Það má hlæja að pöbbum en.. Lúðvík Júlíusson skrifar 10. mars 2023 11:30 Ég las frábæran brandara um pabba sem var í stökustu vandræðum með barnið sitt og átti meira að segja í vandræðum með að muna nafnið á því. Mér fannst þetta góður brandari, ég hló og ég sagði öðrum frá þessum brandara. Það sem gerði brandarann enn betri var að á leiðinni í vinnuna þennan dag þá ók ég fram hjá pabba með barnavagn á íðnaðarsvæði sem virtist mjög áttavilltur, vægast sagt. Það sem gerir brandarann líka góðan er að hann sýnir miklar breytingar á samfélaginu. Feður hafa nú meiri möguleika en áður að vera með börnum sínum og nota tækifærið þegar það gefst. Samfélagið er að feta sig í átt til meira jafnréttis og það má búast við því að það líti stundum svolítið klaufalega út á meðan. Það má alveg hæja að því. Feður í harðri baráttu og ýtt út í kuldann Þó við séum komin langt í jafnréttismálum þá er jafnréttisbaráttan oft hörð, grimm og óvægin. Það geta ekki allir feður verið með börnum sínum, jafnvel þrátt fyrir að þeir séu hinir fullkomnu feður og samskipti við barnsmæður séu til fyrirmyndar, því núgildandi lög eru enn úrelt þegar kemur að stuðningi, þátttöku og aðild feðra að málum sem snúa að börnum. Opinber stuðningur er oft miðaður við mæður og þá verða feður sjálfkrafa útundan. Til dæmis hefur Reykjavíkurborg ekki neina tölfræði um hversu margir foreldrar fá fjárhagsaðstoð og hversu mörg börn þeirra eru. Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg hefur aðeins tölfræði um lögheimilisforeldra, sem flestir eru mæður. Reykjavíkurborg viðurkennir ekki að fullu rétt feðra til að hugsa um og annast börn þrátt fyrir fjölmargar yfirlýsingar um annað. Alþingi og stjórnvöld eru á sömu slóðum. Hagstofan gerir reglulega lífskjararannsóknir. Þar er spurt um hjúskaparstöðu fólks og hversu mörg börn eru á heimilinu. Í rannsókninni skiptir engu máli hvort foreldri hafi lögheimili barnanna eða ekki enda er verið að rannsaka stöðu heimila, foreldra og barna. En þegar stjórnvöld og Alþingi fjalla um sömu rannsóknir þá eru þær alltaf túlkaðar á þann veg að eitt foreldri og barn/börn séu alltaf einstæðir foreldrar með lögheimili barnanna og allur opinber stuðningur miðaður við það. Það eru aðallega feður sem ekki hafa lögheimili barna sinna og þeir eru einfaldlega settir út í kuldann af ásetningi. Þeir fá ekki aðstoð þrátt fyrir að rannsóknir sýni nauðsyn þess að þeir og börn þeirra fái aðstoð eins og aðrir foreldrar. Lög um leik-/grunnskóla miða við lögheimilisforeldra og eru aðrir foreldrar, þeir sem ekki hafa lögheimili barnanna, nánast réttindalausir. Túlkun Kópavogsbæjar er meira að segja sú að þeir hafa ekki einu sinni lagalegan rétt til að nota Mentor, Völu.is og aðrar veflausnir. Í flestum tilfellum er sem betur fer ekki farið eftir lögum og flestir foreldrar fá að vera með en það er ekki algilt. Lög um stuðning við fötluð börn og foreldra þeirra er fyrst og fremst miðuð við lögheimili barnsins. Í mörg ár var talið eðlilegt að feður væru ekki með, hefðu ekki aðild að málum barnsins, hefðu ekki sæti við borðið og að þeim vær almennt sama um börnin. Í júní 2022 var lögum um aðild feðra breytt að hluta. Það er ekki lengra síðan. Þjónustan við börn og foreldra er þó enn skert búi þeir ekki í sama sveitarfélag og barnið. Spáið í því hversu úrelt og fordómafullt það er á 21. öldinni. Þeir sem eru að berjast gegn þessum feðrum í þessari stöðu eru hvorki feministar né jafnréttissinnar heldur fulltrúar feðraveldisins. Í flestum tilfellum er það konur sem há þessa baráttu gegn þeim. Já, konur eru oft ofstækisfullir andstæðingar jafnréttis og réttinda barna og dyggir stuðningsmenn feðraveldisins. Einn „feministi“ sagði nýlega við mig að það jafngilti árás á mæður að feður vildu hugsa um börnin því þær gætu alveg séð einar um börnin. Þessi skoðun hennar á ekkert skylt við feminisma. Þetta væri efni í heilt málþing í Háskólanum. Það má segja sína skoðun Feður sem hafa háð baráttu til að fá að vera til staðar fyrir börnin sín sáu kannski ekkert fyndið við brandarann. Það er alveg skiljanlegt. Þeir sögðu sína skoðun á honum og það er alveg skiljanlegt. Sumir fóru hins vegar yfir strikið og þó það sé skiljanlegt miðað við heiftina í jafnréttisbaráttunni þá er oft betra að telja upp á 10 og umorða skoðanir sínar. Bakslagið í réttindabaráttu Þeir feður sem sögðu álit sitt á brandaranum voru rakkaðir niður, gert var lítið úr þeim og þeim sagt að leita sér aðstoðar. Allt eru þetta dæmi um eitraða karlmennsku. Á ágætri síðu karlmennskan.is stendur: „Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan. Strákar fæðast ekki með færri tilfinningar en önnur kyn en þeir hafa takmarkað svigrúm til að gangast við, tjá og læra að þekkja tilfinningar sínar. „Hættu þessu væli“, „engan aumingjaskap“, „harkaðu af þér“, „ekki vera kelling“, ertu ekki alvöru maður?“ eru lýsandi dæmi um hvernig skaðlegar karlmennskuhugmyndir hafa verið innrættar hjá strákum, viðhaldið hjá körlum og fest í sessi þá hugmynd að strákar og karlar megi ekki eða eigi ekki að vera berskjaldaðir fyrir tilfinningum sínum.“ Viðbrögð við því að feður sögðu sína skoðun, opnuðu á tilfinningar sínar og berskjölduðu sig voru dæmigerð fyrir fólk sem er andsnúið jafnrétti, fjölbreyttu samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum skoðunum og ólíkri lífsreynslu. Fólkið sem gagnrýndi feðurna sem sögðu sína skoðun er fólkið sem stendur á bak við bakslagið í réttindabaráttunni. Það versta er að það sér það ekki sjálft. Það á ekki að vera erfitt að sýna samkennd og vera kurteis í samskiptum. Reynum okkar besta, við erum öll hluti af sama samfélaginu. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég las frábæran brandara um pabba sem var í stökustu vandræðum með barnið sitt og átti meira að segja í vandræðum með að muna nafnið á því. Mér fannst þetta góður brandari, ég hló og ég sagði öðrum frá þessum brandara. Það sem gerði brandarann enn betri var að á leiðinni í vinnuna þennan dag þá ók ég fram hjá pabba með barnavagn á íðnaðarsvæði sem virtist mjög áttavilltur, vægast sagt. Það sem gerir brandarann líka góðan er að hann sýnir miklar breytingar á samfélaginu. Feður hafa nú meiri möguleika en áður að vera með börnum sínum og nota tækifærið þegar það gefst. Samfélagið er að feta sig í átt til meira jafnréttis og það má búast við því að það líti stundum svolítið klaufalega út á meðan. Það má alveg hæja að því. Feður í harðri baráttu og ýtt út í kuldann Þó við séum komin langt í jafnréttismálum þá er jafnréttisbaráttan oft hörð, grimm og óvægin. Það geta ekki allir feður verið með börnum sínum, jafnvel þrátt fyrir að þeir séu hinir fullkomnu feður og samskipti við barnsmæður séu til fyrirmyndar, því núgildandi lög eru enn úrelt þegar kemur að stuðningi, þátttöku og aðild feðra að málum sem snúa að börnum. Opinber stuðningur er oft miðaður við mæður og þá verða feður sjálfkrafa útundan. Til dæmis hefur Reykjavíkurborg ekki neina tölfræði um hversu margir foreldrar fá fjárhagsaðstoð og hversu mörg börn þeirra eru. Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg hefur aðeins tölfræði um lögheimilisforeldra, sem flestir eru mæður. Reykjavíkurborg viðurkennir ekki að fullu rétt feðra til að hugsa um og annast börn þrátt fyrir fjölmargar yfirlýsingar um annað. Alþingi og stjórnvöld eru á sömu slóðum. Hagstofan gerir reglulega lífskjararannsóknir. Þar er spurt um hjúskaparstöðu fólks og hversu mörg börn eru á heimilinu. Í rannsókninni skiptir engu máli hvort foreldri hafi lögheimili barnanna eða ekki enda er verið að rannsaka stöðu heimila, foreldra og barna. En þegar stjórnvöld og Alþingi fjalla um sömu rannsóknir þá eru þær alltaf túlkaðar á þann veg að eitt foreldri og barn/börn séu alltaf einstæðir foreldrar með lögheimili barnanna og allur opinber stuðningur miðaður við það. Það eru aðallega feður sem ekki hafa lögheimili barna sinna og þeir eru einfaldlega settir út í kuldann af ásetningi. Þeir fá ekki aðstoð þrátt fyrir að rannsóknir sýni nauðsyn þess að þeir og börn þeirra fái aðstoð eins og aðrir foreldrar. Lög um leik-/grunnskóla miða við lögheimilisforeldra og eru aðrir foreldrar, þeir sem ekki hafa lögheimili barnanna, nánast réttindalausir. Túlkun Kópavogsbæjar er meira að segja sú að þeir hafa ekki einu sinni lagalegan rétt til að nota Mentor, Völu.is og aðrar veflausnir. Í flestum tilfellum er sem betur fer ekki farið eftir lögum og flestir foreldrar fá að vera með en það er ekki algilt. Lög um stuðning við fötluð börn og foreldra þeirra er fyrst og fremst miðuð við lögheimili barnsins. Í mörg ár var talið eðlilegt að feður væru ekki með, hefðu ekki aðild að málum barnsins, hefðu ekki sæti við borðið og að þeim vær almennt sama um börnin. Í júní 2022 var lögum um aðild feðra breytt að hluta. Það er ekki lengra síðan. Þjónustan við börn og foreldra er þó enn skert búi þeir ekki í sama sveitarfélag og barnið. Spáið í því hversu úrelt og fordómafullt það er á 21. öldinni. Þeir sem eru að berjast gegn þessum feðrum í þessari stöðu eru hvorki feministar né jafnréttissinnar heldur fulltrúar feðraveldisins. Í flestum tilfellum er það konur sem há þessa baráttu gegn þeim. Já, konur eru oft ofstækisfullir andstæðingar jafnréttis og réttinda barna og dyggir stuðningsmenn feðraveldisins. Einn „feministi“ sagði nýlega við mig að það jafngilti árás á mæður að feður vildu hugsa um börnin því þær gætu alveg séð einar um börnin. Þessi skoðun hennar á ekkert skylt við feminisma. Þetta væri efni í heilt málþing í Háskólanum. Það má segja sína skoðun Feður sem hafa háð baráttu til að fá að vera til staðar fyrir börnin sín sáu kannski ekkert fyndið við brandarann. Það er alveg skiljanlegt. Þeir sögðu sína skoðun á honum og það er alveg skiljanlegt. Sumir fóru hins vegar yfir strikið og þó það sé skiljanlegt miðað við heiftina í jafnréttisbaráttunni þá er oft betra að telja upp á 10 og umorða skoðanir sínar. Bakslagið í réttindabaráttu Þeir feður sem sögðu álit sitt á brandaranum voru rakkaðir niður, gert var lítið úr þeim og þeim sagt að leita sér aðstoðar. Allt eru þetta dæmi um eitraða karlmennsku. Á ágætri síðu karlmennskan.is stendur: „Jákvæð karlmennska er andsvar við þeirri skaðlegu karlmennsku sem krefur karla og drengi um að bæla niður tilfinningar, fela þær, gefa þeim ekki gaum, tala ekki um þær og leita sér seint eða síður aðstoðar vegna vanlíðan. Strákar fæðast ekki með færri tilfinningar en önnur kyn en þeir hafa takmarkað svigrúm til að gangast við, tjá og læra að þekkja tilfinningar sínar. „Hættu þessu væli“, „engan aumingjaskap“, „harkaðu af þér“, „ekki vera kelling“, ertu ekki alvöru maður?“ eru lýsandi dæmi um hvernig skaðlegar karlmennskuhugmyndir hafa verið innrættar hjá strákum, viðhaldið hjá körlum og fest í sessi þá hugmynd að strákar og karlar megi ekki eða eigi ekki að vera berskjaldaðir fyrir tilfinningum sínum.“ Viðbrögð við því að feður sögðu sína skoðun, opnuðu á tilfinningar sínar og berskjölduðu sig voru dæmigerð fyrir fólk sem er andsnúið jafnrétti, fjölbreyttu samfélagi þar sem virðing er borin fyrir ólíkum skoðunum og ólíkri lífsreynslu. Fólkið sem gagnrýndi feðurna sem sögðu sína skoðun er fólkið sem stendur á bak við bakslagið í réttindabaráttunni. Það versta er að það sér það ekki sjálft. Það á ekki að vera erfitt að sýna samkennd og vera kurteis í samskiptum. Reynum okkar besta, við erum öll hluti af sama samfélaginu. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun