Hvernig kennara þurfum við? Birgir U. Ásgeirsson skrifar 10. mars 2023 10:30 Börnin okkar alast upp í öðru samfélagi en við gerðum. Á uppvaxtarárunum skipa skólar veigamikinn sess. Markmið leik-, grunn- og framhaldsskóla er að veita börnum og nemendum menntun og umönnun, búa þeim hollt og hvetjandi námsumhverfi, stuðla að alhliða þroska þeirra og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Í skólum gegna kennarar og skólastjórnendur lykilhlutverki. Þess vegna er þýðingarmikið að þær ríku kröfur um hæfni sem gerðar eru til þeirra séu ljósar. Hæfni felur í sér getu til að hagnýta þekkingu og leikni. Sú hagnýting er í samræmi við aðstæður og aldur og þroska nemenda. Kröfur til kennara og skólastjórnenda eru skilgreindar í hæfniramma sem birtur hefur verið í reglugerð (nr. 1355/2022). Þar koma fram viðmið um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda. Almenna hæfnin á við um alla kennara, óháð námsgreinum og aldri og þroska nemenda. Þegar rýnt er í almennu hæfnina er ljóst að kröfur til kennara eru metnaðarfullar, hvort sem hæfnin snýr að uppeldis- og kennslufræði, námi og kennslu, samvinnu, samskiptum og starfsþróun eða hæfni í íslensku. Sérhæfða hæfnin er svo annars vegar sérhæfing kennara sem tekur t.d. mið af ákveðinni námsgrein eða aldri nemenda og hins vegar sérhæfing skólastjórnenda. Áhersla er lögð á hæfni allra kennara í íslensku þar sem tiltekin hæfniviðmið eru sett fram. Markmið stjórnvalda er að efla íslenskukennslu á öllum skólastigum og samhliða í menntun og starfsþróun kennara. Hæfniramminn skerpir á ábyrgð þeirra sem fara með ráðningar enda þekkja skólastjórnendur staðbundnar aðstæður hverju sinni. Kennararáð vann tillögu að innihaldi reglugerðarinnar um hæfnirammann. Kennararáð er skipað sérfræðingum þvert á stofnanir og samtök sem koma að skipulagi skólastarfs, kennslu og kennaramenntunar. Ráðherra mennta- og barnamála skipar kennararáð til þess að veita honum ráðgjöf og leiðbeiningar um þróun og útfærslu hæfnirammans. Kennararáði er jafnframt ætlað að veita ráðgjöf um starfsþróun á grundvelli hæfnirammans, fylgjast með alþjóðlegri þróun og áherslum í menntavísindum, veita leiðsögn um mat á sérhæfingu kennara við ráðningu og síðast en ekki síst efla vitund um mikilvægi kennarastarfsins í samfélaginu. Vandaður hæfnirammi sem byggir á breiðu og víðtæku samstarfi, þ.m.t. við starfandi kennara, er afrakstur vinnu kennararáðs. Hæfniramminn veitir leiðsögn um inntak kennaramenntunar og um starfsþróun kennara. Í honum kemur fram að kennarar og skólastjórnendur leggi áherslu á að auka hæfni sína, bæði almenna og sérhæfða og að starfsþróun sé markviss þáttur í skólastarfi. Starfsþróunarframboðið þarf því að taka mið af hæfnirammanum og þörfum skólasamfélagsins hverju sinni. Þannig verður unnt að gera kennurum og skólastjórnendum kleift að vera faglegir leiðtogar alla starfsævina í breytilegu samfélagi. Þjóðfélagið okkar er í sífelldri þróun og kröfur til kennara breytast. Hæfnirammi er því ekki meitlaður í stein heldur endurskoðaður reglulega af kennararáði. Þessar vikurnar stendur kennararáð fyrir kynningum á inntaki reglugerðarinnar fyrir kennara, skólastjórnendur, háskóla og einnig þá sem koma að mati á skólastarfi og starfsþróun. Virkt samtal við vettvanginn er mikilvægt og er það hér fyrsta skrefið í stöðugri endurskoðun hæfnirammans. Þannig stuðlum við að því að leik-, grunn- og framhaldsskólar uppfylli sín markmið, nemendum til góða. Höfundur er formaður kennararáðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Börnin okkar alast upp í öðru samfélagi en við gerðum. Á uppvaxtarárunum skipa skólar veigamikinn sess. Markmið leik-, grunn- og framhaldsskóla er að veita börnum og nemendum menntun og umönnun, búa þeim hollt og hvetjandi námsumhverfi, stuðla að alhliða þroska þeirra og virkri þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Í skólum gegna kennarar og skólastjórnendur lykilhlutverki. Þess vegna er þýðingarmikið að þær ríku kröfur um hæfni sem gerðar eru til þeirra séu ljósar. Hæfni felur í sér getu til að hagnýta þekkingu og leikni. Sú hagnýting er í samræmi við aðstæður og aldur og þroska nemenda. Kröfur til kennara og skólastjórnenda eru skilgreindar í hæfniramma sem birtur hefur verið í reglugerð (nr. 1355/2022). Þar koma fram viðmið um almenna og sérhæfða hæfni kennara og skólastjórnenda. Almenna hæfnin á við um alla kennara, óháð námsgreinum og aldri og þroska nemenda. Þegar rýnt er í almennu hæfnina er ljóst að kröfur til kennara eru metnaðarfullar, hvort sem hæfnin snýr að uppeldis- og kennslufræði, námi og kennslu, samvinnu, samskiptum og starfsþróun eða hæfni í íslensku. Sérhæfða hæfnin er svo annars vegar sérhæfing kennara sem tekur t.d. mið af ákveðinni námsgrein eða aldri nemenda og hins vegar sérhæfing skólastjórnenda. Áhersla er lögð á hæfni allra kennara í íslensku þar sem tiltekin hæfniviðmið eru sett fram. Markmið stjórnvalda er að efla íslenskukennslu á öllum skólastigum og samhliða í menntun og starfsþróun kennara. Hæfniramminn skerpir á ábyrgð þeirra sem fara með ráðningar enda þekkja skólastjórnendur staðbundnar aðstæður hverju sinni. Kennararáð vann tillögu að innihaldi reglugerðarinnar um hæfnirammann. Kennararáð er skipað sérfræðingum þvert á stofnanir og samtök sem koma að skipulagi skólastarfs, kennslu og kennaramenntunar. Ráðherra mennta- og barnamála skipar kennararáð til þess að veita honum ráðgjöf og leiðbeiningar um þróun og útfærslu hæfnirammans. Kennararáði er jafnframt ætlað að veita ráðgjöf um starfsþróun á grundvelli hæfnirammans, fylgjast með alþjóðlegri þróun og áherslum í menntavísindum, veita leiðsögn um mat á sérhæfingu kennara við ráðningu og síðast en ekki síst efla vitund um mikilvægi kennarastarfsins í samfélaginu. Vandaður hæfnirammi sem byggir á breiðu og víðtæku samstarfi, þ.m.t. við starfandi kennara, er afrakstur vinnu kennararáðs. Hæfniramminn veitir leiðsögn um inntak kennaramenntunar og um starfsþróun kennara. Í honum kemur fram að kennarar og skólastjórnendur leggi áherslu á að auka hæfni sína, bæði almenna og sérhæfða og að starfsþróun sé markviss þáttur í skólastarfi. Starfsþróunarframboðið þarf því að taka mið af hæfnirammanum og þörfum skólasamfélagsins hverju sinni. Þannig verður unnt að gera kennurum og skólastjórnendum kleift að vera faglegir leiðtogar alla starfsævina í breytilegu samfélagi. Þjóðfélagið okkar er í sífelldri þróun og kröfur til kennara breytast. Hæfnirammi er því ekki meitlaður í stein heldur endurskoðaður reglulega af kennararáði. Þessar vikurnar stendur kennararáð fyrir kynningum á inntaki reglugerðarinnar fyrir kennara, skólastjórnendur, háskóla og einnig þá sem koma að mati á skólastarfi og starfsþróun. Virkt samtal við vettvanginn er mikilvægt og er það hér fyrsta skrefið í stöðugri endurskoðun hæfnirammans. Þannig stuðlum við að því að leik-, grunn- og framhaldsskólar uppfylli sín markmið, nemendum til góða. Höfundur er formaður kennararáðs.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun