Þjóðarsátt um okurvexti? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2023 21:00 Flestar þjóðir glíma nú við verðbólgu. Seðlabankar þeirra allra hækka vexti. Það er allt eftir bókinni. Sérstakar umræður sköpuðust um málið í þingsal í dag, að upplagi Samfylkingar sem beindi spurningum sínum að fjármálaráðherra. Báðir komu þeir sér fimlega undan því að ræða fílinn í stofunni. Hvers vegna Seðlabanki Íslands þarf að ákveða tvöfalt hærri vexti til þess að vinna gegn sömu verðbólgu og grannþjóðirnar? Og hvers vegna íslenska þjóðin fær ekki val um það hvort hún vill halda áfram að vera tilraunadýr þeirra sem hafa hag af því að halda í krónuna? Við vitum að þessa spurningu má ekki bera upp í Sjálfstæðisflokknum. Hitt er nýtt að hún sé orðin að sérstöku feimnismáli í Samfylkingunni. Við þurfum eins og aðrar þjóðir að sætta okkur við tímabundnar vaxtahækkanir þegar kæla þarf hagkerfið. En við eigum ekki að sætta okkur við að vextir hér þurfi að vera tvöfalt hærri en í nágrannaríkjum okkar um alla framtíð. Þessi veruleiki okkar veikir samkeppnisstöðu landsins og kemur niður á fólki og fyrirtækjum. Á mannamáli þýðir þetta að við þurfum að vinna lengur til að skapa sömu verðmæti og fólkið í löndunum sem við berum okkur saman við. Það kemur þyngst niður á þeim hópum sem lökust hafa kjörin. Þjóðarsátt um stöðuga mynt fyrir útvalda? Gylfi Zoega, hagfræðingur og fyrrverandi fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabankans, skýrði þennan vanda með nokkuð skýrum hætti á dögunum. Við ein þjóða notum marga gjaldmiðla, en Seðlabankinn hefur bara stjórn á einum þeirra. Þess vegna þurfa vextir að vera tvöfalt eða þrefalt hærri hér en annars staðar. Ungt fólk í íbúðakaupum og lítil fyrirtæki bera þannig helmingi þyngri byrðar í baráttunni við verðbólguna en stóru útflutningsfyrirtækin sem gera upp í evrum. Venjulegt fólk hefði alveg sama hag af því að gera upp í evrum og stóru fyrirtækin, en hefur ekkert val. Þetta er ekki bara óréttlátt heldur óhagkvæmt. Og þetta þarf ekki að vera svona. Þjóðarsátt um lægri laun? Fjármálaráðherra kallar nú eftir þjóðarsátt og er það vel. En hann þarf að tala skýrt. Á þjóðarsáttin að vera eins og árið 1990, þegar hornsteinn hennar var stöðugt gengi eða á hún að snúast um það eingöngu að fólkið fái lægri laun? Þeirri spurningu hefur hann enn ekki svarað. Seðlabankastjóri hefur hins vegar með verkum sínum sýnt að hann hefur gefist upp á gömlu óverðtryggðu krónunni. Það gerði hann með að afnema hömlur á verðtryggðri krónu í gær. Þrátt fyrir samfelldar vaxtahækkanir undanfarinna mánuða hefur bankanum nefnilega ekki tekist að auka sparnað. Fjölmyntakerfið er ekki að virka. Sjálfsagt er að vega og meta kosti og galla gömlu krónunnar. En þeir sem trúa hvað heitast á hana þurfa fyrst að sýna okkur hinum fram á að hún sé nothæf fyrir okkur öll í hagkerfinu - ekki bara forréttindahópa. Þeir heittrúuðu þurfa að sýna það og sanna að gamla krónan geti verið hornsteinn þess að hér byggist upp land jafnra tækifæra. Staðan í dag sýnir svart á hvítu, enn á ný, að það er nær óvinnandi vegur með krónuna í aðalhlutverki. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Flestar þjóðir glíma nú við verðbólgu. Seðlabankar þeirra allra hækka vexti. Það er allt eftir bókinni. Sérstakar umræður sköpuðust um málið í þingsal í dag, að upplagi Samfylkingar sem beindi spurningum sínum að fjármálaráðherra. Báðir komu þeir sér fimlega undan því að ræða fílinn í stofunni. Hvers vegna Seðlabanki Íslands þarf að ákveða tvöfalt hærri vexti til þess að vinna gegn sömu verðbólgu og grannþjóðirnar? Og hvers vegna íslenska þjóðin fær ekki val um það hvort hún vill halda áfram að vera tilraunadýr þeirra sem hafa hag af því að halda í krónuna? Við vitum að þessa spurningu má ekki bera upp í Sjálfstæðisflokknum. Hitt er nýtt að hún sé orðin að sérstöku feimnismáli í Samfylkingunni. Við þurfum eins og aðrar þjóðir að sætta okkur við tímabundnar vaxtahækkanir þegar kæla þarf hagkerfið. En við eigum ekki að sætta okkur við að vextir hér þurfi að vera tvöfalt hærri en í nágrannaríkjum okkar um alla framtíð. Þessi veruleiki okkar veikir samkeppnisstöðu landsins og kemur niður á fólki og fyrirtækjum. Á mannamáli þýðir þetta að við þurfum að vinna lengur til að skapa sömu verðmæti og fólkið í löndunum sem við berum okkur saman við. Það kemur þyngst niður á þeim hópum sem lökust hafa kjörin. Þjóðarsátt um stöðuga mynt fyrir útvalda? Gylfi Zoega, hagfræðingur og fyrrverandi fulltrúi í peningastefnunefnd Seðlabankans, skýrði þennan vanda með nokkuð skýrum hætti á dögunum. Við ein þjóða notum marga gjaldmiðla, en Seðlabankinn hefur bara stjórn á einum þeirra. Þess vegna þurfa vextir að vera tvöfalt eða þrefalt hærri hér en annars staðar. Ungt fólk í íbúðakaupum og lítil fyrirtæki bera þannig helmingi þyngri byrðar í baráttunni við verðbólguna en stóru útflutningsfyrirtækin sem gera upp í evrum. Venjulegt fólk hefði alveg sama hag af því að gera upp í evrum og stóru fyrirtækin, en hefur ekkert val. Þetta er ekki bara óréttlátt heldur óhagkvæmt. Og þetta þarf ekki að vera svona. Þjóðarsátt um lægri laun? Fjármálaráðherra kallar nú eftir þjóðarsátt og er það vel. En hann þarf að tala skýrt. Á þjóðarsáttin að vera eins og árið 1990, þegar hornsteinn hennar var stöðugt gengi eða á hún að snúast um það eingöngu að fólkið fái lægri laun? Þeirri spurningu hefur hann enn ekki svarað. Seðlabankastjóri hefur hins vegar með verkum sínum sýnt að hann hefur gefist upp á gömlu óverðtryggðu krónunni. Það gerði hann með að afnema hömlur á verðtryggðri krónu í gær. Þrátt fyrir samfelldar vaxtahækkanir undanfarinna mánuða hefur bankanum nefnilega ekki tekist að auka sparnað. Fjölmyntakerfið er ekki að virka. Sjálfsagt er að vega og meta kosti og galla gömlu krónunnar. En þeir sem trúa hvað heitast á hana þurfa fyrst að sýna okkur hinum fram á að hún sé nothæf fyrir okkur öll í hagkerfinu - ekki bara forréttindahópa. Þeir heittrúuðu þurfa að sýna það og sanna að gamla krónan geti verið hornsteinn þess að hér byggist upp land jafnra tækifæra. Staðan í dag sýnir svart á hvítu, enn á ný, að það er nær óvinnandi vegur með krónuna í aðalhlutverki. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun