrar hitaveituæðar Veitna, Suðuræðar II. Einnig verður unnið við hljóðdeyfigarða og hljóðveggi, regnvatnslagnir, snjóbræðslulagnir, settjörn, regnbeð, götulýsing og lagnir fyrir upplýsingakerfi Vegagerðarinnar. Hér sést veglínan.Vegagerðin Fram kemur að eftirfarandi mannvirki verði byggð: • Akstursbrú yfir Breiðholtsbraut með aðskildum göngu- og hjólastíg.• Göngu- og hjólabrú yfir Arnarnesveg sem tengir stofnstíga milli Reykjavíkur og Kópavogs.• Undirgöng undir Breiðholtsbraut við Suðurfell / Jaðarsel.• Undirgöng undir Arnarnesveg við Rjúpnaveg.• Hringtorg á mótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar.• Hringtorg á mótum Arnarnesvegar og Vatnsendavegar.• Stofnstígur gangandi og hjólandi frá Rjúpnavegi yfir í Elliðaárdal.• Göngu- og hjólabrú á Dimmu. Fyrirhuguð gatnamót við Breiðholtsbraut.Vegagerðin Vegagerðin segir markmiðið með framkvæmdinni að auka umferðaröryggi vegfarenda og stytta ferðatíma, auk þess að létta verulega á umferð um Vatnsendaveg en í Kópavogi, austan Reykjanesbrautar, búa hátt í 15.000 manns. Þá muni vegkaflinn bæta viðbragðstíma fyrir neyðaraðila í efri byggðum Kópavogs og Reykjavíkur til muna. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkur, Kópavogs, Betri samgangna, Veitna og Mílu. Verkið er fjármagnað af Samgöngusáttmálanum, sem gerður var 2019 milli ríkisins og sveitarfélaganna sex á höfuðborgarsvæðinu, þar sem markmiðið er m.a. að stuðla að auknu umferðaröryggi, hagkvæmum, greiðum og skilvirkum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu með jafnri uppbyggingu innviða allra samgöngumáta. Á vef Vegagerðarinnar má myndband af verkinu.
Vegagerð Samgöngur Borgarlína Umferðaröryggi Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22 Fallið frá hugmyndum um mislæg gatnamót Fallið hefur verið frá hugmyndum um að ráðast í framkvæmd mislægra gatnamóta á mótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Þess í stað felur ný útfærsla í sér brú og ljósastýrð vegamót sem eigi að hafa minna rask í för með sér. 14. október 2020 14:21 Mest lesið Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Neytendur Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Gefur eftir í tollastríði við Kína Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Aðalgeir frá Lucinity til Símans Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Hvar er opið um páskana? Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Spotify liggur niðri Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Sjá meira
Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. 6. mars 2023 22:22
Fallið frá hugmyndum um mislæg gatnamót Fallið hefur verið frá hugmyndum um að ráðast í framkvæmd mislægra gatnamóta á mótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Þess í stað felur ný útfærsla í sér brú og ljósastýrð vegamót sem eigi að hafa minna rask í för með sér. 14. október 2020 14:21